Kvíðameðferðarstöðin

Kvíðameðferðarstöðin Kvíðameðferðarstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Um er að ræða meðferðarstöð þar sem boðið er upp á hugræna atferlismeðferð við kvíðaröskunum s.s.

Við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) starfar fjöldi sálfræðinga sem veita sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum eins og félagsfælni, ofsakvíða, víðáttufælni, þráhyggju-árátturröskun, afmarkaðri fælni og áfallastreitu. félagsfælni, áfallastreitu, þráhyggju og áráttu, ofsakvíðaköstum, áhyggjuvanda, fælni af ýmsum toga og kvíðatengdum vandkvæðum fyrir fullorðna. Leitast er við að bjóða upp á einstaklingssnið

na og árangursmiðaða meðferð sem fer ýmist fram á formi einstaklings- eða hópmeðferðar eftir því sem við á. Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfar saman í teymi sem samanstendur af sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í meðhöndlun á þessu sviði. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur reglulega til þess að tryggja gæði starfseminnar.

11/07/2025

Nú liggur dagskrá fyrstu meðferðarhópanna á haustönn fyrir og er hún eftirfarandi:

Náðu töku á félagskvíða er 11 vikna árangursrík hópmeðferð ætluð fólki sem er að glíma við kvíða í samskiptum og í félagslegum aðstæðum. Þessi hópur hefst miðvikudaginn 10. september en frestur til þess að skrá sig er 3. september.

Náðu tökum á áhyggjum er 10 vikna hópmeðferð við áhyggjuvanda sem er ætluð fólki sem er að glíma við kvíða og hefur ríka tilhneigingu til þess að ofhugsa hluti og lítið þol óvissu. Þessi hópur hefst fimmutdaginn 18. september og er frestur til þess að skrá sig 11. september.

Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu (OCD) er mjög markviss og árangursrík einstaklingsmeðferð í hópsamhengi ætluð fólki sem er að glíma við þráhyggju og áráttu. Næsti hópmeðferð fer fram dagana 16. -19. september en lokadagur til þess að óska eftir þessu úrræði er 25. ágúst. Undanfari þessa hóps er ítarlegt greiningar- og undirbúningsferli hjá sálfræðingum Kms.

Hægt er að senda póst á kms@kms.is fyrir frekari upplýsingar eða skráningar.

Hér er frábær umfjöllun sem lýsir því svo vel hversu fjölbreytt birtingarmynd þráhyggju og áráttu getur verið og hvernig...
13/05/2025

Hér er frábær umfjöllun sem lýsir því svo vel hversu fjölbreytt birtingarmynd þráhyggju og áráttu getur verið og hvernig megi vinna á vandanum

Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hefur glímt við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) frá unglingsaldri. Hún hefur farið í gegnum ótal stundir þar sem hún hefur spurt sig, aftur og aftur, hvort hún gæti mögulega verið að ljúga að sjálfri sé...

07/05/2025

Vorið er komið og dýralífið að vakna – fuglar syngja og hundar, kettir og skordýr fara á kreik … og sumir finna hjartað slá hraðar og kvíðann aukast. Fælni við dýr eins og hunda eða köngulær er nokkuð algeng, en slíkan ótta er vel hægt að vinna bug á – oft á mjög skömmum tíma. Nú er rétti tíminn til að leita aðstoðar til að takast á við flesta dýrafælni og öðlast frelsi til að njóta sumarsins.

Við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) starfar fjöldi sálfræðinga sem veita sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum eins og félagsfælni, ofsakvíða, víðáttufælni, þráhyggju-árátturröskun, afmarkaðri fælni og áfallastreitu.

Nokkur orð um fordóma og hvernig vinna megi gegn þeim
28/04/2025

Nokkur orð um fordóma og hvernig vinna megi gegn þeim

Endurtekið berast hryggilegar fréttir af fólki sem sætir fordómum og jafnvel illri meðferð fyrir það eitt að tilheyra vissum kynþætti, trúarlegum hópi, eða hafa aðra kynhneigð eða kynvitund en vænst er. Hvernig má vera að þetta sé staðan, enn þann dag í dag? Erum við ekki ...

