
04/09/2025
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
BORGARHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 2026-2028
Myrkir músíkdagar hafa verið útnefndir Borgarhátíð Reykjavíkur 2026-2028 ásamt Iceland Airwaves, Hönnunarmars, Reykjavík Dance Festival, Iceland Noir–Reykjavík og Hinsegin dögum.
„Myrkir músíkdagar [eru] framsækin tónlistarhátíð sem styrkir stöðu íslenskra tónskálda og eykur fjölbreytni í menningardagatali borgarinnar.“
Þetta er sannkölluð lyftistöng fyrir hátíðina og þökkum við kærlega fyrir styrkinn, heiðurinn og nafnbótina. Við hlökkum til að efla hátíðina enn frekar – og menningarlíf Reykjavíkurborgar þar með.
Nánar má lesa um borgarhátíðir í Reykjavík 2026-2028 á heimasíðu Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/frettir/2025/borgarhatidir-i-reykjavik-2026-2028