Æfingastöðin

  • Home
  • Æfingastöðin

Æfingastöðin Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk með frávik í hreyfingum og þroska. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin á Pinterest (hugmyndar af verkefnum og æfingum): http://www.pinterest.com/aefingastodin/

19/07/2025

Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja náms...

19/07/2025

Eitt af meg­in­mark­miðum nám­skeiðsins er að varpa ljósi á all­an þann fjölda mögu­leika sem í boði eru fyr­ir hreyfi­hömluð börn sem vilja stunda íþrótt­ir.

Skráning á Parastart íþróttanámskeiðið í sumar er í fullum gangi. Hér má heyra í Hákoni Atla þjálfara þess og Jóhönnu fa...
10/07/2025

Skráning á Parastart íþróttanámskeiðið í sumar er í fullum gangi. Hér má heyra í Hákoni Atla þjálfara þess og Jóhönnu fara yfir tilurð þess og mikilvægi

Sumarnámskeið fyrir fötluð börn með skerta hreyfigetu verður haldið í næstu viku í Skógarseli. Þetta er nýtt verkefni en en umtalsvert færri fötluð börn stunda virkt íþróttastarf en ófötluð. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Hákon Atli Bjarkason sögðu okkur frá þessu.Ásl...

Lokað er á Æfingastöðinni vegna sumarleyfa frá 14. júlí - 5. ágúst. Við opnum aftur 5. ágúst kl. 8:00. Hægt er að afboða...
10/07/2025

Lokað er á Æfingastöðinni vegna sumarleyfa frá 14. júlí - 5. ágúst. Við opnum aftur 5. ágúst kl. 8:00. Hægt er að afboða tíma á heimasíðu okkar, www.slf.is

Gleðilegt sumar!

Við á Æfingastöðinni kveðjum nú tvær einstakar samstarfskonur, Ásu og Valrós, sem eru að hefja nýjan og vel verðskuldaða...
09/07/2025

Við á Æfingastöðinni kveðjum nú tvær einstakar samstarfskonur, Ásu og Valrós, sem eru að hefja nýjan og vel verðskuldaðan kafla í lífi sínu eftir áratuga óeigingjarnt starf í þágu barna og ungmenna.

✨ Ása hóf störf á Æfingastöðinni 1986 og hefur starfað hjá okkur nánast óslitið í 39 ár, þar af 15 ár sem yfirsjúkraþjálfari.

✨ Valrós hóf störf á Æfingastöðinni 1989 og hefur því starfað hjá okkur í 36 ár, þar af 21 ár sem aðstoðaryfiriðjuþjálfi.

Þær hafa báðar lagt mikið af mörkum, ekki aðeins í starfi með börnum heldur einnig með öflugri þátttöku og leiðsögn innan fagstétta sinna.

Við óskum þeim allrar hamingju og gleði í næsta kafla lífsins – og treystum því að þær njótið hans til fulls.

Takk fyrir allt elsku Ása og Valrós – arfleið ykkar er stór

Æfingastöðin leitar að iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í teymið okkar. Við leitum að öflugum aðilum sem brenna fyrir að sty...
08/07/2025

Æfingastöðin leitar að iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í teymið okkar. Við leitum að öflugum aðilum sem brenna fyrir að styðja börn til þátttöku.
Fjölskylduvænn vinnustaður með fjölbreyttum verkefnum og sterku faglegu umhverfi.

03/07/2025

Júlí er stoltmánuður fatlaðs fólks - ''Disability Pride month''
Mánuðurinn er um stolt, samfélag og réttinn til að vera sá sem þú ert - hver sem fötlunin er. Í stoltmánuðinum aukum við sýnileika okkar, breytum viðhorfum og fögnum fjölbreytileikanum og sjálfum okkur. Flöggum fyrir sjálfsmynd fatlaðs fólks, menningu þess og framlagi til samfélagsins.
Leitast er við að:
- breyta því hvernig fólk hugsar um og skilgreinir fötlun,
- útrýma fordómum sem tengjast fötlun
- auka skilning á að fötlun sé eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannkynsins sem fatlað fólk fagnar og getur verið stolt af. Þetta er tækifæri fyrir fólk með fötlun til að koma saman og fagna því að vera það sjálft, óháð mismunandi sjónarmiðum. Þetta er líka tækifæri til að vekja athygli á þeim áskorunum sem það stendur enn frammi fyrir á hverjum degi til að fá jafna meðferð.

Sjálfsbjörg fagnar fjölbreytileikanum og minnir á að:
- Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur.
- Okkur fylgja mismunandi líkamar, sýn og aðstæður.
- Við eigum rétt á að vera stolt - og vera sýnileg.

Disability Pride fáninn samanstendur af fimm litum:
💚 Grænn: Skynrænar skerðingar
💙 Blár: Geðrænar/andlegar skerðingar
🤍 Hvítt: Ósýnilegar og ógreindar fatlanir
💛 Gull: Taugafjölbreytileiki
❤️ Rauður: Líkamleg fötlun

Fjöllitur fáni: Stoltfáni fatlaðra inniheldur alla s*x alþjóðlegu fánalitina til að tákna að samfélag fatlaðra er víðfeðmt og á heimsvísu. Hlýir og kaldir litir eru flokkaðir sérstaklega hvoru megin við hvítu röndina til að „minnka líkur á blikkáhrifum þegar flett er á netinu, draga úr ógleði hjá þeim sem þjást af mígreni og aðgreina rauðu og grænu rendurnar fyrir þá sem eru litblindir.“

Búum til rými fyrir allar raddir - og fögnum sérstaklega því sem við erum 🌈

03/07/2025

Ungmennafélagið Vísir kynnir með stolti að haldnar verða æfingabúðir í Borðtennis fyrir fatlaða (foreldrum er velkomið að taka þátt líka) í Sveitarfélaginu Hornafirði dagana 11.-12. júlí í Hrollaugsstöðum! Öll eru velkomin hvort sem þau hafa spilað borðtennis áður eða ekki! Þetta snýst um að hafa gaman og læra!

🏓 Við fáum til okkar einn besta borðtennisþjálfara landsins og margfaldan Íslandsmeistara í borðtennis fatlaðra Hákon Atla Bjarkason!

🏓 Haldnar verða aukaæfingar fyrir æfingabúðirnar dagana 1. og 6. júlí kl 13:00 - 14:30 fyrir þátttakendur þar sem hægt verður að æfa sig eða rifja upp gamla takta áður en Hákon mætir til okkar!

🏓 Skráning fer fram hér að neðan við þennan póst eða í skilaboðum og það er ekkert skráningargjald!
Endilega hjálpið okkur að láta orðið berast!! 🤩

Ath! nánari dagskrá verður auglýst fljótlega! Fylgist með!

🧳 Í síðustu viku lögðu nokkrir af okkar frábæru þjálfurum leið sína til Heidelberg í Þýskalandi – á alþjóðlega ráðstefnu...
02/07/2025

🧳 Í síðustu viku lögðu nokkrir af okkar frábæru þjálfurum leið sína til Heidelberg í Þýskalandi – á alþjóðlega ráðstefnu sem haldin var á vegum European Academy for Children Disability (EACD) og International Alliance for Children Disability (IAACD) 🌍

Þar var farið yfir nýjustu rannsóknir og þróun í málefnum barna með fatlanir 🧠💬 Á ráðstefnunni fá bæði foreldrar og börn rödd við borðið – ásamt fagfólki hvaðanæva að úr heiminum.

Við erum ótrúlega stolt af okkar teymi sem er ávallt að leita nýrrar þekkingar til að efla þjónustuna heima fyrir 💪❤️

🎒 Skólaskopp – undirbúningur fyrir upphaf skólagöngu 🏃‍♀️🖍️ Á dögunum lauk sérsniðnu hópanámskeiði fyrir börn á síðasta ...
01/07/2025

🎒 Skólaskopp – undirbúningur fyrir upphaf skólagöngu 🏃‍♀️🖍️ Á dögunum lauk sérsniðnu hópanámskeiði fyrir börn á síðasta ári í leikskóla 🎉

👫 Hver tími byggir á leik, þema og samvinnu – þar sem börnin þjálfa sig í að taka þátt í fjölbreyttum aðstæðum sem þau munu mæta í grunnskólanum: í matsal, frímínútum, verkefnavinnu og íþróttum ...og síðast en ekki síst til að byggja upp sjálfstraust og gleði í námi og leik!

☀️ Þá má sumarið koma – með fjörið, gleðina og fullt af nýjum ævintýrum! 🌈😄☀️

Hlaupum til góðs! Reykjavíkurmaraþonið 2025 er fullkomið tækifæri til að sameina samveru, hreyfingu og góðverk! Skráðu þ...
01/07/2025

Hlaupum til góðs! Reykjavíkurmaraþonið 2025 er fullkomið tækifæri til að sameina samveru, hreyfingu og góðverk!

Skráðu þig til leiks og safnaðu áheitum fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Æfingastöðina eða Reykjadal 💙

✨Með þinni þátttöku hjálpar þú börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra að fá þá þjónustu, stuðning og tækifæri sem þau eiga rétt á.

✨ Við eflum þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu með áherslu á tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningarlífi, lifa öruggu og heilbrigðu lífi, rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.

✨ Hjá okkur fá þau tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum úrræðum til að efla styrkleika sína, eignast félaga, hafa gaman og leggja grunn að farsælli framtíð!

✨ Þú hleypur – þau blómstra 🌱

➡️ Skráðu þig og veldu að hlaupa fyrir okkur hér:
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra:
https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/veldu-styrktarafelag/styrktarfelag-lamadhra-og-fatladra

Reykjadalur:
https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/578-reykjadalur-helgar-og-sumarbudir

Æfingastöðin:
https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/759-aefingastodin

🌟 Aníta Arndal hleypur fyrir Æfingastöðina – og fyrir alla okkar krakka! 🏃‍♀️💙„Ég hef ákveðið að hlaupa fyrir Æfingastöð...
23/06/2025

🌟 Aníta Arndal hleypur fyrir Æfingastöðina – og fyrir alla okkar krakka! 🏃‍♀️💙

„Ég hef ákveðið að hlaupa fyrir Æfingastöðina sem hefur hjálpað dóttur minni [...] heilmikið eftir að hún greindist með fjölliðagigt í byrjun árs 2024. Að eiga barn með fjölliðagigt hefur tekið mikið á en þökk sé gigtarteyminu hennar eru bjartari tímar framundan.

🎯 Markmið Anítu er að safna 180.000 kr. – hver króna skiptir máli!
🧡 Heita má á hana hér:
👉 https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar/15978-anita-magnusdottir-arndal

Takk Aníta – fyrir að hlaupa fyrir okkur! 🧡

Hleypur fyrir Æfingastöðin

Address


Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Æfingastöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Æfingastöðin:

Shortcuts

  • Address
  • Opening Hours
  • Alerts
  • Contact The Practice
  • Claim ownership or report listing
  • Want your practice to be the top-listed Clinic?

Share