Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur.
Árið 2011 sóttu sjö einstaklingar með þroskahömlun námskeiðið „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks" í Fjölmennt. Námskeiðið var samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Markmiðið var að fólk með þroskahömlun væri sérfræðingar í samningnum og myndi kynna hann f
yrir öðru fötluðu fólki. Í dag kynna Sendiherrar samninginn fyrir almenningi í landinunu. Um sáttmálann
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn 30. mars 2007 og var hann fullgiltur 23. september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursrík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum.
Það á eftir lögfesta Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra fólks, reglan markmið að lögfesta Samningurinn sem gildir í mannréttindastofnunar fatlaðra fólks veriði tryggð. Verkefnið er styrkt af Velferðarráðuneytinu.