Nálastungur og nudd

Nálastungur og nudd NÁLASTUNGUR - HEILSU OG MEÐGÖNGUNUDD - UNGBARNANUDD KENNSLA. Nokkrar tímalengdir í boði svo er

Ég heiti Hrönn Guðjónsdóttir og starfa við nálastungur og heilsunudd. Árið 2001 útskrifaðist ég sem heilsunuddari frá Boulder College of Massage Therapy. Í náminu lærði ég nokkrar nuddtegundir sem ég blanda saman. Einnig lærði ég meðgöngunudd og fékk réttindi til að kenna ungbarnanudd. Árið 2013 útskrifaðist ég úr Skóla hinna fjögurra árstíða, þar lauk ég grunnnámi í kínverskri læknisfræði og star

fa í framhaldi af því við nálastungur.
Ég býð upp á meðferðir í heilsunuddi, meðgöngunuddi og nálastungum. Einnig er hægt að blanda saman heilsunuddi og nálastungum eða meðgöngunuddi og nálastungum. Reglulega er ég með námskeið í ungbarnanuddi ásamt einkatímum og fjarnámi.

Stífleiki og bólgur í hnakka, hálsi og herðum geta valdið svima, skertri sjón og heyrn
24/07/2025

Stífleiki og bólgur í hnakka, hálsi og herðum geta valdið svima, skertri sjón og heyrn

Af hverju finna margir fyrir stífleika í hálsi og herðum? Oft er það sambland af mörgu. Slæm  líkamsstaða í vinnu og eða...
09/07/2025

Af hverju finna margir fyrir stífleika í hálsi og herðum? Oft er það sambland af mörgu. Slæm líkamsstaða í vinnu og eða í daglegu lífi, skjánotkun, streita, bólgur, of mikil eða lítil hreyfing og svo mætti lengi telja. Nálastungur virka vel og svo er gott að fara í heitt bað eða kæla. teigja, hæfileg hreyfing, slökun og góður svefn.

29/06/2025

Ferð í heita pottinn hefur meiri heilsufarslegan ávinning en gufubað. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í vikunni. Heitt vatn hækkar líkamsh*tann meira og það styrkir hjarta-, æða- og ónæmiskerfið enn betur.

Áttu von á barni, komin fram yfir settan dag eða yfirvofandi gangsetning fram undan? Nálastungur eru náttúrulegri aðferð...
22/05/2025

Áttu von á barni, komin fram yfir settan dag eða yfirvofandi gangsetning fram undan? Nálastungur eru náttúrulegri aðferð til að koma konu af stað og styrkja fyrir fæðingu.

Ég á marga uppáhalds nálastungu punkta, einn af þeim er Gb 34 (Gallblaðra 34). Hann er sérstaklega góður fyrir vöðva og ...
11/04/2025

Ég á marga uppáhalds nálastungu punkta, einn af þeim er Gb 34 (Gallblaðra 34). Hann er sérstaklega góður fyrir vöðva og sinar. Hann hreyfir við orkunni á mildan hátt og hefur góð áhrif á mjaðmir, háls, herðar, er góður við höfuðverk, eyrnabólgu og lækkar blóðþrýsting. Þegar hann er notaður hægra megin er hann góður fyrir öxlina vinstra megin og svo öfugt. Styrkir þá sem eiga erfitt með að taka ákvarðanir og eru með litla trú á sjálfum sér.

Li 4 er einn af bestu verkjapunktunum líkamans. Áhrifaríkast að nota nál en virkar líka að nudda/þrýsta. Bannaður á meðg...
05/04/2025

Li 4 er einn af bestu verkjapunktunum líkamans. Áhrifaríkast að nota nál en virkar líka að nudda/þrýsta. Bannaður á meðgöngu því hann getur stuðlað að fæðingu og þar af leiðandi mikið notaður við gangsetningu fæðingar á náttúrulega hátt.

Nálastungur styðja við heilbrigði kvenna sem eru að fara í gegnum þetta ferli.
25/03/2025

Nálastungur styðja við heilbrigði kvenna sem eru að fara í gegnum þetta ferli.

Í Bandaríkjunum eru 55 miljarðar til ráðstöfunar í rannsóknastarf.
15 miljarðar fara í rannsóknir á kvenheilsu sem beinist aðallega að frjósemisrannsóknum og meðgöngu.

0.3% af öllum monníngunum fara í að rannsaka breytingaskeiðið.

Sem sendir skilaboð um að þessar gömlu kjellingar eru bara afgangsstærð sem enginn hefur áhuga að skoða betur.

Af þessu leiðir fáfræði og þekkingarleysi á þeim fjölmörgu einkennum sem konur upplifa á þessu skeiði.

Því estrógen kemur við sögu í öllum kerfum líkamans.

Estrógen stuðlar að meiri samdrætti vöðva.
Spilar rullu í að lækka bólgur í líkamanum.
Stuðlar að heilbrigðri þarmaflóru í gegnum estrabolome.
Hefur stjórn á serótónín og melatónín sem stuðlar að betri svefni.
Smurning á liðum.
Stýrir hitastigi í skrokknum.
Styrkir beinin.

