11/07/2025
Nú liggur dagskrá fyrstu meðferðarhópanna á haustönn fyrir og er hún eftirfarandi:
Náðu töku á félagskvíða er 11 vikna árangursrík hópmeðferð ætluð fólki sem er að glíma við kvíða í samskiptum og í félagslegum aðstæðum. Þessi hópur hefst miðvikudaginn 10. september en frestur til þess að skrá sig er 3. september.
Náðu tökum á áhyggjum er 10 vikna hópmeðferð við áhyggjuvanda sem er ætluð fólki sem er að glíma við kvíða og hefur ríka tilhneigingu til þess að ofhugsa hluti og lítið þol óvissu. Þessi hópur hefst fimmutdaginn 18. september og er frestur til þess að skrá sig 11. september.
Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu (OCD) er mjög markviss og árangursrík einstaklingsmeðferð í hópsamhengi ætluð fólki sem er að glíma við þráhyggju og áráttu. Næsti hópmeðferð fer fram dagana 16. -19. september en lokadagur til þess að óska eftir þessu úrræði er 25. ágúst. Undanfari þessa hóps er ítarlegt greiningar- og undirbúningsferli hjá sálfræðingum Kms.
Hægt er að senda póst á kms@kms.is fyrir frekari upplýsingar eða skráningar.