Brennan heilun (brennan healing science) vinnur með orkukerfi mannsins, veitir djúpslökun, stuðlar að jafnvægi, vellíðan og auknu heilbrigði. Lauk 1. og 2.
Address
Reykjavík
107
Telephone
Website
Alerts
Be the first to know and let us send you an email when Brennan heilun hjá Ástu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Contact The Practice
Send a message to Brennan heilun hjá Ástu:
Our Story
Brennan heilun (brennan healing science) er meðferðarform sem litur á manneskjuna með heildrænni sýn. Samkvæmt því er orkukerfi mannsins lykillinn að því að vinna með sálina í líkamanum. Vellíðan og heilbrigði er viðhaldið með góðu flæði og jafnvægi í orkukerfinu. Bæði innri og ytri þættir geta haft neikvæð áhrif á orkuflæðið, valdið stöðnun og ójafnvægi sem lýsir sér sem einhvers konar óþægindi. Þetta heildræna heilunarkerfi er mjúk en öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri. Þetta meðferðarform er viðbót og stuðningur við hefðbundnar læknisfræðilegar og sálfræðilegar meðferðir.
Um Ástu: Las heimspeki við HÍ 1994-1996 Lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 2001 frá HA og hef starfað við hjúkrun síðan m.a. á krabbameinssviði og á gjörgæsludeildum. Hef lokið 2 sálgæslunámskeiðum á masterstigi í EHÍ Hef stundað mastersnám í trúarbragðafræði við guðfræðideild HÍ Stundaði nám á vegum Self-Realization Fellowship, samtaka Paramahansa Yogananda. Tók vígslu inn í kriya yoga árið 2005. Lauk 1. og 2. stigi í höfuðbeina-og spjaldhryggsmeðferð frá Upledger Institute árið 2003 Hef stundað nám í klassískum söng
Útskrifaðist frá Heilunarskóla Barböru Brennan (Barbara Brennan School of Healing) árið 2012. Námið tekur 4 ár og ástæða þess er sú að meðfram því að tileinka sér ýmiskonar heilunartækni er hér fyrst og fremst um mikla og djúpa sjálfsvinnu að ræða. Þessi vinna er sjálfsheilunarferli. Verðskrá og önnur praktísk atriði Stakur tími: 8.000 kr. Ef keyptir eru 3 tímar: 20.000 Hver tími er 60-80 mínútur Heilunarþegi liggur á bekk fullklæddur Heilunarþegi er beðin um að deila heilsufarssögu Börn eru velkominn með samþykki foreldris fyrir 12 ára og yngri er tíminn 50 mínútur og kostar 6.000 kr. FJARHEILUN er einnig í boði fyrir þá sem það vilja. Fer hún þannig fram að heilunarþegi hefur samband við mig í gengum síma eða skype í byrjun tímans til að ræða það sem hann vill vinna með. Hann kemur sér síðan vel fyrir heima hjá sér meðan heilunin fer fram. Tímalengd er sú sama og ef heilunarþegi væri á staðnum. Í lok tímans er siðan aftur rætt saman gegnum síma eða skype, það er val heilunarþegans. Hér að neðan fer texti úr ranni Barbara Brennan School of Healing BRENNAN HEILUNARMEÐFERÐ Brennan heilun er einstakt og sértækt meðferðarform til að vinna með orkukerfi mannsins, þróað af Dr. Barböru Brennan sem er eðlisfræðingur, meðferðaraðili, höfundur bókarinnar „Hendur ljóssins” (Hands of Light) og stofnandi heilunarskólans Barbara Brennan School of Healing sem hefur verið starfræktur frá árinu 1982. Á 4ja ára námstíma hafa brennan heilarar lokið yfir 2000 klukkustunda námi og verklegri þjálfun, á þeim tíma hafa þeir gert um 200 heilanir undir eftirliti kennara. Við útskrift fæst starfsheitið "Brennan Healing Science Practitioner" sem við köllum "Brennan heilari" á íslensku. HVAÐ ER HEILUN? Vellíðan og heilbrigði er viðhaldið með góðu flæði og jafnvægi í orkukerfi mannsins. Bæði innri og ytri þættir geta haft neikvæð áhrif á orkuflæðið, valdið stöðnun og ójafnvægi sem lýsir sér sem einhvers konar óþægindi. Þetta heildræna heilunarkerfi er mjúk en öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri. MEÐFERÐ HJÁ BRENNAN HEILARA GETUR STUÐLAÐ AÐ: hraðari bata eftir slys, áföll eða skurðaðgerðir. vægari verkjum og einkennum sem fylgja ýmsum sjúkdómum. djúpri slökun. því að minnka streitu, draga úr áhyggjum, kvíða, depurð og að auka von. auðveldari tjáningu og aukinni sköpunargleði. sjálfstyrkingu, bættri sjálfsmynd og meiri núvitund. aukinni vellíðan og gleði. andlegum og persónulegum þroska. því að meta betur fjölbreytileika og undur lífsins. HEILUNARFERLIÐ Við bjóðum þér að kanna tengsl líkamans við tilfinningalegt, huglægt og andlegt heilbrigði. Brennan heilari getur hjálpað þér að tengjast þínum innri náttúrulega heilunarmætti og stutt þig í að lifa lífi þínu til fulls, með tilgangi, í gleði. Hver heilun stuðlar að hreinsun orkukerfisins sem getur hjálpað þér að öðlast dýpri sjálfskilning. Því meiri og dýpri sjálfskilningur, því betri mynd færðu af því hvað hindrar þig í lífinu. Með því að fikra sig að uppruna þessara hindrana og sleppa af þeim takinu með kærleika og ljósi getur þú sagt skilið við gömul hegðunarmynstur sem þjóna ekki lengur þínu æðsta markmiði. Þetta er heilunarferlið. HIN HEILDRÆNA UPPLIFUN: er að vera opinn fyrir því að læra af allri lífsreynslu. er að vera meðvitaður í líkamanum. er að geta upplifað og meðtekið allt tilfinningarófið. er að hafa skýrleika, einbeitingu og skilning. er að hafa heilbrigð og innihaldsrík sambönd. er að finnast maður tengdur umhverfinu og hafa tilgang með lífinu.