Brennan Heilun Jóhönnu Jónasar

Brennan Heilun Jóhönnu Jónasar Er útskrifuð úr 7 ára námi í Barbara Brennan School of Healing. Starfa í Rósinni sem meðferðaraðili og er einnig kennari í Barböru Brennan School of Healing.

Auk þess er ég með ýmis námskeið. Upplýsingar á vefsíðu. Er útskrifuð úr Barböru Brennan School of healing bæði sem Brennan heilari (4 ár) og í Heildrænni samtalsmeðferð (2 ár). Sjá ítarlegri upplýsingar, umfjöllun og verðskrá á heimasíðu minni www.heilunjohannajonas.is

More detailed information and topics on my website www.heilunjohannajonas.com

(Also in English below the Icelandic)

UM MIG: Í ein 23 ár hef ég starfað sem leikkona og síðar líka sem magadanskennari og veitingastjóri. Allan þann tíma hef ég haft óbilandi áhuga á sjálfsvinnu, sjálfsþroska, og sjálfsheilun. Þessi áhugi á mannrækt leiddi mig á endanum í Barbara Brennan School of Healing. Þaðan útskrifaðist ég eftir 4 ára nám í maí 2013. Kynni mín af þessum skóla hafa umbreytt lífi mínu. Þau hafa sýnt mér fram á hvers megnug þessi vinna getur verið, bæði hvað varðar mig sjálfa og aðra. Mig langar til að koma þessari þekkingu á framfæri svo fleiri geti notið ávaxtanna sem ég hef uppskorið. Brennan Heilunarmeðferð: Brennan heilun er einstakt og sértækt meðferðarform til að vinna með orkukerfi mannsins, þróað af Dr. Barböru Brennan sem er eðlisfræðingur, heilari, meðferðaraðili, höfundur bókarinnar „Hendur ljóssins” (Hands of Light) og stofnandi heilunarskólans Barbara Brennan School of Healing. Brennan heilarar hafa lokið yfir 2000 klukkustunda námi og verklegri þjálfun sem tekur fjögur ár í heilunarskóla Barböru Brennan. Á þeim tíma hafa þeir framkvæmt um 200 heilanir undir eftirliti kennara.

Þetta meðferðarform er viðbót og stuðningur við hefðbundnar læknisfræðilegar og sálfræðilegar meðferðir. Hvað er heilun: Vellíðan og heilbrigði er viðhaldið með góðu flæði og jafnvægi í orkukerfi mannsins. Bæði innri og ytri þættir geta haft neikvæð áhrif á orkuflæðið, valdið stöðnun og ójafnvægi sem lýsir sér sem einhvers konar óþægindi. Þetta heildræna heilunarkerfi er mjúk en öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri. MEÐFERÐ HJÁ BRENNAN HEILARA GETUR STUÐLAÐ AÐ:

hraðari bata eftir slys, áföll eða skurðaðgerðir. vægari verkjum og einkennum sem fylgja ýmsum sjúkdómum. djúpri slökun.
því að minnka streitu, draga úr áhyggjum, kvíða, depurð og að auka von. auðveldari tjáningu og aukinni sköpunargleði. sjálfstyrkingu, bættri sjálfsmynd og meiri núvitund. aukinni vellíðan og gleði. andlegum og persónulegum þroska.
því að meta betur fjölbreytileika og undur lífsins

MEÐMÆLI MEÐ JÓHÖNNU:

"Jóhanna hjálpaði mér að finna aftur eigin styrk og jafnvægi eftir erfitt tímabil. Jafnt og þétt í meðferðinni hefur mér liðið betur líkamlega, tilfinningalega og andlega. M.a. hafa mígreni einkenni minnkað, verkjaköst eftir slys orðið minni og viðráðanlegri, svefn betri og tilfinningalegt jafnvægi sterkara. Jóhanna er uppbyggileg og jákvæð í nálgun sinni eins og leitast er við í nútíma meðferðarfræði en Jóhanna býr yfir miklum kærleika og hlýju sem gott er að vera í nánd við. Júlía Sæmundsdóttir

„Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að örlögin leiddu mig til fundar við Jóhönnu. Tímarnir hjá henni hafa verið alveg ómetanleg hjálp þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Jóhanna er einstaklega styðjandi og næm í að finna réttu leiðina til lausnar. Opnaði alveg huga minn inn í nýjar víddir, sem hefur síðan haft alveg einstaklega góð áhrif bæði andlega og líkamlega, aukið sjálfsöryggi, bjartsýni og vellíðan. Óska þess að aðrir fái sama tækifæri og ég til að auka gæðin í sínu lífi." Sigurður Erlingsson ráðgjafi, velgengni.is

„Meðferðin opnaði huga minn og sálin varð einhvern vegin léttari.“ Ólafía Aradóttir

"Þegar ég þarf að ná andlegu jafnvægi og láta mér líða vel get ég ekki hugsað mér neitt betra en að fara í heilun til Jóhönnu Jónasar. Hjá henni fer saman ótrúlegur kraftur, styrkur og næmni á fínni víddir." María Reyndal

ENGLISH:

ABOUT ME: For around 23 years I´ve worked as an actress and later also as a bellydance teacher and restaurant servicemanager. During this time I´ve had an unending interest in inner work, personal growth and selfhealing. This interest in self evolution led me eventually to Barbara Brennan School of Healing where I graduated after 4 years of study in May 2013. My being in this school has changed my life. It has showed me how powerful this work can be, both concerning myself and others. I want to bring forth this knowledge so others can enjoy the fruits of my experience. Brennan Healing Science Modality: Brennan Healing Science is a unique and highly specialized form of energy healing developed by Dr. Barbara Brennan, physicist, therapist, healer, author of Hands of Light, and founder of the Barbara Brennan School of Healing. Brennan Healing Science Practitioners complete over 2000 hours of extensive study and practice in the four-year program at the Barbara Brennan School of Healing. These services complement traditional medical and psychological treatment. What is energy healing: Wellness and health is maintained through an optimal flow and balance of the human energy field. One’s energy field is affected by both internal and external factors. Eventually, dis-ease can result due to imbalance and unhealthy flow. This holistic system of healing is a gentle yet powerful method of clearing, charging and balancing the energy field. This can help to restore health to one’s physical, emotional, mental and spiritual bodies. WORKING WITH A BRENNAN HEALING SCIENCE PRACTITIONER MAY FACILITATE:
Faster recovery from surgery and trauma
Relief of pain and symptoms associated with many diseases
Deep states of relaxation
Decreased levels of stress, anxiety and depression
Increased creative expression
Enhanced self-esteem and sense of personal power in the now
A heightened sense of well-being and joy
Spiritual and personal development
Appreciation for the diversity and wonder of life. Testimonials for Johanna Jonas:

"Johanna helped me find again my own strength and balance after a difficult period. She is encouraging and positive in her approach like is sought after in modern treatment models and Johanna has in her a lot of love and warmth that is good to be close to." Julia Saemundsdottir

„The treatment opened my mind and my soul became somehow lighter.“ Olafia Aradottir

„When I need to find emotional & spiritual balance and to make myself feel good I can't think of anything better than to have a healing session with Johanna Jonas. She combines great power, strength and deep sensitivity.“ Maria Reyndal

Sumarbókin í ár! 🌷🌞 Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu. 💖 Til í prenti og á Storytel. ✨
08/08/2025

Sumarbókin í ár! 🌷🌞
Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu. 💖
Til í prenti og á Storytel. ✨

Útgáfutilboð og frí heimsending „Einstök bók, full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr „Jóhanna brýtur hér blað með frásögn sinni sem er ekki aðeins berskjölduð og heiðarleg ævisaga heldu…

Innblástur og uppbygging í sumarfríinu! 🌸💫 Sérlega mikilvæg bók sem enginn má láta framhjá sér fara 🌟Til í prenti og á S...
03/07/2025

Innblástur og uppbygging í sumarfríinu! 🌸💫
Sérlega mikilvæg bók sem enginn má láta framhjá sér fara 🌟
Til í prenti og á Storytel 🌷 💖

Sumarbókin í ár! 💖✨ Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu 🥰Til í prenti og á Storytel 🌷
26/06/2025

Sumarbókin í ár! 💖✨
Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu 🥰
Til í prenti og á Storytel 🌷

Sumarbókin í ár! 🌷🌞 Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu. 💖 Til í prenti og á Storytel. ✨
24/06/2025

Sumarbókin í ár! 🌷🌞 Ljúflestur, innblástur og fróðleikur til sjálfsvinnu. 💖 Til í prenti og á Storytel. ✨

Útgáfutilboð og frí heimsending „Einstök bók, full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr „Jóhanna brýtur hér blað með frásögn sinni sem er ekki aðeins berskjölduð og heiðarleg ævisaga heldu…

Frábært kvöld á Storytel Awards 💖🌟! Þvílíkur heiður að hafa verið ein af 25 bókum tilnefndum af rúmlega 600!! Við Guðný ...
11/04/2025

Frábært kvöld á Storytel Awards 💖🌟! Þvílíkur heiður að hafa verið ein af 25 bókum tilnefndum af rúmlega 600!! Við Guðný erum ótrúlega stoltar af bókinni og þeim mögnuðu viðtökum sem hún hefur fengið 🙏🌹. Megi boðskapur hennar lifa góðu lífi 💖💙🩵💚!!

Snilldarlesning um páskana til innblásturs og betra lífs 💖💫🙌
10/04/2025

Snilldarlesning um páskana til innblásturs og betra lífs 💖💫🙌

Útgáfutilboð og frí heimsending „Einstök bók, full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr „Jóhanna brýtur hér blað með frásögn sinni sem er ekki aðeins berskjölduð og heiðarleg ævisaga heldu…

Frá Hollywood til heilunar tilnefnd til Hljóðbókaverðlauna ársins á Storytel og í tilefni þess langar mig að rifja upp þ...
04/03/2025

Frá Hollywood til heilunar tilnefnd til Hljóðbókaverðlauna ársins á Storytel og í tilefni þess langar mig að rifja upp þegar ég fór í Ísland í dag á stöð 2 og ræddi við Völu Matt um bókina og vegferðina sem skapaði hana 🌹
Vona að sagan og þekkingin/fræðin á bakvið geti orðið sem flestum til hjálpar og innblásturs 🙌

Hér er hlekkur á viðtalið👇
https://www.visir.is/k/e1e9f729-ef72-4130-8d9e-480eb234a32c-1729194578956/island-i-dag-valdi-heilunarstarf-fram-yfir-hollywood

Æ ég sit hér snortin með smá tár í hvarmi yfir að bókin okkar Guðnýjar Frá Hollywood til heilunar sé tilnefnd til Hljóðb...
05/02/2025

Æ ég sit hér snortin með smá tár í hvarmi yfir að bókin okkar Guðnýjar Frá Hollywood til heilunar sé tilnefnd til Hljóðbókaverlauna ársins - Storytel awards ❤️.

Aldrei hefði þessari ljóshærðu 25 ára á framabraut í New York dottið í hug að hún ætti eftir að taka þátt í að skrifa bók um áfallasögu sína með fenginni 30 ára þekkingu og reynslu af sjálfsvinnu og meðferðarvinnu. Vonandi skilar þessi vinna sér áfram til komandi kynslóða eins og lítillar frænku minnar hennar Eldeyjar sem heldur þarna hróðug á bókinni 🥹 (hún heldur líklega að myndin á bókinni sé af ömmu sinni henni Dísu systur 🥰).

Ég var líka mjög snortin að horfa á þættina um Vigdísi Finnbogadóttur og grét þar í minningu allra þeirra stórkostlegu kvenna, elsku mömmu minnar þar á meðal, sem ruddu brautina fyrir okkur sem á eftir komu með áræði og dugnaði ❤.

Ég vona innilega að þessi bók verði hluti af því að ryðja brautina hvernig hægt er að vinna sig út úr áföllum og erfiðleikum í átt til betra lífs. Að berskjöldun og að opna hjarta sitt sé styrkur. Það er enginn endir á því held ég hversu megnum við erum hvert og eitt og bæn mín er að við stöndum saman í að halda áfram að þróa þennan heim til betri vegar 🙏💖🌟.

Address

Rósin, Bolholt 4
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 18:00
Tuesday 09:00 - 18:00
Wednesday 09:00 - 18:00
Thursday 09:00 - 18:00
Friday 09:00 - 18:00

Telephone

+3546996019

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Brennan Heilun Jóhönnu Jónasar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Brennan Heilun Jóhönnu Jónasar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram