Mörkin, íbúðir 60+

Mörkin, íbúðir 60+ Íbúðir fyrir 60 ára og eldri við Suðurlandsbraut 58-62 & 68-70

Í síðustu viku var réttardagur í Mörkinni. Íbúar komu saman í hádeginu þar sem íslensku sauðkindinni var hampað, snæddu ...
21/09/2025

Í síðustu viku var réttardagur í Mörkinni. Íbúar komu saman í hádeginu þar sem íslensku sauðkindinni var hampað, snæddu kjöt og kjötsúpu og fengu sér snafs með.
Ekki spillti fyrir að í heimsókn komu Eyjabræður og sungu. Þeir eru báðir ættaðir frá Flatey á Breiðafirði og þræl vanir bæði söng og að spila á gítar.

Guðni Ágústsson gladdi íbúa með skemmtilegri frásögn um ágæti íslensku sauðkindarinnar sem hefur haldið okkur Íslendingum á lífi mann fram af manni. Hann komst skemmtilega að orði eins og jafnan og vel að sér þegar kemur að réttum. Honum var tíðrætt um Skeiðarréttir og sagði frá því þegar Höskuldur bruggari færði þeim réttarvinið Höskuld en svo hét landinn og bætti við að eitt haustð hefðu komið 18 börn undir, slíkt var fjörið.

Hann var sannfærandi þegar hann sagðist hafa verið besti landbúnaðarráðherra á Íslandi og í Evrópu og þó víðar væri leitað og fór svo með vísu sem Jóhannes á Gunnarsstöðum kvað:

Allt sem vinum okkar brást
Allt sem mátti klaga.
Allt sem Drottni yfirsást
Ætlar Guðni að laga.

Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind M...
11/08/2025

Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.
Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind Markar á mánudögum og föstudögum klukkan tíu og tímarnir standa yfir í hálftíma.

Ekki að undra að íbúar fjölmenni í sundleikfimina því Daði er frábær kennari.

Aflinn, félag qi gong iðkenda færði samfélaginu hér í Mörk peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Félagið hefur um ára...
08/08/2025

Aflinn, félag qi gong iðkenda færði samfélaginu hér í Mörk peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Félagið hefur um árabil boðið upp á qi gong æfingar í Kaffi Mörk sem félagsmenn hafa nýtt sér sem og nokkrir íbúar hjá Íbúðum 60+.
Vonandi verður æfingafyrirkomulagið með svipuðum hætti um ókomin ár.

Fjármunirnir verða nýttir á einhvern hátt sem kemur íbúum íbúðanna og heimilismönnum hjúkrunarheimilisins sem best.

Er Aflanum innilega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Á myndinni er Gísli Páll Pálsson, stjórnarformaður Grundarheimilanna, að taka við þessari rausnarlegu gjöf frá forsvarsmönnum félagsins Birni Bjarnasyni og Viðari H. Eiríkssyni.

Á vordögum var ákveðið að færa sumarferðina fram og hafa hana í júní. Sérstaklega með það fyrir augum að heimsækja uppsv...
27/06/2025

Á vordögum var ákveðið að færa sumarferðina fram og hafa hana í júní. Sérstaklega með það fyrir augum að heimsækja uppsveitir Suðurlands í sól og blíðu. Eins og Forrest Gump sagði svo eftirminnilega: „Live is like a box of chocolate, you never know what you will get“. Við fengum rigningu og voru gestagjafar okkar allir á sama máli að við hefðum verið einstaklega óheppin að hafa lent á eina rigningardegi sumarsins.
Ferðin var dásamleg, litir gróðursins voru bjartir og fallegir, loftið hreint og skemmtilegur hópur saman kominn sem lét nokkra dropa ekki hafa áhrif á sig.

Leið okkar lá úr Mörkinni upp í Hrunamannahrepp þar sem Aldís Hafsteinsdóttir tók á móti okkur. Sýndi okkur fallega félagsheimili Hrunamanna, sagði sögu þess og frá fyrirhuguðum breytingum. Að því loknu ókum við Maríuhringinn sem var kryddaður með skemmtilum sögum og undurfögru landslagi. Að því loknu héldum við yfir í Reykholt þar sem Knútur tók á móti okkur, sagði okkur sögu Friðheima og þeirrar uppbyggingar sem þau fjölskyldan hafa staðið fyrir af krafti og bauð okkur upp á dásamlega tómatsúpu í Vínstofunni.
Það er verulega áhugavert að sjá hversu mikið er hægt að byggja upp með einkaframtaki og það fallega er að sjá að allt hefur þetta verið gert með góðu hjartalagi.

Ásborg Ósk Arnþórsdóttir fyrrum ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu fór með okkur hring um Reykholt og sagði okkur frá Bláskógabyggð og þá sérstaklega Reykolti með skemmtilegum sögum við tilheyrandi dillandi hlátur áheyrenda. Á heimleið var svo farin sögutúr um Hveragerði þar sem við fórum létt yfir bæjarbraginn og áframhaldandi uppbyggingu Grundarheimila í Ási.
Þessi dagur jók betur gleði í hjarta þeirra sem tóku þátt.

Þá er síðasta innipúttmóti fyrir sumarið lokið. Sturlaugur Grétar og Bára Sólveig sigruðu mótið í karla og kvenna flokki...
08/05/2025

Þá er síðasta innipúttmóti fyrir sumarið lokið. Sturlaugur Grétar og Bára Sólveig sigruðu mótið í karla og kvenna flokki.
Nú er hægt að færa keppnina út en púttvöllurinn er tilbúinn og opinn.

Á mánudaginn héldum við páska bingó fyrir íbúa í Mörk 60+ í Kaffi Mörk. Gísli Páll stjórnarformaður var bingóstjóri og f...
16/04/2025

Á mánudaginn héldum við páska bingó fyrir íbúa í Mörk 60+ í Kaffi Mörk. Gísli Páll stjórnarformaður var bingóstjóri og fóru margir íbúar með gómsæt páskaegg heim 🐥
Gleðilega páska🐣🎋

Síðasta vika var Heilsuvika í Mörk. Í tilefni af því var boðið upp á heilsusamlegar súpur í Kaffi Mörk, heilsukökur og c...
25/02/2025

Síðasta vika var Heilsuvika í Mörk. Í tilefni af því var boðið upp á heilsusamlegar súpur í Kaffi Mörk, heilsukökur og chia graut, og Boggubúð var með heilsutilboð af ýmsum vörum. Á mánudeginum fengum við til okkar sálfræðinginn Harald S. Þorsteinsson frá Heilsubrú og var hann með fyrirlestur um mikilvægi svefns, á fimmtudeginum var boðið upp á heita bakstra, vax og handanudd í iðju og í Heilsulind var boðið upp á samflot.

Síðastliðinn fimmtudag vorum við með fatamarkað í anddyri hjúkrunarheimilisins. Þar var fatnaður og annar varningur úr v...
03/02/2025

Síðastliðinn fimmtudag vorum við með fatamarkað í anddyri hjúkrunarheimilisins. Þar var fatnaður og annar varningur úr verslunum Grundarheimilanna til sölu á góðu verði. Margir gerðu sér ferð til að skoða, versla og spjalla og úr varð skemmtilegur dagur.

Bóndadeginum var fagnað hér í Mörkinni síðasta föstudag en hann markar upphaf Þorra. Það var boðið í Þorraveislu í hádeg...
27/01/2025

Bóndadeginum var fagnað hér í Mörkinni síðasta föstudag en hann markar upphaf Þorra. Það var boðið í Þorraveislu í hádeginu að hætti hússins með tilheyrandi súrmeti í matsalnum.

Boðið var upp á skötuveislu í hádeginu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Einnig var boðið upp á saltfisk og auðvit...
23/12/2024

Boðið var upp á skötuveislu í hádeginu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Einnig var boðið upp á saltfisk og auðvitað Brennivín. Borðað var í tveimur hollum og mættu yfir 150 íbúar og gestir. Skötuilmurinn náði um allt hús og voru gestir ánægðir með hversu vel kæst skatan var.
Gleðilega hátíð.

Jólaball Markar var haldið í gær fyrir heimilisfólk, íbúa 60+, starfsfólk, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Skjóða kom...
10/12/2024

Jólaball Markar var haldið í gær fyrir heimilisfólk, íbúa 60+, starfsfólk, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Skjóða kom og sagði jólasögu ásamt jólasveinum og það var svo dansað og sungið í kringum jólatréð. Allir krakkar fengu í lokin jólanammi frá jólasveinunum. Takk allir fyrir komuna og skemmtilega jólastund🎄

Á mánudaginn breyttum við til og höfðum jólastund með jólaglöggi í staðinn fyrir hið hefðbundna vöfflukaffi. Söng- og le...
06/12/2024

Á mánudaginn breyttum við til og höfðum jólastund með jólaglöggi í staðinn fyrir hið hefðbundna vöfflukaffi. Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún ásamt píanóleikaranum Vigni Þór komu og fluttu falleg sönglög og nokkur jólalög. Það var vel mætt og þökkum við fyrir samveruna. Dásamlegt að byrja desember svona.

Address

Suðurlandsbraut 58-62
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mörkin, íbúðir 60+ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram