Fram á veginn - Fjölskyldumeðferð og jóga - Sigga Lára

Fram á veginn - Fjölskyldumeðferð og jóga - Sigga Lára Fram á veginn slf. Fjölskyldumeðferð
Jóga
Jógaþerapía
Samskiptavandi/einelti
Uppeldismál
Náms- og starfsráðgjöf

Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks til fulls en geta jafnframt horft Fram Á Veginn í öllum þeim aðstæðum sem við tökumst á við.

Öll mín hlutverk, nám og reynsla, hafa gert mig að þeim meðferðaraðila sem ég er í dag. Þannig hefur þekking mín og reynsla af jógavísindum til dæmis áhrif á hvernig fjölskyldumeðferð ég veiti, og þekking og reynsla í fjölskyldumeðferð áhrif á meðferð eineltismá

la, svo eitthvað sé nefnt.

Þegar óskað er eftir meðferð/ráðgjöf er hægt að tilgreina sérstaklega hvers konar þjónustu er óskað eftir, eða láta það ráðast hvert meðferðin/ráðgjöfin leiðir okkur.

Fyrir rúmu ári síðan ákvað ég að hvíla meðferðarstörf og gerast málstjóri farsældar hjá Reykjavíkurborg. Hvort sem þið b...
11/02/2025

Fyrir rúmu ári síðan ákvað ég að hvíla meðferðarstörf og gerast málstjóri farsældar hjá Reykjavíkurborg.

Hvort sem þið búið í Reykjavík eða ekki hvet ég alla foreldra, og þá sem hafa áhuga á málefnum barna og fjölskyldna, til að nýta sér efni farsældarviku Reykjavíkurborgar til að kynna sér farsæld barna

🌿 Farsældarvika hófst í öllum hverfum Reykjavíkurborgar í dag. Dagskráin er í formi kynninga, vinnustofa og margvíslegrar fræðslu og er ætlunin að varpa ljósi á innleiðingu farsældarlaganna í Reykjavík.

🌿 Hver starfsstaður, til að mynda skólar og frístundamiðstöðvar, sjá um og útfæra sína viðburði, bæði fyrir starfsfólk og foreldra. Á miðvikudaginn klukkan 12.15 verður svo opinn fjarfundur, þar sem foreldrum og forsjáraðilum í Reykjavík gefst kostur á að spjalla og spyrja spurninga um farsæld.

🌿 Í frétt í athugasemd má lesa meira um farsældarvikuna. Þar má jafnframt finna hlekk á foreldrafundinn.

Address

Fellsmúli 26
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fram á veginn - Fjölskyldumeðferð og jóga - Sigga Lára posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Fram á veginn - Fjölskyldumeðferð og jóga - Sigga Lára:

Share

Category

Um mig

Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks til fulls en geta jafnframt horft Fram Á Veginn í öllum þeim aðstæðum sem við tökumst á við. Það er misjafnt hvaða leið hentar hverjum og einum til að synda áfram í lífsins ólgusjó því hvert okkar er einstakt og aðstæður ólíkar. Ef þú telur að eitthvað af þeirri reynslu sem ég hef viðað að mér í lífi og starfi geti hjálpað þér í þínum verkefnum, endilega hafðu samband. ************* Fjölskyldumeðferð ************* Í fjölskyldumeðferð er tekið mið af áhrifamætti fjölskyldunnar þegar unnið er með líðan og hegðun einstaklinga. Í fjölskyldumeðferð er unnið með samskipti á milli fjölskyldumeðlima út frá þörfum og óskum hverju sinni. Ég útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur frá EHÍ vorið 2018 og tek að mér að vinna með einstaklinga, pör/hjón og fjölskyldur.

Nánari upplýsingar í skilaboðum, s. 822 8807 eða á siggalara@framaveginn.is ************* Jógakennari ************* Útskrifaðist með grunnmenntun (240 klst) í nóvember 2014 og framhaldsnámi (560 klst) í janúar 2018 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar (www.kristbjorg.is) og legg nú stund á 800 klst nám. Í tímunum legg ég áherslu á að hver og einn ástundi jóga á eigin forsendum, losi um spennu, njóti lífsins, tengist hjartanu sínu og leitist við að ná valdi á huga og tilfinningum.

Í 800 tíma náminu er ég að læra jógaþerapíu. Líkaminn geymir ótrúlegt magn upplýsinga, spennu, áföll o.fl. en í jógaþerapíu vinnum við í því að opna upp það svæði eða orkustöð sem þarfnast úrvinnslu eða aðstoðar hverju sinni og leysa upp hindranir.

Ég kenndi reglulega frá útskrift, hjá Yogasmiðjunni og á eigin vegum. Í dag kenni ég hjá Yama heilsurækt en tek einnig að mér staka tíma eða styttri námskeið. ************ Ráðgjafi hjá Erindi ********************* Árin 2017-2019 var ég umsjónarmaður ráðgjafar hjá Samskiptasetri Erindis. Erindi þjónustaði börn að 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra varðandi samskiptavanda og var ráðgjöfin að kostnaðarlausu í boði landssöfnunar Á allra vörum - Einelti er ógeð. Erindi sinnti einnig ráðgjöf til skóla, íþróttafélaga og samtaka sem vinna með börnum, ásamt því að fara með verkefni inn í hópa sé þess óskað.