03/07/2025
Júlí er stoltmánuður fatlaðs fólks - ''Disability Pride month''
Mánuðurinn er um stolt, samfélag og réttinn til að vera sá sem þú ert - hver sem fötlunin er. Í stoltmánuðinum aukum við sýnileika okkar, breytum viðhorfum og fögnum fjölbreytileikanum og sjálfum okkur. Flöggum fyrir sjálfsmynd fatlaðs fólks, menningu þess og framlagi til samfélagsins.
Leitast er við að:
- breyta því hvernig fólk hugsar um og skilgreinir fötlun,
- útrýma fordómum sem tengjast fötlun
- auka skilning á að fötlun sé eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannkynsins sem fatlað fólk fagnar og getur verið stolt af. Þetta er tækifæri fyrir fólk með fötlun til að koma saman og fagna því að vera það sjálft, óháð mismunandi sjónarmiðum. Þetta er líka tækifæri til að vekja athygli á þeim áskorunum sem það stendur enn frammi fyrir á hverjum degi til að fá jafna meðferð.
Sjálfsbjörg fagnar fjölbreytileikanum og minnir á að:
- Fatlað fólk er ekki einsleitur hópur.
- Okkur fylgja mismunandi líkamar, sýn og aðstæður.
- Við eigum rétt á að vera stolt - og vera sýnileg.
Disability Pride fáninn samanstendur af fimm litum:
💚 Grænn: Skynrænar skerðingar
💙 Blár: Geðrænar/andlegar skerðingar
🤍 Hvítt: Ósýnilegar og ógreindar fatlanir
💛 Gull: Taugafjölbreytileiki
❤️ Rauður: Líkamleg fötlun
Fjöllitur fáni: Stoltfáni fatlaðra inniheldur alla s*x alþjóðlegu fánalitina til að tákna að samfélag fatlaðra er víðfeðmt og á heimsvísu. Hlýir og kaldir litir eru flokkaðir sérstaklega hvoru megin við hvítu röndina til að „minnka líkur á blikkáhrifum þegar flett er á netinu, draga úr ógleði hjá þeim sem þjást af mígreni og aðgreina rauðu og grænu rendurnar fyrir þá sem eru litblindir.“
Búum til rými fyrir allar raddir - og fögnum sérstaklega því sem við erum 🌈