Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari

Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari Ég hjálpa fólki að endurheimta heilsuna sína á heildrænan hátt eftir veikindi.

Mitt helsta áhugasvið er að hjálpa fólki að hámarka heilsuna sína með réttu mataræði, streituminnkandi lífsstíl og fræðslu varðandi umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsuna.

👉Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi?
05/05/2025

👉Hvað segja læknavísindin um umhverfisveikindi?

Ég verð með ókeypis fræðslu á morgun klukkan 19:30 í sal Endurheimtar.• Hvað eru umhverfisveikindi• Hver eru einkennin• ...
31/03/2025

Ég verð með ókeypis fræðslu á morgun klukkan 19:30 í sal Endurheimtar.

• Hvað eru umhverfisveikindi

• Hver eru einkennin

• Farið yfir bjargráð

Hér er tilvalið tækifæri á að taka aðstandenda með.

Ég verð svo með mánaðalegan hitting í Endurheimt fyrir þá sem veikst hafa eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði - fyrsta þriðjudag í mánuði kl 19:30-20:30 - ókeypis aðgangur.

Þessi stund verður hugsuð sem "jafningastuðningur" fyrir þá sem vilja koma saman, fá speglun, ráð og styrk. 🌿

skráning: linda@endurheimt.is eða sendu mér skilaboð

Stuðningur fjölskyldu og aðstandenda skiptir miklu máli þegar einstaklingur veikist vegna heilsuspillandi umhverfis (td....
20/03/2025

Stuðningur fjölskyldu og aðstandenda skiptir miklu máli þegar einstaklingur veikist vegna heilsuspillandi umhverfis (td. myglu).

Markmiðið með fræðslunni er að fræða aðstandendur um umhverfisveikindi, minnka álag og hjálpa fjölskyldum að vinna saman að því að byggja upp öruggt og heilnæmt umhverfi.

Þessi ókeypis fræðsla er fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra sem hafa veikst, eða finna fyrir einkennum umhverfisveikinda.

Þegar einstaklingur veikist vegna t.d dvalar í rakaskemmdu húsnæði, hefur það ekki einungis áhrif á þolandann heldur alla fjölskylduna og daglegt líf þeirra.

Skilningur aðstandanda, stuðningur og aðlögun að nýjum lífsvenjum getur gert bataferlið auðveldara og markvissara.

Margir sem veikst hafa vegna heilsuspillandi umhverfis (t.d myglu) eiga erfitt með að útskýra hvað þeir eru að ganga í gegnum og aðstandendur þeirra geta upplifað vanmátt, rugling eða jafnvel efasemdir um ástandið.

Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar heilsumiðstöð, hefur síðustu ár hjálpað fólki að endurheimta heilsuna eftir umhverfisveikindi.

Hún hefur sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og þekkir því vel hversu mikilvægur skilningur aðstandanda á veikindunum og þeirra stuðningur skiptir í bataferlinu.

Linda mun fara yfir eftirfarandi þætti:

- Hvernig dvöl í rakaskemmdu (mygluðu) húsnæði getur haft á líkamlega og andlega heilsu einstaklinga

- Hvers vegna einstaklingurinn gæti verið næmur fyrir áreiti og þurfi sértækan stuðning

- Hagnýt ráð til að gera heimilið og daglegt líf öruggara og stuðla að bata

- Leiðir fyrir aðstandendur til að veita stuðning

Eftir fræðsluna hefur fólk kost á því að kynna sér hvaða aðstoð og úrræði er í boði fyrir umhverfisveika hjá Endurheimt Heilsumiðstöð.
--
Staðsetning:
Endurheimt Heilsumiðstöð
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
1 apríl, klukkan: 19:30-20:30

Aðgangur ókeypis.
Skráning á netfangið linda@endurheimt.is

Öll hjartanlega velkomin!

