Embætti landlæknis

Embætti landlæknis Embættið stuðlar að heilbrigði landsmanna með öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og forvörnum Sjá einnig www.landlaeknir.is fyrir nánari upplýsingar.

Velkomin á Facebook síðu embættis landlæknis þar sem við miðlum efni af vef embættisins og vekjum athygli á ýmsum verkefnum og viðburðum. Einnig verður öðru efni miðlað sem varpar ljósi á störf embættis landlæknis en fær ekki sérstaka umfjöllun á vef þess. Ef þig vantar leiðbeiningar eða upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband í síma 510 1900 eða í tölvupósti mottaka@landlaeknir.is. Fyrirv

ari um birtingu efnis á síðunni:

Ábendingum, athugasemdum og fyrirspurnum er ekki svarað á Facebook. Þær skal senda á netfangið mottaka@landlaeknir.is Orðsendingin verður þá send þeim starfsmanni sem best þekkir til efnisins. Persónulegar og viðkvæmar upplýsingar, um þig eða aðra, eiga ekki heima á Facebook. Öllum slíkum upplýsingum verður samstundis eytt af síðunni. Innlegg eða athugasemdir á síðunni sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Embætti landlæknis er einnig með Facebook síður fyrir ákveðna málaflokka og verkefni:

Sóttvarnalæknir-bólusetningar https://www.facebook.com/bolusetningar/
Ráðleggingar um mataræði https://www.facebook.com/radleggingar/
Heilsueflandi samfélag https://www.facebook.com/heilsueflandisamfelag/
Heilsueflandi leikskóli https://www.facebook.com/heilsueflandileikskoli/
Heilsueflandi grunnskóli https://www.facebook.com/heilsueflandigrunnskoli/
Heilsueflandi framhaldsskóli https://www.facebook.com/heilsueflandiframhaldsskoli/

Embætti landlæknis fagnar fjölbreytileikanum og styður réttindabaráttu hinsegin fólks. Gleðilega Hinsegin daga 🩷🧡💛💚💙💜
07/08/2025

Embætti landlæknis fagnar fjölbreytileikanum og styður réttindabaráttu hinsegin fólks. Gleðilega Hinsegin daga 🩷🧡💛💚💙💜

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veirulifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert.Þema alþjóðlegs dags lifra...
30/07/2025

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veirulifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert.
Þema alþjóðlegs dags lifrarbólgu árið 2025 kallar á aðgerðir til að takast á við fjárhagslegar, félagslegar og kerfisbundnar hindranir - þar á meðal fordóma - sem standa í vegi fyrir útrýmingu lifrarbólgu og forvörnum gegn lifrarkrabbameini.

Lifrarbólga: Vitneskja er vald

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veirulifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert.

Langvinn veirulifrarbólga veldur 1,3 milljónum dauðsfalla á hverju ári, aðallega af völdum lifrarkrabbameins og skorpulifur. Það eru 3500 dauðsföll á hverjum degi, svipað og vegna berkla.

Lifrarbólga B og C fer hljótt en um 6000 manns sýkjast daglega. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn heldur sjúkdómsbyrðin áfram að aukast, sérstaklega á svæðum með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Flestir í heiminum sem lifa með lifrarbólgu vita ekki að þeir eru smitaðir. Snemmgreining er fyrsta skrefið til að fá aðgang að lífsbjargandi meðferð og koma í veg fyrir lifrarkrabbamein. Skimun með rannsókn, sérstaklega fyrir þá sem eru á landlægum svæðum eða í meiri áhættu, er mikilvæg til að binda enda á lifrarbólgu.

Endalok lifrarbólgu er innan seilingar. Bóluefni er til, sem og læknandi meðferð og aðgerðir til að koma í veg fyrir smit. Það þarf að bregðast við núna, auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og samræma umönnun til að útrýma lifrarbólgu. Flest tilfelli greinast of seint.

Á alþjóðlegum degi lifrarbólgu árið 2025 er kallað á aðgerðir til að takast á við fjárhagslegar, félagslegar og kerfisbundnar hindranir - þar á meðal fordóma - sem standa í vegi fyrir útrýmingu lifrarbólgu og forvörnum gegn lifrarkrabbameini.

Veðurstofa Íslands spáir er stífri suðaustanátt í dag sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart í ...
28/07/2025

Veðurstofa Íslands spáir er stífri suðaustanátt í dag sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart í Reykjanesbæ, Garði og í Sandgerði. Suðvestlægari vindar annað kvöld og gasmengunin berst því til norðausturs og gæti mælst á Vatnsleysu og á höfuðborgarsvæðinu.

Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.

Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Veðurstofa Íslands spáir er stífri suðaustanátt í dag sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart í Reykjanesbæ, Garði og í Sandgerði. Suðvestlægari vindar annað kvöld og gasmengunin berst því til norðausturs og gæti mælst á Vatnsleysu og á höfuðborgarsvæðinu.

Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.

Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Viðkvæmir einstaklingar á ofannefndum svæðum geta þurft að halda sig sem mest innandyra. Sérstaklega ætti að forðast áreynslu utandyra sem og útivist í lengri tíma þar sem er loftmengun.

Mikilvægt er að einstaklingar sem notast við innúðalyf vegna astma- og lungnasjúkdóma eigi þau til og noti samkvæmt leiðbeiningum.

Til viðkvæmra einstaklinga teljast börn, barnshafandi konur, fullorðnir með astma, langvinna lungnateppu og hjarta- og æðasjúkdóma.

Fyrir alla sem finna fyrir einkennum vegna loftmengunar gildir að takmarka áreynslu, halda sig sem mest innandyra og loka gluggum. Ef einkenni eru þrálát eða hverfa ekki ætti að hafa samband við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 eða leita á heilsugæslustöð.

Gosvirkni heldur áfram en hefur minnkað aðeins síðan í gær.Sterkri norðvestanátt er spáð í dag og er því ekki búist við ...
27/07/2025

Gosvirkni heldur áfram en hefur minnkað aðeins síðan í gær.

Sterkri norðvestanátt er spáð í dag og er því ekki búist við gasmengun í byggð. Gasmengunar gæti hinsvegar orðið vart á gosstöðvunum og á því svæði sem fólk hefur sótt til að horfa á gosið.

Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.

Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Góðan daginn,
Gosvirkni heldur áfram en hefur minnkað aðeins síðan í gær. Áfram gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs og dreifir úr sér á breiðunni innan við 1 km frá gígnum. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum.
Ákveðinni norðvestanátt er spáð í dag og berst gasmengun þá til suðausturs og er því ekki búist við gasmengun í byggð. Gasmengunar gæti hinsvegar orðið vart á gosstöðvunum og á því svæði sem fólk hefur sótt til að horfa á gosið.

Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Gosvirkni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Í dag er spáð að gasmengun gæti hennar orðið vart víða á Suðurl...
26/07/2025

Gosvirkni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Í dag er spáð að gasmengun gæti hennar orðið vart víða á Suðurlandi, síður þó á höfuðborgarsvæðinu. Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.
Sjá nánari upplýsingar fyrir viðkvæma hópa í fyrri færslum sóttvarnalæknis.

Góðan daginn,
Gosvirkni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs og dreifir úr sér á breiðunni innan við 1 km frá gígnum. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum, en hraunið hefur teygt sig örlítið til norðurs og suðurs.
Í dag er vestlægri átt spáð og síðar norðvestlægari, en þá berst gasmengun til austurs og suðausturs og gæti hennar orðið vart víða á Suðurlandi, síður þó á höfuðborgarsvæðinu.
Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

25/07/2025

Mengun mælist óholl fyrir viðkvæma í Vík í Mýrdal. Í dag mun gasmengun (SO2) berast til norðursvesturs og vesturs. Þá gæti mengunar orðið vart á norðvestan- og vestanverðu Reykjanesi. Snýst í norðlæga átt í kvöld og þá gæti mengunar orðið vart í Grindavík.

Lítil sem engin gosmóða (SO4) hefur mælst á landinu í nótt.

Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Viðkvæmir einstaklingar á ofannefndum svæðum geta þurft að halda sig sem mest innandyra. Sérstaklega ætti að forðast áreynslu utandyra sem og útivist í lengri tíma þar sem er loftmengun.

Mikilvægt er að einstaklingar sem notast við innúðalyf vegna astma- og lungnasjúkdóma eigi þau til og noti samkvæmt leiðbeiningum.

Til viðkvæmra einstaklinga teljast börn, barnshafandi konur, fullorðnir með astma, langvinna lungnateppu og hjarta- og æðasjúkdóma.

Brennisteinsdíoxíð (SO2) í háum gildum getur haft áhrif á heilsufar eftir 10-15 mínútur. Eftir lengri tíma má búast við meiri áhrifum. Sjá bæklinginn Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum.

Brennisteinsdíoxíð gas getur breyst í gosmóðu (SO4) í andrúmsloftinu. Mengun vegna gosmóðu (blámóðu) er ekki greinanleg á venjulegum SO2 gasmælum.

Gasmengun og gosmóða eru ertandi fyrir augu, nef og háls og geta valdið hósta. Loftmengun getur einnig verið sleni, svima eða höfuðverk.

Fyrir alla sem finna fyrir einkennum vegna loftmengunar gildir að takmarka áreynslu, halda sig sem mest innandyra og loka gluggum.

Ef einkenni eru þrálát eða hverfa ekki ætti að hafa samband við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 eða leita á heilsugæslustöð.

24/07/2025

Í dag er spáð að gasmengun (SO2) geti orðið vart í Reykjanes- og Suðurnesjabæ fyrr partinn en þegar líður á daginn getur hennar orðið vart í Vogun, á Höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akranesi. Þá er mengun þrálát á Vestfjörðum.

Gosmóða (SO4) hefur mælst víða á landinu en veðrið í dag ætti að draga úr gosmóðu.

👉 Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is

Viðkvæmir einstaklingar á þessum svæðum geta þurft að halda sig sem mest innandyra. Sérstaklega ætti að forðast áreynslu utandyra sem og útivist í lengri tíma þar sem er loftmengun. Mikilvægt er að einstaklingar sem notast við innúðalyf vegna astma- og lungnasjúkdóma eigi þau til og noti samkvæmt leiðbeiningum.

Til viðkvæmra einstaklinga teljast börn, barnshafandi konur, fullorðnir með astma, langvinna lungnateppu og hjarta- og æðasjúkdóma, en getur átt við fleiri.

Brennisteinsdíoxíð (SO2) í háum gildum getur haft áhrif á heilsufar eftir aðeins 10-15 mínútur. Eftir lengri tíma má búast við meiri áhrifum. Sjá bæklinginn Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum.

Brennisteinsdíoxíð gas getur breyst í gosmóðu (SO4) í andrúmsloftinu. Mengun vegna gosmóðu (blámóðu) er ekki greinanleg á venjulegum SO2 gasmælum.

Gasmengun og gosmóða eru ertandi fyrir augu, nef og háls og geta valdið hósta. Loftmengun getur einnig verið sleni, svima eða höfuðverk.

Fyrir alla sem finna fyrir einkennum vegna loftmengunar gildir að takmarka áreynslu, halda sig sem mest innandyra og loka gluggum. Ef einkenni eru þrálát eða hverfa ekki ætti að hafa samband við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 eða leita á heilsugæslustöð.

Viðurkenning Lífsbrúar Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Viðurkenningar Lífsbrúar fyrir árið 2025. Viðurkenningu ...
17/07/2025

Viðurkenning Lífsbrúar

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Viðurkenningar Lífsbrúar fyrir árið 2025. Viðurkenningu hlýtur einstaklingur og liðsheild fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna á Íslandi.

👉 Hægt að senda inn rafræna tilnefningu https://island.is/forvarnir-sjalfsviga/vidurkenning-lifsbruar

Frestur til að senda rennur út föstudaginn 25. ágúst kl. 12.00.

Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver einstaklingur og liðsheild fær.

Afhending viðurkenningar verður 1. september, nánar auglýst síðar.

🇮🇸 Viðurkenning Lífsbrúar var veitt í fyrsta sinn árið 2024 en þá fengu hana Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur og rithöfundur og Píeta samtökin.

Leiðbeiningar embættis landlæknis um forvarnir og stuðning vegna sjálfsvíga.

17/07/2025

Gagnlegt er fyrir almenning á áhrifasvæði mengunar að fylgjast með loftgæðum, gasmengunarspá og þekkja til helstu varnaraðgerða sem unnt er að grípa til þegar líkur eru á mengun í byggð.

Hér má finna ráðleggingar vegna heilsfarslegra áhrifa eldgosa https://island.is/eldgos-heilsa

Embætti landlæknis - sjá hlekk á forsíðu vefs

‼️Embætti landlæknis óskar eftir að ráða næringarfræðing➡️Starfshlutfall 100% ➡️Umsóknarfrestur 11. ágúst nk➡️https://is...
15/07/2025

‼️Embætti landlæknis óskar eftir að ráða næringarfræðing
➡️Starfshlutfall 100%
➡️Umsóknarfrestur 11. ágúst nk
➡️https://island.is/starfatorg/x-42600

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða næringarfræðing á svið lýðheilsu.

11/07/2025

💊 Hvað er EU-JAMRAI 2 að gera?

EU-JAMRAI 2 er evrópskt samstarfsverkefni sem Embætti landlæknis tekur þátt í. Verkefnið vinnur að því að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og bæta sýkingavarnir í Evrópu. Með því að efla fræðslu, styðja við ábyrga notkun sýklalyfja og styrkja heilbrigðiskerfin okkar vinnum við saman að því að verja heilsu allra — nú og til framtíðar.

🎥 Í þessu myndbandi er farið yfir markmið verkefnisins og hvers vegna sýklalyfjaónæmi er eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans.

👉 Lesa meira um íslenskar aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis: https://island.is/syklalyfjaanaemi-og-syklalyfjanotkun/adgerdir
👉 Vefsíða EU-JAMRAI 2: https://eu-jamrai.eu/

Address

Katrínartún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Embætti landlæknis posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share