03/04/2025

Því miður liggur netið niðri hjá okkur eins og stendur svo illmögulegt er að ná sambandi við okkur. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

02/04/2025
Nýverið birtist grein eftir Sóleyju D. Davíðsdóttur yfirsálfræðing og félaga hennar í tímaritinu Behavioural and cogniti...
21/02/2025

Nýverið birtist grein eftir Sóleyju D. Davíðsdóttur yfirsálfræðing og félaga hennar í tímaritinu Behavioural and cognitive psychotherapy. Í rannsókninni var árangur intensívrar meðferðar við ælufælni (sértækri fælni við uppköst) sem veitt var við Kvíðameðferðarstöðina skoðaður og lofa niðurstöðurnar góðu. Hér geta áhugasamir kynnt sér niðurstöðurnar. Til hamingju Sóley og félagar😊

The Bergen 4-day treatment for specific phobia of vomiting: a case series

19/02/2025

Nú er opið fyrir skráningu í hópmeðferð við félagskvíða og á sjálfstyrkingarnámskeið. Hægt er að óska eftir þátttöku hér: https://kms.is/panta-tima/

Við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) starfar fjöldi sálfræðinga sem veita sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum eins og félagsfælni, ofsakvíða, víðáttufælni, þráhyggju-árátturröskun, afmarkaðri fælni og áfallastreitu.

Landinn kom í heimsókn á Kvíðameðferðarstöðina til að fræðast um sértæka fælni og hittu þar fyrir Sigurbjörgu Ludvigsdót...
18/02/2025

Landinn kom í heimsókn á Kvíðameðferðarstöðina til að fræðast um sértæka fælni og hittu þar fyrir Sigurbjörgu Ludvigsdóttur yfirsálfræðing. Fælni við hin ýmsu dýr, aðstæður eða fyrirbæri er með algengari kvíðaröskunum og hefur oft meiri áhrif á lífsgæði fólks en flestir gera sér í hugarlund. Sértæka fælni er hægt að yfirstíga með viðeigandi meðferð á skömmum tíma en árangur af slíkri meðferð er mjög góður. Endilega kynnið ykkur umfjöllun Landans um fælni😊

Í Landanum í kvöld ætlum við að kafa í hinar ýmsu fóbíur. Við kynnum okkur áhrif tónlistar á fólk með heilabilun á Seyðisfirði. Við förum á ljósmyndasýningu í Skaftafelli og skellum okkur síðan á rapptónleika í Gamla bíó í Reykjavík.

Sálfræðingar Kms hafa margir hverjir verið öflugir þegar kemur að rannsóknum. Kristjana Þórarinsdóttir sálfræðingur hefu...
13/02/2025

Sálfræðingar Kms hafa margir hverjir verið öflugir þegar kemur að rannsóknum. Kristjana Þórarinsdóttir sálfræðingur hefur verið að rannsaka áfallastreituröskun og hvernig draga megi úr áleitnum endurminningum í doktorsnámi sínu. Hér má lesa um eina af rannsóknum hennar. Vel gert Kristjana☺️

Background: Additional interventions are needed for survivors of psychological trauma because of several barriers to and limitations of existing treatment options (eg, need to talk about the trauma in detail). Case studies are an important step in exploring the development of novel interventions, al...

Þá voru Jóhann Pálmar Harðarson sálfræðingur við KMS og samstarfsaðilar að birta áhugaverða grein um félagslega ógn og t...
11/02/2025

Þá voru Jóhann Pálmar Harðarson sálfræðingur við KMS og samstarfsaðilar að birta áhugaverða grein um félagslega ógn og tengsl vid áfallastreituröskun og félagskvíða, við hvetjum áhugasama til að kynna sér greinina.
https://doi.org/10.1016/j.janxdis.2025.102981

Address

Suðurlandsbraut 4, 5. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:30
Tuesday 09:00 - 16:30
Wednesday 08:45 - 16:30
Thursday 08:45 - 16:30
Friday 08:45 - 16:30

Telephone

5340110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kvíðameðferðarstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Kvíðameðferðarstöðin:

Share