Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga

Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga Spoex var stofnað 1972 og starfrækir göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í Bolholti 6. Spoex eru félagasamtök og standa meðal annars að fræðslu.

SPOEX er líknarfélag og var stofnað þann 15. nóvember 1972. Það starfrækir í dag skrifstofu og göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í eigin húsnæði að Bolholti 6 í Reykjavik. Á göngudeildinni, sem starfar undir eftitliti sérfræðings í húðsjúkdómum, er boðið upp á UVB ljósameðferð samkvæmt tilvísun frá húðsjúkdómalæknum. 2 skápar, 1 handa- og fótaljós og 3 ljósagreiður eru á göngudeildinni. Hlutverk félagasamtakanna er að standa vörð um hagsmuna tengsl félagsmanna, standa að reglubundinni fræðslu og miðla málefnum til félagsmanna. Félagsmenn Spoex eru um 1.200. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru psoriasissjúklingar. Nokkrir félagsmenn eru velunnarar og styrktarfélagar. Markmið Spoex er fyrst og fremst að gæta réttar sjúklinganna og stuðla að betra og ríkara lífi þeirra með fræðslustarfsemi og kynningu á sjúkdómunum. Stjórn félagsins skipa 7 manns, þar af eru 2 varamenn og er öll vinna stjórnar unnin í sjálfboðavinnu. Jafnframt hafa margir félagsmenn og velunnarar vítt og breitt um landið lagt félaginu lið í gegnum tíðina. Hjá félaginu starfa þrír sjúkraliðar og einn skrifstofustjóri, með aðsetur í Bolholti.

Þorsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri
Eygló Héðinsdóttir sjúkraliði
Steinunn Oddsdóttir sjúkraliði

Á landsbyggðinni eru 16 SPOEX deildir: Á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Patreksfirði, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Keflavík, Sauðárkróki, Selfossi, Seyðisfirði, Siglufirði, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal.

14/01/2026

SPOEX Reykjavík lokar kl 17:00 í dag 14.01. vegna veikinda.

12/01/2026

SPOEX Reykjavík lokar kl 17:00 í dag 12.01. vegna veikinda.

30/12/2025
Psoriasis – meira en húðsjúkdómurÁratugum saman hefur psoriasis fyrst og fremst verið skilgreindur sem húðsjúkdómur. Nýj...
29/12/2025

Psoriasis – meira en húðsjúkdómur

Áratugum saman hefur psoriasis fyrst og fremst verið skilgreindur sem húðsjúkdómur. Nýjustu niðurstöður Alþjóðlega psoriasis-ráðsins (IPC) sýna þó að sjúkdómurinn er mun flóknari og hefur víðtæk áhrif á heilsu fólks.

Á „Think Tank“ fundi ráðsins var fjallað um sterk tengsl psoriasis við efnaskiptasjúkdóma, svo sem offitu og sykursýki, auk aukinnar áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir benda til þess að langvinn bólga, sem einkennir psoriasis, geti haft áhrif á efnaskipti líkamans og stuðlað að öðrum alvarlegum sjúkdómum.

Sérfræðingar lögðu áherslu á að meðferð psoriasis þurfi í auknum mæli að vera heildræn. Það felur í sér að meta hjarta- og æðaáhættu, efnaskiptaheilsu og lífsstíl samhliða hefðbundinni húðmeðferð.

Einnig var rætt um nýjar meðferðarleiðir, þar á meðal lyf sem hafa verið notuð við sykursýki og offitu, en kunna jafnframt að hafa jákvæð áhrif á psoriasis. Slíkar niðurstöður gætu breytt nálgun í meðferð sjúkdómsins á komandi árum.

Niðurstaða fundarins er skýr: Psoriasis ætti að líta á sem kerfisbundinn sjúkdóm sem krefst víðtækrar og samhæfðrar heilbrigðisþjónustu.

Linkur á áherslur frá fundinum:

The 2025 IPC Think Tank Congress Report highlights psoriasis as a systemic immunometabolic disease, linking obesity, cardiovascular risk, biomarkers, and emerging therapies.

Jólaopnun SPOEX 🎄
09/12/2025

Jólaopnun SPOEX 🎄

05/12/2025
Flotti lip balm frá Decubal er kominn í lit 😍 fæst hjá okkur í Spoex í Bolholti 6, Rvk. Flott í jólapakka fyrir vinkonu,...
17/11/2025

Flotti lip balm frá Decubal er kominn í lit 😍 fæst hjá okkur í Spoex í Bolholti 6, Rvk. Flott í jólapakka fyrir vinkonu, systur, mömmu eða ömmu.💕

Nokkar myndir frá fræðslukvöldi á alþjóðadegi psoriasis þar sem við rýndum í það nýjasta sem hefur komið fram á húðlækna...
06/11/2025

Nokkar myndir frá fræðslukvöldi á alþjóðadegi psoriasis þar sem við rýndum í það nýjasta sem hefur komið fram á húðlæknaráðstefnum á þessu ári, og fengum innsýn í bæði húð- og hárheilbrigði – ásamt nýjustu þekkingu á psoriasis gigt. Takk fyrir komuna!

Erum með þessa 2 pakka sem eru snilld í jólagjöf! ⛄🎅🏼Kérastaste - frábært gegn hárlos, veikt hár og styrkir hárið.Maria ...
05/11/2025

Erum með þessa 2 pakka sem eru snilld í jólagjöf! ⛄🎅🏼

Kérastaste - frábært gegn hárlos, veikt hár og styrkir hárið.
Maria Nila - Vegan vörur, kemur í veg fyrir flösu myndum, hindrar hárlos og róar hársvörð.

Bæði fyrir konur og karla 😁

Address

Bolholt 6
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 18:00
Tuesday 16:00 - 19:00
Wednesday 10:00 - 18:00
Thursday 16:00 - 19:00
Friday 10:00 - 17:00

Telephone

+3545889620

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram