Embætti landlæknis

Embætti landlæknis Embættið stuðlar að heilbrigði landsmanna með öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og forvörnum Sjá einnig www.landlaeknir.is fyrir nánari upplýsingar.

Velkomin á Facebook síðu embættis landlæknis þar sem við miðlum efni af vef embættisins og vekjum athygli á ýmsum verkefnum og viðburðum. Einnig verður öðru efni miðlað sem varpar ljósi á störf embættis landlæknis en fær ekki sérstaka umfjöllun á vef þess. Ef þig vantar leiðbeiningar eða upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband í síma 510 1900 eða í tölvupósti mottaka@landlaeknir.is. Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Ábendingum, athugasemdum og fyrirspurnum er ekki svarað á Facebook. Þær skal senda á netfangið mottaka@landlaeknir.is Orðsendingin verður þá send þeim starfsmanni sem best þekkir til efnisins. Persónulegar og viðkvæmar upplýsingar, um þig eða aðra, eiga ekki heima á Facebook. Öllum slíkum upplýsingum verður samstundis eytt af síðunni. Innlegg eða athugasemdir á síðunni sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Embætti landlæknis er einnig með Facebook síður fyrir ákveðna málaflokka og verkefni:

Sóttvarnalæknir-bólusetningar https://www.facebook.com/bolusetningar/
Ráðleggingar um mataræði https://www.facebook.com/radleggingar/
Heilsueflandi samfélag https://www.facebook.com/heilsueflandisamfelag/
Heilsueflandi leikskóli https://www.facebook.com/heilsueflandileikskoli/
Heilsueflandi grunnskóli https://www.facebook.com/heilsueflandigrunnskoli/
Heilsueflandi framhaldsskóli https://www.facebook.com/heilsueflandiframhaldsskoli/

📌 Mikilvægur þáttur í viðbúnaði við krísum er að læra af fyrri atburðum með rýni á aðgerðum að þeim loknum.
18/09/2025

📌 Mikilvægur þáttur í viðbúnaði við krísum er að læra af fyrri atburðum með rýni á aðgerðum að þeim loknum.

Samstarfsverkefni milli norrænna lýðheilsustofnana hefur dregið saman mikilvægan lærdóm af COVID-19 faraldrinum. Niðurstöðurnar geta nýst sem grunnur að því að efla samstarf og viðbúnað á svæðinu.

18/09/2025
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september!Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn...
17/09/2025

Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september!

Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“.

Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og ...

📣 Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura📣 Málþing á degi sjúklingaöryggis📣 17. september 2025 klukkan 13:00-...
15/09/2025

📣 Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura
📣 Málþing á degi sjúklingaöryggis
📣 17. september 2025 klukkan 13:00-16:30
📣 Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar
📣 Streymi: https://www.youtube.com/live/RYQsDBbvXrU

Þann 17. september næstkomandi mun embætti landlæknis standa fyrir málþingi á alþjóðlegum degi sjúklingaöryggis.

🔹 Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur gefið út nýja skýrslu þar sem lögð er áhersla á að bæta þurfi söfnun og samanburð...
15/09/2025

🔹 Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur gefið út nýja skýrslu þar sem lögð er áhersla á að bæta þurfi söfnun og samanburð gagna um kynhegðun til að styðja við forvarnir og viðbrögð gegn kynsjúkdómum í Evrópu.

Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur gefið út nýja skýrslu þar sem lögð er áhersla á að bæta þurfi söfnun og samanburð gagna um kynhegðun til að styðja við forvarnir og viðbrögð gegn kynsjúkdómum í Evrópu.

⭐️ Nýtum tæknina til geðræktar með verkfærum jákvæðrar sálfræði – kynning á HappApp.Rafrænt fræðsluerindi á vegum embætt...
15/09/2025

⭐️ Nýtum tæknina til geðræktar með verkfærum jákvæðrar sálfræði – kynning á HappApp.

Rafrænt fræðsluerindi á vegum embættis landlæknis kl.12.30 -13.00
- Mánudaginn 15. september.

Helga Arnardóttir heilsusálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis flytur.

Nýtum tæknina til geðræktar með verkfærum jákvæðrar sálfræði – kynning á HappApp Rafrænt fræðsluerindi á vegum embættis landlæknis kl.12.30 -13.00 Helga Arnardóttir heilsusálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis flytur. […]

🔸 Dagana 9.–10. september sl. fór fram upphafsfundur samstarfsverkefnis Evrópuríkja til að efla öryggisbirgðahald lyfja ...
12/09/2025

🔸 Dagana 9.–10. september sl. fór fram upphafsfundur samstarfsverkefnis Evrópuríkja til að efla öryggisbirgðahald lyfja og annars nauðsynlegs búnaðar til að bregðast við alvarlegum heilsufarsógnum. Fundurinn var haldinn í Helskinki þar sem fulltrúar þátttökuríkja, helstu hagaðilar og sérfræðingar á þessu sviði komu saman. Á Íslandi eru sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun þátttakendur.

Heimsfaraldur COVID-19 leiddi í ljós að styrkja þyrfti viðbúnað Evrópusambandsins (ESB) gagnvart heilbrigðisvám.

12/09/2025

Address

Katrínartún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Embætti landlæknis posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram