Landssamtökin Geðhjálp

Landssamtökin Geðhjálp Samtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð

Geðhjálp eru samtök notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga og þekkingarmiðlun.

Halló Akureyri! Við verðum í Hofi klukkan 20:00 með fræðslu og samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gle...
24/09/2025

Halló Akureyri! Við verðum í Hofi klukkan 20:00 með fræðslu og samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði 🥳

Jafningjastuðningur innan geðheilbrigðiskerfisins hefur færst í aukana og nú starfa jafningjar á mörgum stofnunum og dei...
23/09/2025

Jafningjastuðningur innan geðheilbrigðiskerfisins hefur færst í aukana og nú starfa jafningjar á mörgum stofnunum og deildum fyrir fólk í geðrænni krísu. Jafningjar hafa sjálfir reynslu af geðrænum áskorunum og mæta fólki með skilningi og hlýju. Í Geðhjálparblaðinu lýsa jafningjarnir Hallgrímur, Þórdís og Berglind því að hlutverk þeirra gagnvart skjólstæðingum sé jafnan vinahót og félagsskapur.

Jafningjastuðningur er ekki eins og klínískur stuðningur og heldur ekki bara að vera vinur, eins og Shery Mead segir. Við skiljum hvert annað af því við höfum verið í svipuðum sporum og getum verið fyrirmynd og módel fyrir hvert annað. Það er ekki ég sem er að leiða þig áfram heldur erum við saman að vinna í því að vaxa og læra,“ segir Berglind Sigurðardóttir sem starfar sem jafningi hjá Hlutverkasetri.

Shery Mead er hugmyndafræðingurinn að baki nálguninni og jafningjar á Íslandi nota hennar fræði til að dýpka þekkingu sína og getu. Jafningjastuðningurinn er unninn út frá nálgun sem kallast Intentional Peer Support (IPS), sem mætti á íslensku lýsa sem meðvitað og gagnkvæmt jafningjastarf. Þessi nálgun snýst ekki um að laga fólk eða leysa vandamál, heldur um að skapa tengsl og samræður sem leiða til vaxtar, hjá báðum aðilum.

Takk fyrir okkur Ísafjörður! Við sjáumst á Grána á Sauðárkróki í kvöld ✨
23/09/2025

Takk fyrir okkur Ísafjörður! Við sjáumst á Grána á Sauðárkróki í kvöld ✨

Sjáumst á Sauðárkróki! Geðlestin verður á Grána kl. 20:00 en þangað eru öll velkomin sem vilja koma og ræða við okkur um...
23/09/2025

Sjáumst á Sauðárkróki! Geðlestin verður á Grána kl. 20:00 en þangað eru öll velkomin sem vilja koma og ræða við okkur um geðrækt og hlusta á tónlist frá Emmsjé Gauta og Þormóði 👉

Geðlestin er lögð aftur af stað! Grímur og Svava hófu ferðalagið fyrir hádegi en þau eru nú á leiðinni á Ísafjörð þar se...
22/09/2025

Geðlestin er lögð aftur af stað! Grímur og Svava hófu ferðalagið fyrir hádegi en þau eru nú á leiðinni á Ísafjörð þar sem í kvöld verður boðið upp á samtal um geðrækt og tónlist með Emmsjé Gauta og Þormóði, en þangað eru öll velkomin sem hafa áhuga á að vera með okkur ✨

Á morgun verður hádegisfundur á Hólmavík með sveitarstjórn og félags- og skólamálayfirvöldum og svo haldin önnur kvölddagskrá á Sauðárkróki. Þú getur fylgst með ferðalaginu og öllum stoppum á leiðinni á gedlestin.is 💛

Í leiðara Geðhjálparblaðsins að þessu sinni fjallar Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar um mannréttindi, sem eru grund...
22/09/2025

Í leiðara Geðhjálparblaðsins að þessu sinni fjallar Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar um mannréttindi, sem eru grundvallar réttindi okkar allra, og forsenda þess að við getum þroskast, nýtt alla hæfileika okkar og dafnað sem mannverur. Svava fer yfir þau verkefni sem Geðhjálp kemur að þessa dagana og hvar sé verk sé enn að vinna þegar kemur að úrbótum í geðheilbrigðiskerfinu, en tekur einnig dæmi um framþróun sem lofar góðu.

Geðlestin heldur ferðalagi sínu áfram en næst munum við hitta almenning á kvöldfundi mánudaginn 22. september í Safnaðar...
21/09/2025

Geðlestin heldur ferðalagi sínu áfram en næst munum við hitta almenning á kvöldfundi mánudaginn 22. september í Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju kl. 20:00.

Komdu og hittu okkur svo við getum átt saman samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði! ✨💛😇

Geðhjálparblaðið 2025 er komið út og þar er að finna fjölbreytt og framsækið efni um geðheilbrigðismál. Í inngangi þess ...
19/09/2025

Geðhjálparblaðið 2025 er komið út og þar er að finna fjölbreytt og framsækið efni um geðheilbrigðismál.

Í inngangi þess stiklar Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar á stóru þegar kemur að starfi samtakanna með sérstaka áherslu á mannréttindamál, en í starfi Geðhjálpar kemur fram skýr þörf á úrbótum og áframhaldandi réttindabaráttu tengdri geðheilbrigðismálum á Íslandi.

Á miðvikudaginn fór Geðlestin og hitti sveitarstjórnir og félags- og skólayfirvöld í Reyjanesbæ og Árborg.  Á hádegisfun...
19/09/2025

Á miðvikudaginn fór Geðlestin og hitti sveitarstjórnir og félags- og skólayfirvöld í Reyjanesbæ og Árborg.

Á hádegisfundum kynnir Geðhjálp ýmsa geðheilsuvísa (mælikvarða), fjallar um mikilvægi geðræktar, hvernig draga megi úr fordómum og mögulegar leiðir til þess að efla forvarnir, en markmiðið er einnig að eiga samtal við heimafólk og hvað helst brennur á því í tengslum við geðrækt og geðheilbrigði.

Geðlestin heldur áfram ferðalagi sínu í næstu viku en nánari dagskrá er að finna á gedlestin.is.

Geðlestin hóf ferðalag sitt um landið í gærkvöldi en fyrsta stopp var í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli þar sem boðið...
17/09/2025

Geðlestin hóf ferðalag sitt um landið í gærkvöldi en fyrsta stopp var í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli þar sem boðið var upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði ✨

Á gedlestin.is er hægt að fylgjast með för Geðlestarinnar um landið en næsta kvölddagskrá mun fara fram mánudaginn 22. september kl. 20:00 í Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju 💛

✨ Sjáumst í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli klukkann 20:00 í kvöld! ✨
16/09/2025

✨ Sjáumst í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli klukkann 20:00 í kvöld! ✨

Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fó...
14/09/2025

Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir?

Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, skrifaði af því tilefni grein á visir.is. Hlekkur á greinina er hér í fyrstu ummælum.
👇👇

Address

Guðrúnartún 1
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 15:00
Tuesday 09:00 - 15:00
Wednesday 09:00 - 15:00
Thursday 09:00 - 15:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+3545701700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Landssamtökin Geðhjálp posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Landssamtökin Geðhjálp:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram