Heilsa og Spa

Heilsa og Spa Heilsa & Spa er núna Yoga&Heilsa og við bjóðum uppá opna jógatíma og námskeið í Síðumúla 15.

06/09/2021
Alþjóðlegi jógadagurinn og þá hefjum við smá leik
21/06/2021

Alþjóðlegi jógadagurinn og þá hefjum við smá leik

Okkur langar til að bjóða ykkur í leik þar sem við æfum okkur í að huga að okkur sjálfum án áreitis. Kyrrum flöktið sem er það sem Yoga stendur fyrir. Við ætlum að setja okkur þann ásetning að á hverjum degi ætlum við að loka á áreiti í x mínútur og hverfa inn á við í 21 dag samfellt. Með því að mæta í jógatíma ertu að sjálfsögðu að uppfylla ásetninginn 😊 en þegar þú kemst ekki í tíma ætlarðu að finna þína leið og þinn tíma til að vera með sjálfri/sjálfum/sjálfu þér og útiloka annað. Þetta má td gera með stuttri hugleiðslu, garðvinnu eða síma- og snjallúralausum göngutúr.

Við létum útbúa armbönd fyrir Yoga&Heilsu og ef þið viljið styðjast við armböndin í leiknum þá endilega látið okkur vita og þið fáið armbandið afhent í næsta jógatíma. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Leikurinn er þannig að við byrjum með armbandið td á vinstri hönd og þá daga sem við hverfum inn í kúluna okkar færum við armbandið yfir á hina höndina og þannig gengur þetta í 21 dag. Ef við gleymum einum degi þá má byrja aftur upp á nýtt að telja, frá 1.

Þeir sem vilja geta fengið hvatningu og hugmyndir inni í Facebook-hópnum: "Yoga&Heilsa 21 kyrrum hugann" og kvittað daglega með “hægri2”, “vinstri3”, “kvitt14” eða hvaðannað sem ykkur dettur í hug.

Ekki skemmir að armböndin eru sumarleg og sæt og geta vakið skemmtilega umræðu 🙏💕😃

Yoga&Heilsa, yogastúdíóið okkar í Ármúla 9, býður frábært tilboð á áskrift í yoga. Aðeins 11.900 kr á mánuði fyrir fullt...
26/04/2021

Yoga&Heilsa, yogastúdíóið okkar í Ármúla 9, býður frábært tilboð á áskrift í yoga. Aðeins 11.900 kr á mánuði fyrir fullt af dásamlegu yoga ásamt aðgang að spainu og tækjasalnum 🙏

https://yogaogheilsa.is/tilbod-2/

Yoga í áskrift, 11.900 kr á mánuði Við bjóðum uppá yogatíma alla daga vikunnar í hlýlegu umhverfi þar sem allir eru velkomnir. Við kennum í litlum hópum og leggjum áherslu á persónulega og faglega …

17/03/2021

Á Facebook síðu Yoga&Heilsu getið þið fengið allar upplýsingar um yogatímana sem eru í boði í Ármúla 9. Endilega setið "like" á síðuna þeirra svo að þið missið ekki af öllu því frábæra yoga sem er þær bjóða uppá 🙏
https://www.facebook.com/yogaheilsa

Yoga & Heilsa er hlýlegt og vinalegt yogastúdíó í Síðumúla 15. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af yogatímum, persónulega kennslu og leggjum mikla áherslu á að hver og einn geti fundið yoga við sitt hæfi.

Yoga&Heilsa er yogastúdíóið okkar í Ármúla 9 og býður uppá fjölbreytta yogatíma alla daga vikunnar. Þið getið séð allt u...
15/03/2021

Yoga&Heilsa er yogastúdíóið okkar í Ármúla 9 og býður uppá fjölbreytta yogatíma alla daga vikunnar. Þið getið séð allt um Yoga&Heilsu á heimasíðu þeirra https://yogaogheilsa.is/

Yoga & Heilsa er hlýleg og persónuleg yogastöð í Ármúla 9 með aðgengi að fallegu spa og tækjasal.

14/03/2021

Langar þig að læra betur Vinyasa tæknina? Viltu byggja upp meiri styrk og liðleika til að geta mætt í meira krefjandi yogatíma?
www.yogaogheilsa.is/vinyasa
Vinyasa (yogaflæði) er hreyfing í takt við andardráttinn, stundum kallað hugleiðsla á hreyfingu. Á þessu námskeiði förum við í gegnum grunninn á Vinyasa flæði og tökum fyrir sólarhyllingar, chaturanga armbeygjur, að stíga fram úr hundinum, að hoppa fram og aftur í flæðinu, hreyfingu með öndun og fleira. Við byrjum á grunninnum og vinnum okkur svo áfram þaðan þannig að í hverjum tíma gerum við alltaf aðeins meira en í tímanum á undan.
Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja læra betur Vinyasa flæði, auka liðleika, styrkja sig, leika sér og hreyfa sig í krefjandi yogatímum.
Dagsetningar: 15-31.mars, mánudagar og miðvikudagar kl 17:30-18:45, laugardagar kl 9:00-10:15. Mánudaga og miðvikudaga verður farið í tækni og styrktaræfingar. Á laugardögum verður leiddur Vinyasa tími þar sem unnið er með það sem búið er að fara í gegnum.
Námskeiðisgjald, 23.900 kr, greiðist með millifærslu á reikning nr 0133-26-200372 kennitala: 580619-1420.
Skráning og nánari upplýsingar: yoga@yogaogheilsa.is
🌟

Langar þig að byrja á jóganámskeiði? Núna kemstu á námskeið á netinu og getur gert þínar æfingar heima.
31/08/2020

Langar þig að byrja á jóganámskeiði? Núna kemstu á námskeið á netinu og getur gert þínar æfingar heima.

Dagsetning: 5.okt – 29.okt.2020
Mánudaga og fimmtudaga
Tími: kl. 12:00 – 13:15
Verð: 19900.-
Kennari: Bríet Birgisdóttir
Skráning: yogaogheilsa@gmail.com

Að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á kennsluna með Zoom-tækni. Þú stundar þitt yoga þar sem þú ert, heima eða í vinnunni. Ef þú kemst ekki í tímann hefur þú aðgang að honum í mánuð eftir að kennslu lýkur og tekur hann þegar þér hentar. Áður en námskeiðið hefst fá allir eitt persónulegt heilsuviðtal til þess að kennarinn geti betur liðsinnt þér á námskeiðinu. Við setjum upp Facebook hóp og allir fá stutta rafbók með góðum lýsingum á því efni sem farið verður í gegnum.
Yoga plús eru einstök yoganámskeið þar sem þú lærir allar helstu yogastöður, öndunaræfingar, djúpar teygjur og hugleiðslu sem endurnæra bæði líkama og sál.
Í Yoga Plús er lögð höfuðáhersla á að aðlaga stöðurnar að þinni getu, hvort sem þú ert að kljást við ofþyngd, vandamál í stoðkerfinu eða að jafna þig eftir veikindi.
Á námskeiðinu máttu búast við að þú öðlist meiri styrk, jafnvægi, liðleika og betri líkamsstöðu sem aftur stuðlar að t.d. minni bakverkjum, vöðvabólgu og almennri bættri líðan.

Kennari er Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur og heilsuráðgafi við Klíníkina.
Bríet hefur til fjölda ára unnið með leiðir til þess að aðlaga yogastöður að ólíkum líkömum svo allir geti stundað yoga.
Vertu með og upplifðu stórkostlega breytingu á andlegri og líkamlegri líðan.

13/07/2020

Yoga&Heilsa er vinalegt og hlýlegt yogastúdíó í Ármúla 9. Þið getið fundið allar upplýsingar um yogatímana þar á facebook síðunni þeirra eða á heimasíðunni www.yogaogheilsa.is

Yoga & Heilsa er hlýlegt og vinalegt yogastúdíó í Síðumúla 15. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af yogatímum, persónulega kennslu og leggjum mikla áherslu á að hver og einn geti fundið yoga við sitt hæfi.

29/05/2020

Yoga retreat í 4 daga og 3 nætur í júlí! Kynningartilboð frá 15.000 kr. sólarhringurinn! Innifalið eru daglegir yogatímar, fullt fæði og gisting í nýuppgerðum superior herbergjum.

31/12/2019

Elsku vinir gleðilegt nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Megi nýja árið færa ykkur farsæld og frið. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í heilsulindinni okkar, nuddi, tækjasalnum eða yoga á nýju ári ❤️

Dear friends Happy New Year and thank you for the past year. We hope the New Year brings you peace and prosperity. We look forward seeing you in our spa, getting a massage, in the gym og in a yoga class in the new year ❤️

Ertu að leita að jógatímum?  Við erum með fullt af tímum og dásamlega aðstöðu - sjáðu heimasíðuna okkarhttps://yogaoghei...
30/12/2019

Ertu að leita að jógatímum? Við erum með fullt af tímum og dásamlega aðstöðu - sjáðu heimasíðuna okkar
https://yogaogheilsa.is/

24/12/2019

Kæru vinir nær og fjær, við óskum ykkur gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best í faðmi ykkar nánustu ❤️

Dear friends all around the globe, we wish you a Merry Christmas. May the holidays bring your family closer together ❤️

Address

Síðumúla 15
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 11:40 - 20:00
Tuesday 11:40 - 20:00
Wednesday 11:40 - 20:00
Thursday 04:30 - 20:00
Friday 11:40 - 20:00
Saturday 10:15 - 12:00
Sunday 10:15 - 13:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsa og Spa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Minn griðastaður

Heilsa og Spa býður upp á fyrsta flokks þjónustu er varðar heilsu þína og vellíðan.

Við þjónum heilsunni í gegnum dásamlega jógatíma og hin ýmsu jóganámskeið, vel útbúinn og hljóðlátan tækjasal, sjúkraþjálfun frá Gáska og snyrtistofuna Fegurð og Spa sem býður upp á einstakt úrval snyrtimeðferða fyrir alla ásamt lífrænum snyrtivörum.

Í Spa-inu er fyrsta flokks heilsulind með sauna, heitum potti, köldum potti og æfingalaug þar sem hægt er að gera æfingar eða fljóta undir dansandi norðurljósasýningu. Þá bjóðum við upp á heilnudd, partanudd, meðgöngunudd og Thai nudd hvort sem er fyrir einstakling eða pör og allir gestir fá handklæði.

Heilsa og Spa stendur einnig fyrir ýmsum fræðslufyrirlestrum og tekur á móti hópum í Spa-ið bæði innan og utan opnunartíma.