Stuðningur fjölskyldu og aðstandenda skiptir máliÞegar einstaklingur upplifir umhverfisveiki vegna myglu hefur það ekki ...
20/03/2025

Stuðningur fjölskyldu og aðstandenda skiptir máli

Þegar einstaklingur upplifir umhverfisveiki vegna myglu hefur það ekki einungis áhrif á þolandann heldur líka á fjölskylduna og daglegt líf þeirra.

Skilningur, stuðningur og aðlögun að nýjum lífsvenjum geta gert bataferlið auðveldara og markvissara.

Margir sem veikst hafa vegna umhverfis (t.d myglu) eiga erfitt með að útskýra hvað þeir eru að ganga í gegnum, og aðstandendur geta upplifað vanmátt, rugling eða jafnvel efasemdir um ástandið.

Til að hjálpa fjölskyldum að vinna saman og byggja upp öruggt og heilnæmt umhverfi, býð ég upp á fræðslu fyrir aðstandendur.

Þar mun ég fara yfir mikilvæga þætti:

✅ Hvernig mygla getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu

✅ Hvers vegna einstaklingurinn gæti verið næmur fyrir áreiti og þurfi sértækan stuðning

✅ Hagnýt ráð til að gera heimilið og daglegt líf öruggara og stuðla að bata

✅ Leiðir fyrir aðstandendur til að veita stuðning án þess að verða úrvinda sjálfir

Markmiðið er að skapa betri skilning, minnka álag og hjálpa fjölskyldunni að vinna saman að heilbrigðara umhverfi.

Staðsetning:
Endurheimt Heilsumiðstöð
Lyngháls 4, 110 Reykjavík

Hvenar:
1 apríl, klukkan: 19:30-20:30

Aðgangur ókeypis - skráning nauðsynleg
Skráning á netfangið linda@endurheimt.is eða www.endurheimt.is

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja ná heilsunni til baka eftir veikindi tengd myglu. 👀 Hefur þú eða þekkir þú einhvern...
15/10/2024

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja ná heilsunni til baka eftir veikindi tengd myglu.

👀 Hefur þú eða þekkir þú einhvern sem hefur veikst eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði og þarf á aðstoð að halda til að ná heilsunni til baka?

Valdeflandi námskeið þar sem þátttakenndur fá fræðslu, stuðning og leiðbeiningar í hverri viku. Markmiðið námskeiðsins er að skilja ástandið, komast út úr streituástandi og byggja upp heilsuna á heildrænan máta.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari, hún missti sjálf heilsuna vegna umhverfisveikinda og náði heilsunni til baka og hjálpar nú öðrum að endurheimta orkuna sína. Ásamt henni eru Una Emilsdóttir læknir og Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og eigandi Heilsubarsins.

Innifalið í námskeiði:

🎬 Aðgangur að Endurheimt eftir umhverfisveikindi appi.

💧 4x kort í infra rauðan hjúp eða infra rauðan sauna klefa , sem hægt er að nýta á námskeiðs tímanum. (verðmæti 18.000kr)

🥦Sérkjör af bætiefnum hjá Heilsubarnum (bætiefna ráðgjöf hjá Guðfinnu ef þörf þykir)

VIKA 1: Taugakerfið – Streitulosun – Endurheimt

VIKA 2: Svefnvenjur – Vagus æfingar – Þrautseigja

VIKA 3: Meltingin – Mataræði – Uppskriftabók

VIKA 4: Umhverfið – Valdefling – Hvað ber að forðast

Ásamt:
* Leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar
* Heima vagus æfingar til að róa taugakerfið
* Stuttar heimaæfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara
* Upplýsingar um bætiefni sem styðja við ferlið
* Markmiðasetning í hverri viku þar sem innleiddar eru góðar heilsuvenjur án öfga sem snúa að streituminnkun, bættum svefnvenjum, umhverfinu og mataræði.

