Æfingastöðin

Æfingastöðin Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk með frávik í hreyfingum og þroska. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin á Pinterest (hugmyndar af verkefnum og æfingum): http://www.pinterest.com/aefingastodin/

12/09/2025

Fram byrjar með hjólastólarugby! Komdu og prófaðu

Frétt í fyrstu athugasemd

👩‍⚕️👨‍⚕️ Æfingastöðin leitar að sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa í 100% starf (möguleiki á minna hlutfalli). Við bjóðum fjöl...
11/09/2025

👩‍⚕️👨‍⚕️ Æfingastöðin leitar að sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa í 100% starf (möguleiki á minna hlutfalli).

Við bjóðum fjölbreytt og skapandi starf með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Hjá okkur starfar öflugt teymi sem starfar að því markmiði að efla þátttöku barna og ungmenna.

Hjá okkur fer m.a. fram fjölbreytt hópastarf, þjálfun í sundlaug og með aðstoð dýra. Þjálfarar fara mikið út í leikskóla og skóla með ráðgjöf og íhlutun og erum einnig í samstarfi við íþróttahreyfinguna.

✨ Fjölskylduvænn vinnustaður
✨ 36 tíma vinnuvika
✨ Frábær starfsandi og sterkir möguleikar í endurmenntun

📅 Umsóknarfrestur: 30. september 2025
👉 Nánar: https://www.slf.is/is/styrktarfelag-lamadra-og-fatladra/frettir/laus-stada-sjukrathjalfara

✨ Við þökkum öllum sem tóku þátt í CP-deginum á Æfingastöðinni – gestum, þátttakendum og frábæru fagfólki. Dagurinn var ...
11/09/2025

✨ Við þökkum öllum sem tóku þátt í CP-deginum á Æfingastöðinni – gestum, þátttakendum og frábæru fagfólki. Dagurinn var bæði fræðandi og gefandi og sýndi enn og aftur mikilvægi samvinnu, þekkingar og stuðnings.

Sérstakar þakkir færum við erlendu gestafyrirlesurunum:
👩‍⚕️ G**o Lillemoen Andersen – barnalækni og faglegum stjórnanda NorCP í Noregi.
👩‍⚕️ Elisabet Rodby-Bousquet – sjúkraþjálfara og faglegum stjórnanda CPUP í Svíþjóð.

Við erum afar þakklát fyrir þeirra faglega framlag og þekkingu á sviði CP-eftirfylgdar og þátttöku💚

Mynd: Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari Æfingastöðvarinnar, Elisabet Rodby-Bousquet og G**o Lillemoen Andersen, Guðbjörg Eggertsdóttir, sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni, Bergljót Borg, framkvæmdastjóri SLF, og fulltrúar Endurhæfingar-þekkingarseturs Guðný Jónsdóttir og Heiða Berglind Knútsdóttir, ásamt Gunnhildi Jakobsdóttur, yfiriðjuþjálfa Æfingstöðvarinnar.

10/09/2025

HSÍ og Íþróttafélagið Ösp hefja nýjar handboltaæfingar fyrir börn og ungmenni með fatlanir. Æfingarnar fara fram í Klettaskóla á miðvikudögum kl. 17:00–18:30 og hefjast 10. september.

✨ Er barnið þitt búið að finna sína íþrótt eða tómstund? ✨Þátttaka í skipulögðum íþróttum og tómstundum getur aukið gleð...
09/09/2025

✨ Er barnið þitt búið að finna sína íþrótt eða tómstund? ✨

Þátttaka í skipulögðum íþróttum og tómstundum getur aukið gleði og sjálfstæði í daglegu lífi.

⚡️ Eykur færni
🤝 Skapar tengsl
🌱 Mótar sjálfsmynd

Börn og ungmenni blómstra þegar þau fá að velja sér tómstund sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum.
Kynntu þér fjölbreytt úrval íþrótta 👉 https://allirmed.com/aefingar-i-bodi/

Íþróttasamband fatlaðra

09/09/2025

Nýr leikvöllur við Klapparhlíð sem hannaður var með það að leiðarljósi að öll börn og fjölskyldur, óháð færni, geti leikið sér og átt ánægjulegar stundir saman í öruggu umhverfi er tilbúinn. Á vellinum er að finna fjölbreytt úrval leiktækja – bæði hefðbundin og ...

09/09/2025
09/09/2025

🌟 Stjörnuleikar í Stapaskóla 🌟
⏰ Laugardaginn 13. september kl. 10:00

Komdu og hittu Sóla lukku­dýr í Stapaskóla! 🏐🌈
Stjörnuleikarnir eru skemmtilegur viðburður fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir þar sem íþróttafélög í Reykjanesbæ kynna fjölbreyttar íþróttir og bjóða upp á fjöruga leiki.

🎉 Dagur gleði, leiks og samveru – allir finna eitthvað við sitt hæfi!
🩷 Fjölskyldur og vinir velkomin!

Við hlökkum til að sjá ykkur í Stapaskóla! ✨

Address

Háaleitisbraut 13
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545350900

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Æfingastöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Æfingastöðin:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram