Björgunarsveitin Kjölur

Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Kjölur er með aðsetur á Kjalarnesi, Reykjavík. Smellið á About/Um fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Björgunarsveitin Kjölur er með aðsetur á Kjalarnesi og telst fámennasta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin heldur engu að síður úti mjög öflugri starfsemi og sinnir útköllum og verkefnum á sjó og landi. Til að mæta þeim verkum, hefur sveitin yfir að ráða nokkrum tækjakosti svo sem; breyttum Ford jeppa, Toyota Landcruser, 2 jetskíðum og 2 fjórhjólum. Sérstaða sveitarinnar er á sviði fyrstuhjálpar þar sem samstarfssamningur hefur verið í gildi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins síðan 2006. Samningurinn nær til útkalla vegna alvarlega slysa og bráðaveikinda á Kjalarnesi og í Kjós. Unglingadeildin Stormur var virk á árunum 2008 - 2013.

Um síðustu helgi fóru nokkrir Kjalarfélagar í æfingaferð um Fjallabak og uppsveitir Gnúpverjahrepps og Biskupstungur.Til...
20/09/2025

Um síðustu helgi fóru nokkrir Kjalarfélagar í æfingaferð um Fjallabak og uppsveitir Gnúpverjahrepps og Biskupstungur.
Tilgangur ferðarinnar var að prufukeyra ný fjórhjól af gerðinni Can Am Outlander Max XT-P og kanna betur hálendisslóðir.
Kjölur hefur átt fjórhjól af gerðinni Can Am sem útkallstæki í 17 ár og hafa þau reynst afar vel í útköllum og verkefnum innan sveitarinnar.
Gist var í Kirkjulækjarkoti fyrri nóttina og ekið á tveimur fjórhjólum og jeppa um Króksleið, Heklubraut og Dyngjuleið í Landmannalaugar á laugardeginum, þar sem gist var í bækistöð hálendisvaktar.
Veðrið bauð upp á rigningu með köflum en falleg fjallasýn var á milli skúra. Enn er töluvert af ferðamönnum á Fjallabaki og þurfti að bregðast við einu útkalli, þegar ferðamenn festu sig í Kirkjufellsósi.
Á sunnudeginum var haldið heim á Kjalarnes um Sigölduleið, línuveg við Stóru-Laxá og Skjaldbreið.
Nú taka við síðustu endurbætur á fjarskiptabúnaði og öðrum búnaði á fjórhjólunum sem munu eins og forverarnir bera kallmerkin: Kjölur 11 og 12.

Fimm Kjalarfélagar og næstum því jafn mörg tæki, mönnuðu hálendisvaktina að Fjallabaki í síðustu viku. Þetta sumar eru b...
06/08/2025

Fimm Kjalarfélagar og næstum því jafn mörg tæki, mönnuðu hálendisvaktina að Fjallabaki í síðustu viku. Þetta sumar eru björgunarsveitir til taks á svæðinu norðan Vatnajökuls ásamt Fjallabaki og verkefnin að venju fjölbreytt. Bregðast þarf við stórum og smáum óhöppum og sinna upplýsingagjöf til ferðamanna.
Skin og skúrir skiptust á þessa viku og ein gul vindaviðvörun stakk sér niður og þótt á köflum hafi verið í nægu að snúast, voru engin alvarleg útköll.
Eins og hin árin styrktu Myllan, Mjólkursamsalan, Matfugl, Stjörnugrís og Esja gæðafæði okkur með næringu fyrir vaktina.
Hafi þeir bestu þakkir fyrir ❤

Almennt eru verkefni björgunarsveita ekki einungis útköll, heldur af ýmsu tagi: gæslur, forvarnir, samfélagsverkefni og ...
04/06/2025

Almennt eru verkefni björgunarsveita ekki einungis útköll, heldur af ýmsu tagi: gæslur, forvarnir, samfélagsverkefni og fjáraflanir svo eitthvað sé nefnt.
Látum nokkrar myndir fylgja af því sem Kjölur hefur verið að bardúsa undanfarið.

16/04/2025

Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl kl 20 í Þórnýjarbúð.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf - kosið verður um formann og tvo meðstjórnendur.
Öll velkomin 🙂

Vekjum athygli á hárri sjávarstöðu og áhlaðanda aftur í fyrramálið, mánudag kl 8.30. Reikna má með að sjór og möl gangi ...
02/03/2025

Vekjum athygli á hárri sjávarstöðu og áhlaðanda aftur í fyrramálið, mánudag kl 8.30. Reikna má með að sjór og möl gangi yfir vesturlandsveg austan Grundarhverfis eins og síðustu daga.
Bendum á hjáleið um Esjuveg, fyrir þá sem eru á leið til Reykjavíkur, þar sem þær akgreinar verða verst úti og miklar líkur á skemmdum á ökutækjum. Beygt er inn við Vallá, rétt austan við Grundarhverfi og komið út á vesturlandsveg aftur við hringtorgið við Esjuberg og Móa.

