01/01/2026
🎇 Áramótakveðja frá Líf Óm 🎇
Nýtt ár, nýir möguleikar, nýr kraftur
Megir þú njóta gæfu, ljóss og góðrar heilsu á nýju ári 2026.
Árið sem fram undan er markar upphaf nýrrar hringrásar – nýrra tíma, nýrra tækifæra og nýrra ákvarðana. Það er fullkominn tími til að staldra við, líta inn á við og spyrja:
Hvað kallar á mig núna?
Ég hvet þig til að setja heilsuna í fyrsta sæti á þessu nýja ári.
Hvað sérðu þegar þú lítur inn á við?
Hvað heyrir þú þegar þú hlustar á hjartað þitt?
Hvað finnur þú innra með þér – hvað er líkaminn þinn að segja þér?
Þú þarft ekki að svara öllum þessum spurningum strax.
En þegar þú byrjar að hlusta, koma svörin smám saman – og þau geta varpað ljósi á leiðina fram undan.
Oft birtast svörin í formi minninga, tónlistar, fólks eða áhugamála sem á einhvern hátt „banka á dyrnar“. Það getur verið merki um að nýjar leiðir séu að opnast – leiðir sem henta þér, styrkja þig og vekja innri gleði. Ef hjartað opnast, léttist eða fyllist von, þá er það sterk vísbending: Þetta er leiðin mín.
Brostu, taktu á móti og leyfðu tilfinningunni að leiða þig áfram. ✨
Gleðilegt nýtt ár elsku þú