16/11/2025
Saga tíðni lækninga ❤️
Takk Jóna Ágústa fyrir þessa þýðingu ❤️
TÍÐNILÆKNINGAR hafa verið notaðar gegnum aldirnar en orðið undir m.a. vegna ásetnings yfirvalda um að halda því fram að þær séu „kvakk“ og fyrir að ýta því að fólki að lausnin leynist í öðru s.s. lyfjum; lífefnafræðilegri sameindalausn. Í leit okkar að lækningu höfum við því verið afvegaleidd og blinduð af þessu og fylgt yfirvöldum í einu og öllu eins og góðri hjarðhegðun sæmir.
Lækningatæki sem notuðu ljós, rafmagn og segulmagn voru bönnuð í mörgum löndum. Sumir voru jafnvel fangelsaðir fyrir að nota þau. En menn héldu áfram bak við tjöldin að stunda lífefnafræðilegar rannsóknir og fengu rafeindatækna í lið með sér til að þróa þessi tæki. Þeir sáu skyldleika á milli rafmagnsfræðinnar og líkama okkar, frumna okkar.
Líkaminn inniheldur spólur, viðnám, ýmsa hálfleiðara, leiðara, þétta, sveiflur og mótora. Þessi rafmagnstæki í okkur gera okkur að gangandi vitum innrauðs ljóss og rafala rafmagns- og segulsviða.
Raforkan í líkama okkar er gríðarleg. Þegar sú litla rafspenna sem er til staðar í hverri frumuhimnu okkar er lögð saman, hefur líkami okkar rafspennu sem er á bilinu 10 til 20 milljónir volta á metra.
Innan líkama okkar á sér stað rafmagnsmögnun; sveiflur titra, sameindahreyflar snúast og lögmál segulmagns og rafmagns stjórna lífeðlisfræðilegum ferlum sem gefa okkur líf.
Þegar efna- og lífefnafræðileg viðbrögð eru skoðuð á frumeindastigi, eru þau í raun ekkert meira en samspil hlaðinna agna. Um orkubrautirnar streyma rafeindir sem framleiða orku, allt vegna rafhleðsluáhrifa. (Heimild: Heilun með tíðni eftir James E. Bare, D.C. - Þýðing Jóna Ágústa) Meira á morgun.