Fitnestic Þjálfun

Fitnestic Þjálfun Fitnestic þjálfun hjálpar þér að ná árangri sem endist á skemmtilegann hátt. Að sameina h Þjálfarar Fitnestic eru Alexandra Cruz.

Fitnestic þjálfun hjálpar þér að ná árangri sem endist. Að sameina hugafar, mataræði og hreyfingu er lykillinn.

Gleðilegt nýtt ár, ég er með "smá" tilkynningu. Í upphafi átti Fitnestic að vera lítið hliðar ævintýri. Ég hafði alltaf ...
07/01/2021

Gleðilegt nýtt ár, ég er með "smá" tilkynningu.

Í upphafi átti Fitnestic að vera lítið hliðar ævintýri. Ég hafði alltaf þráð að þróa þjálfun sem byggði á öðrum grunni en að léttast fyrir útlitið og telja kaloríur. Það vatt svo sannarlega upp á sig og varð að einstöku ævintýri þar sem ég hef fengið að fylgja rétt yfir 3000 einstaklingum í sínu ferðalagi!

Mér við hlið hefur starfað yndislegt og metnaðarfullt samstarfsfólk. Ætla hér sérstaklega nefna hana Ásdísi Ingu. Hún stofnaði með mér formlega Fitnestic þjálfun árið 2015 sem var ein af fyrstu fjarþjálfunum sem einblíndi ekki einungis á mataræði og hreyfingu heldur einnig á andlegu hliðina. Þvílík forréttindi að fá hana með mér í lið. Ég mæli með að skoða hvað hún er að gera í dag ➡️ Break The Circle

Mörgum árum síðar lít ég yfir þetta "litla" hliðarævintýri og get ekki annað en tárast af gleði. Það hefur veitt mér mikla hamingju að fá að vinna með manneskjum sem treystu mér til að aðstoða sig í sinni vegferð. Þegar ég horfi í dag á þjálfunar bransann finn ég líka fyrir stolti. Markaðurinn og samfélagið er stútfullt af hæfum og flottum einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að öðlast heilbrigðan líkama OG heilbrigt hugafar. Það er mikil breyting frá því að ég tók mín fyrstu skref 16 ára þegar ég fór í mína fyrstu einkaþjálfun.

Að því sögðu ætla ég að koma mér að ástæðunni fyrir þessum langa pistli en ég hef ákveðið að kveðja litla fyrirtækið mitt og halda af stað í nýtt ferðalag.

Ég trúi því sterkt að við öðlumst þetta líf meðal annars til þess að hafa jákvæð áhrif og gefa frá okkur góða orku. Þegar ég lagði af stað í þetta ferðalag langaði mig til þess að hafa áhrif og skapa eitthvað sem 16 ára Alexöndru vantaði á sínum tíma. Ég finn það í hjarta mínu að ég hef náð þeim markmiðum sem ég setti mér í upphafi.

Hjá mér er að byrja nýr kafli og ég legg af stað í spennandi ferðalag en það er erfitt að kveðja þó það sé mikil spenna fyrir framhaldinu. Ég er að klára mastersnámið mitt á þessu ári og fótboltastelpan í mér þráir að vera hluti af stærra teymi með sameiginlegum markmiðum. Hver veit hvað tekur við en það sem ég veit fyrir víst er að það sem á að koma, kemur og ég ætla að taka því með opnum örmum og þakklæti.

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að kveðja þá yndislegu einstaklinga sem hafa fylgt mér í gegnum árin. Ég hef fengið að kynnast einstöku fólki í gegn um þetta ferli og það er ykkur að þakka að ég hef getað sinnt ástríðu minni í fullu starfi.

Takk fyrir að mæla með mér í öll þessi ár! Takk fyrir að treysta mér! Takk fyrir allt!

Kv. Alexandra Cruz Buenano 💞

📸Hér erum við Alexander Úlfur aðstoðarmaður að vinna saman í matarplönum

Velkomin í LIVE tíma með mér á morgun (föstudag) klukkan 12.05. Nánari upplýsingar í Story 💋( Á Facebook síðu Sporthúsið...
29/10/2020

Velkomin í LIVE tíma með mér á morgun (föstudag) klukkan 12.05. Nánari upplýsingar í Story 💋
( Á Facebook síðu Sporthúsið Reykjanesbæ)

Áttu spinninghjól? Ég verð með LIVE 45 mín spinningtíma á Facebook síðu “Sporthúsið Reykjanesbæ” í dag 17.30 👏 ❤️❤️❤️
15/10/2020

Áttu spinninghjól? Ég verð með LIVE 45 mín spinningtíma á Facebook síðu “Sporthúsið Reykjanesbæ” í dag 17.30 👏

❤️❤️❤️

12/10/2020

Þú getur þetta 💋Let’s Go

Þetta millimál klikkar aldrei fyrir eða eftir hreyfingu 🤤
09/07/2020

Þetta millimál klikkar aldrei fyrir eða eftir hreyfingu 🤤

Bara við þrjú að chilla á felli 👯‍♀️👶🏼💞 @ Úlfarsfell
09/07/2020

Bara við þrjú að chilla á felli 👯‍♀️👶🏼💞 @ Úlfarsfell

Sjá muninn á líkamsstöðunni 🤩 Engar öfgar er lykilatriðið! Að einblína á fáa einfalda hluti í byrjun vefur hratt upp...
01/07/2020

Sjá muninn á líkamsstöðunni 🤩
Engar öfgar er lykilatriðið!

Að einblína á fáa einfalda hluti í byrjun vefur hratt upp á sig 😍

Áður en þú veist af ertu farin að blómstra og ávinningurinn lætur ekki á sér standa.

SVOOO stolt af henni Lindu minni, þvílík breyting á venjum, orku og líðan á stuttum tíma. Sjá muninn á líkamsstöðunni 🤩 Ert snillingur, takk fyrir að koma til mín!

Swipe til að sjá hvað hún hafði að segja um Fitnestic 💞

Átt þú uppáhalds millimál? 😍 Ég mæli alltaf með því að eiga 2-3 einföld millimál sem þú getur alltaf gripið í þegar miki...
15/06/2020

Átt þú uppáhalds millimál? 😍 Ég mæli alltaf með því að eiga 2-3 einföld millimál sem þú getur alltaf gripið í þegar mikið er að gera 🙏Höfum þetta einfalt! Hér er eitt af mínum

04/05/2020

Jæja nú eru vonandi bara 4 vikur eftir af lokun líkamsræktarstöðva. Hvernig ætlar þú að tækla þær?

Let’s go!
Snap: fitnestic

Mæðgur að viðra sig ❤️
28/04/2020

Mæðgur að viðra sig ❤️

Hvað hjálpar þér að líða betur í þessu ástandi? Hjá mér eru það litli hlutirnir... Þakklæti, þögnin, hreyfing, uppbyggja...
11/04/2020

Hvað hjálpar þér að líða betur í þessu ástandi? Hjá mér eru það litli hlutirnir...

Þakklæti, þögnin, hreyfing, uppbyggjandi spjöll, útivera, minnka skjátæki, knús, gott mataræði og að hugsa um EINN dag í einu. Gengur misvel en gerum okkar besta 💪

Þessi gaur heldur mér við efnið 🤩
Knús á ykkur Team Fitnestic
Alexandra Cruz 💞

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fitnestic Þjálfun posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

www.Fitnestic.is

Árangur án öfga og að rækta sál samhliða líkama er sérmerki Fitnestic. Ég legg mikið upp úr því að kenna venjur í mataræði og hreyfingu sem henta til lengdar og þínum högum, samhliða því að vinna í hugafarinu.