Næsta námskeið hefst 22 okt
þriðjudagar klukkan 12:30-12:30 (4 skipti)
Staðsetning: Endurheimt Heilsumiðstöð

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlega sendu mér skilaboð á netfangið
linda@endurheimt.is

🖐️Skráning er hafin en aðeins 10 pláss í boði. 🖐️

Opnaðu hlekkinn hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

Velkomið að deila til þeirra sem gætu haft áhuga ✨

Endurheimt eftir umhverfisveikindi (mygla) Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði? Ert þú að glíma við heilsubrest eftir viðveruna? Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni? Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og rá....

Súper fljótlegur og hollur morgunmatur 🫐
28/08/2024

Súper fljótlegur og hollur morgunmatur 🫐

Námskeiðin mín hefjast fljótlega - endilega tryggðu þér pláss sem fyrst🖐️🌿Aukin orka🌿Bætt melting🌿Streitustjórnun🌿Minni ...
06/08/2024

Námskeiðin mín hefjast fljótlega - endilega tryggðu þér pláss sem fyrst🖐️

🌿Aukin orka
🌿Bætt melting
🌿Streitustjórnun
🌿Minni verkir

linkar í bio.

Hugmyndir af millimáli - gott að grípa í ferðalagið ☀️🍓🍇🫐
08/07/2024

Hugmyndir af millimáli - gott að grípa í ferðalagið ☀️🍓🍇🫐

HjúpurinnHjúpurinn er afar hentugur fyrir þá sem eru að glíma við streitu í lífinu og vilja kúpla sig út í algjörri vell...
20/06/2024

Hjúpurinn

Hjúpurinn er afar hentugur fyrir þá sem eru að glíma við streitu í lífinu og vilja kúpla sig út í algjörri vellíðan og slökun.

🔥💦 Far, mid og NEAR infra rauðir geilsar umlykja þig og mýkja upp og opna á svitaholurnar þannig gott detox á sér stað. Hjúpurinn hentar þeim vel sem eru með efnaóþol og tækið er lágt í EMF.

Hjúpurinn er talinn hafa jákvæð áhrif á:

Afeitrun líkamans (detox)
Streitu
Bólgur
Gigt
Húðina
Efnaóþol
Stoðkerfisverki
Sogæðakerfið

Tímabókun í síma 565-5500
Stakur tími 3.500kr

Hér er hugmynd af morgunmat, mér finnst líka mjög gott að setja lífræna gríska jógúrt út í og chia fræ. Það er svo auðve...
19/06/2024

Hér er hugmynd af morgunmat, mér finnst líka mjög gott að setja lífræna gríska jógúrt út í og chia fræ.

Það er svo auðvelt að skella þessu í skál eða krukku til að taka með út í daginn.

Njótið🌿

Address

Lyngháls 4/SUÐURBYGGING
Reykjavík
110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Ég vil tenjast þér....

Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Amsterdam European School of physiotherapy árið 2008. Eftir námið fluttist ég heim og starfaði hjá Sjúkraþjálfun Íslands og síðar í Heilsuborg til ársins 2016. Ég opnaði eigin stofu 2016 og legg áherslu á heildræna nálgun í meðferðum mínum.

Þegar hugað er að heilsunni er mikilvægt er að beina athyglinni að bólguminnkandi matarræði, hæfilegri hreyfingu, nægum svefni og að umhverfisáhrifum sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann því jafnvægi milli þessara þátta er lykilatriði fyrir góða heilsu.

Ég hef sérhæft mig í meðferð á vefjagigt, síþreytu og kulnun og hef yfir 11 ára reynslu á því sviði

Ég hef sótt fjöldann allan af námskeiðum og ráðstefnum um allan heim. Nú stundar ég diploma nám í Functional Medicine við Functional Medicine University í Bandaríkjunum. Í því námi er lögð áhersla á að hjálpa fólki að finna rót vandans og vinna að heildrænni meðferð í átt að bættri heilsu.