Þegar estrógen lækkar í skrokknum hefur það áhrif á fítonskraftinn í járnrífingum, beinþynningu, meiri bólgumyndun, þarmaflóran fer í fýlu, svefninn út á tún með rollunum, liðverkir aukast, hitakóf eins og að sippa í sánu.

Allt í einu er mallakútur mjúkur, baugar eins og á Derrick og einhverjar örfáar lýjur eftir af hári.

Bætum við blóðsykursrugli, svima, eyrnasuð, heilaþoku, kvíða, depurð, og þegar testósterónið hypjar sig líka verður bara ekki eins gaman í lífinu og áður og hvötin er í niðurfallinu í sturtunni .... með öllu hárinu úr hárlosinu.

Einkenni breytingaskeiðs eru sjötíu talsins.
Og þau geta gert vart við sig uppúr 35 ára og varað alveg til rúmlega fimmtugs.

En margar konur upplifa gaslýsingu þegar þær tala um einkenni sín við lækninn sinn.

Sérstaklega ef þær eru ungar, ennþá á blæðingum og ekki að kafna úr hita á nóttunni.

Tölur sýna að 85% kvenna koma inn til læknis vegna einkenna breytingaskeiðs en 10.5% fái viðeigandi meðferð.

Grenjandi kelling. Ímyndunarveik. Vesenispési.

Hysterísk.... sem er dregið af gríska orðinu 'Hyster' sem þýðir leg og var þýtt á okkar ylhýra sem móðursýki.

Ódýr og snögg afgreiðsla.

"Veistu hvað kostar að gera blóðprufur?"
"Þú ert enn svo ung."
"Ertu ekki bara undir rosa miklu álagi? "
"Hér eru þunglyndislyf og kvíðalyf..... vessgú....."
"Og vertu svo duglegri að stunda húllumhæ með makanum."

Og þær labba út með ranghugmynd um að þær séu að tapa glórunni.

Því þær þekkja ekki líkamann sinn lengur.

Áður hvísluðu konur sín á milli um breytingaskeiðið, því það fylgdi skömm að vera allt í einu ekki fýsilegur kostur til barneigna.

Meiri umræða er að brjóta tabúið sem hefur fylgt breytó.
Konur eru að tala upphátt í saumaklúbbum, á samfélagsmiðlum, á vefmiðlum og í hlaðvörpu.
Höldum áfram að garga á torgum því hver og ein kona á sína einstöku sögu og einkenni.

Konur þurfa að vera með hökuna upp og kassann fram grjótharðar að fá tilvísun á kvennsa.
Vera kýrskýrar með sín einkenni og biðja um blóðprufur.
Taka ekki annað í mál en að labba út með viðeigandi meðferðarform: hormónauppbót, hugræna atferlismeðferð eða annarskonar meðferð.

Og fá ráðleggingar um lífsstílsbreytingar sem eiga við í þessum nýja kafla lífsins.

Læknar þurfa að fræða sig um breytingaskeiðið og öll einkennin.
Vera opnir fyrir að um sé að ræða lækkandi hormón sem skýri vanda kvenna 30-50 ára sem leita til þeirra.

Hvaða frasa hefur þú fengið að heyra sem kona á breytingaskeiði? 👇👇

Nálastungur eru heildræn meðferð sem miða að því að lækna og viðhalda heilbrigði hvers og eins
24/03/2025

Nálastungur eru heildræn meðferð sem miða að því að lækna og viðhalda heilbrigði hvers og eins

Hversu oft þarf manneskja að koma í nálastungur? Það fer eftir því hvað verkur/kvilli hefur verið lengi í líkamanum. Ef ...
19/03/2025

Hversu oft þarf manneskja að koma í nálastungur? Það fer eftir því hvað verkur/kvilli hefur verið lengi í líkamanum. Ef ástand er búið að vera í stuttan tíma þá getur einn tími dugað. En ef kvilli hefur varað í lengri tíma þarf oftast fleiri skipti. Það sama á við um þegar þú tekur til í mataræðinu eða ferð að hreyfa þig reglulega, það tekur tíma að sjá og finna árangur. Á heimasíðunni má sjá verð fyrir 1 tíma og 5 tíma kort.

Nálastungur, heilsunudd, meðgöngunudd og ungbarnanuddnámskeið. Hrönn Guðjónsdóttir Bolholti 4, 105 Reykjavík.

Verkur í hné? Hvar er verkurinn, er hann í hnéskelinni, fyrir neðan hné, að innanverðu, að utanverðu. Er hann betri eða ...
18/03/2025

Verkur í hné? Hvar er verkurinn, er hann í hnéskelinni, fyrir neðan hné, að innanverðu, að utanverðu. Er hann betri eða verri við hreyfingu. Þetta allt og meira til skiptir máli við greiningu og úrlausn mála.

Address

Dugguvogur 50
Garðabær
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nálastungur og nudd posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Nálastungur og nudd:

Share

Category