Kjölur hefur tekið þátt í 85 útköllum það sem af er ári og ekki útilokað að fleiri boðanir komi áður en klukkan hringir ...
30/12/2024

Kjölur hefur tekið þátt í 85 útköllum það sem af er ári og ekki útilokað að fleiri boðanir komi áður en klukkan hringir inn árið 2025. Flest útköllin hafa verið vegna bráðaveikinda eða slysa á Kjalarnesi og í Kjós og eru unnin með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Leitir á landi og sjó, gosvaktir og sjálfheldur eru einnig mörg í ár. Hinsvegar rataði óveður og ófærð lítið inn á okkar borð sem bendir til þess að tíðin hafi bara verið ágæt.
Starf sjálfboðaliðans í björgunarsveit snýst ekki bara um útköll, því einnig þarf að sinna viðhaldi tækja og búnaðar, slysavörnum, nauðsynlegar æfingar eða upprifjun og taka þátt í ýmsum samfélagslegum verkefnum. Ófáar vinnustundir, en allar fúslega unnnar í góðum félagsskap, eins og sjá má af myndum úr starfi hér að neðan. Ekkert af þessu væri þó gerlegt án þess að eiga góða að sem styðja við okkur með einum eða öðrum hætti. Bestu þakkir - fjölskyldur okkar, vinnuveitendur, fyrirtæki, nærsamfélag og almenningur. Óskum öllum gleðilegs nýs árs 🎀

Nokkur ár eru síðan Kjölur hætti flugeldasölu en hægt er að styrkja okkur beint: reikningur 0315-26-26332, kt 690390-1089

Í dag, 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliða má finna víða í samfélaginu, þeir láta oft lítið ...
05/12/2024

Í dag, 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Sjálfboðaliða má finna víða í samfélaginu, þeir láta oft lítið yfir sér en eru aflið sem knýr hlutina áfram. Gleymum því þó ekki að án stuðnings fjölskyldu og vinnuveitanda væri ekki hægt að gefa af sér tíma í starfið.
Kjölur er svo heppinn að búa yfir góðum hóp sjálfboðaliða sem flest hafa verið starfandi í mörg ár. Hér fylgir gömul mynd af nokkrum þeirra sem stukku út í óveðursverkefni í Grundarhverfi í febrúar 2011.

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa á Kjalarnesi í dag. Norðanáttin við Blikdal var stembin en kaffið á eftir þeim ...
17/11/2024

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa á Kjalarnesi í dag. Norðanáttin við Blikdal var stembin en kaffið á eftir þeim mun betra.

15/11/2024

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðaslysa verður haldinn núna á sunnudaginn, 17. nóvember.
Dagurinn er einnig tileinkaður forvörnum í umferðinni og áminningu um eigin ábyrgð. Í ár er áherslan á hættuna vegna þreyttra ökumanna sem dotta eða sofna undir stýri.
Kjölur og slökkviliðseining Kjalarness stilla upp mannskap og tækjum á viktarplaninu við vesturlandsveg kl 14 og minnast látinna og slasaða með táknrænum hætti. Strax á eftir, eða um kl 14:10 - 16 er opið hús í Þórnýjarbúð, þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að skoða tæki og þiggja kaffisopa 🚑

Í gær var árleg Ljósaganga í Esjunni á vegum Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og að...
10/11/2024

Í gær var árleg Ljósaganga í Esjunni á vegum Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Fjölmargir tví- og ferfætlingar lögðu á fjallið í mildu en blautu veðri og mynduðu fallegan ljósafoss á niðurleið.
Að venju vorum við göngunni til traust og halds - hluti gæsluhópsins á myndinni.

Árleg sala á Neyðarkalli hefst í vikunni 📣Kjölur gengur í hús í Grundarhverfi á miðvikudagskvöldinu 30. október. Sölufól...
28/10/2024

Árleg sala á Neyðarkalli hefst í vikunni 📣
Kjölur gengur í hús í Grundarhverfi á miðvikudagskvöldinu 30. október. Sölufólk verður annars við Bónus Hraunbæ og Holtagarða fimmtudag og föstudag.
Kallinn kostar 3.500 í ár og ágóðinn verður nýttur til eflingar á innra starfi, menntunar og kaup á búnaði.

Address

Grundarholt
Reykjavík
116

Telephone

+3546168493

Website

https://kjolur.123.is/pictures/

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarsveitin Kjölur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram