ORG - Menningarskáli þjóðarinnar

ORG - Menningarskáli þjóðarinnar Komdu og kíktu á okkur, við erum alltaf með heitt á könnunni. English version below. Veist þú betur??.

Það er okkur hjá ORG afar mikilvægt að skrá rétt.

ORG - ættfræðiþjónustan ehf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ættrakningum og söfnun allra þeirra ættfræðigagna sem Íslendinga varðar og þar með eru talin gögn um Vestur-Íslendinga.
Þá er átt við allt það fólk sem þetta land byggir og hefur byggt, forfeður þess erlendis og afkomendur þesss erlendis og allt fólk er því tengist og unnt er að afla upplýsinga um. Mikilvægt er að þau gögn sem skráð eru séu rétt. Í ættfræðivinnu er stuðst við skrifaðar heimildir, bæði kirkjubækur, blaðagreinar og ættartölur sem gefnar hafa verið út. Þó rétt sé vitnað í heimild, kann heimildin að vera röng. Fyrir kemur að prentvillur slæðast inn í prentaðar heimildir sem við notum. Okkur þætti því gríðarlegur fengur að því að þeir áhugamenn um ættfræði, ættingjar og aðrir sem vita af slíkum villum í heimildum, sendi okkur línu og bendi á villurnar og leiðrétti þær. ORG-ættfræðiþjónustan hefur átt gott samstarf við ýmsa aðila bæði opinbera aðila og einkaaðila. Má þar nefna Erfðafræðinefnd, Handritadeild Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafnið á Hvammstanga, Gunnlaug Haraldsson þjóðháttafræðing, Ragnar Ólafsson ættfræðing, Hjalta Pálsson ættfræðing (fyrrv. framkv.stj. Rvík) og Skúla Skúlason ættfræðing frá Hólsgerði í Kinn. Mikið hefur einnig verið stuðst við safn mormóna, "Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu", á Íslandi. Gott samstarf hefur einnig verið við þá sem að vinna að skráningu ábúendatala Eyfirðinga, Landeyinga og Borgfirskra æviskráa auk ættfræðinga og áhugafólks um ættfræði víðsvegar á landinu.

Það er von fyrirtækisins að safn þess geti nýst við útgáfu ættfræðirita, við erfðafræðirannsóknir, sagnfræði, mannfræði, félagsfræði, læknisfræði o.fl. Einnig við tengsl Íslendinga og Vestur-Íslendinga í Canada og USA en ættfræðiþjónustan hefur nú nær fullunnið þær sýslur sem flestir fluttust frá til Vesturheims. Ættfræðiáhugi Íslendinga er mjög mikill og það hefur því verið áhugaefni og kappsmál ORG-ættfræðiþjónustunnar að koma á tö1vutækt form öllum þeim ættarfróðleik sem mögulegt er að nálgast og gera þannig sem flestum kleift að fá fróðleik um ættir sínar svo og tengsl sín innbyrðis.

Það er hægt að senda okkur línu;
ORG-ættfræðiþjónusta, Húsi ÍTR við Skeljanes, 107 Reykjavík,
tala við okkur eða senda fax í 551 4440, senda okkur tölvupóst í org@simnet.is eða hafa samband við okkur hérna á facebook. ORG-ættfræðiþjónustan ehf býður einstaklingum upp á ættrakningar gegn vægu gjaldi. Framkvæmdastjóri og aðaleigandi ORG-ættfræðiþjónustunnar er Oddur Helgason ættfræðingur og f.v. sjómaður. Símar:

Sími/fax: 551-4440
Oddur: 861-6792
Reynir: 8977175
Elín Ingibjörg: 8674017
Nanna: 8678567

--------------
ENGLISH DESCRIPTION

The ORG Genealogy Service Ltd is an Icelandic organisation which specialises in researching and collecting information and sources about the family history of every Icelander, at home or abroad. This includes all those that call or have ever called Iceland their home, their ancestors and their descendants wherever in the world they are or from. For many years now the ORG organisation has done its best to put all the data they have collected into a database, so that as many as possible can find out as much as possible about their family history. The ORG Genealogy Service has enjoyed a working together with many organisations, both public and private, including University of Iceland, the National Library of Iceland, the Árni Magnússon Institute of Manuscript Studies and the Municipal Archives across Iceland. The collaboration reaches across the globe as well, with great friends in the Icelandic branch of the ‘Church of Latter day Saints’ and Utah in the US. There has been great collaboration of work done on the registration of landholdings in Eyjafjörður, Landeyjum and the biographical dictionary of Borgarfjörður, as well as with several genealogists, Ragnar Ólafsson, Hjalti Pálsson and Skúli Skúlason from Hólsgerði in Kinn and other interested parties from all over Iceland and abroad. The ORG Genealogy Service hopes that its vast library of genealogical documents and resources can be used for the publication of genealogical books (family histories, censuses relating to profession etc), and to be of use within the fields of genetics, history, anthropology, sociology, etc, and this library is continually growing and is unlike any other in the world. This ever expanding library and database is also fuelled by the ties to the descendants of emigrated Icelanders, mostly to Canada and the US. These descendants have over the years enjoyed coming to visit and learn of the history of their families in Iceland, and in return provide us with the family history in the new country so their family story continues. It is important that the information is documented accurately. When working on the genealogy of any individual we usually rely on written sources: newspaper articles, church registers and published genealogy records. Still, even though we cite sources they can still be wrong. Do you know better? The ORG Genealogy Service provides individuals with their genealogical family chart for a small fee. The managing director and senior partner of the ORG genealogy service is Oddur Helgason, genealogist and former shipman. You can contact us by sending us an e-mail: org@simnet.is or here on Facebook. You can also drop by the ORG Genealogy Service, húsi ÍTR við Skeljanes, 107 Reykjavík, (most cab-drivers will know where it is and the no. 12 bus stops just outside. You can also be in touch via phone or fax: (+ 354) 551 4440. In case your Icelandic is rusty or you need an interpreter please schedule an appointment to make sure there are no language barriers to overcome. Phone numbers:

Phone/fax: 00-354-551-4440
Oddur: 00-354-861-6792
Reynir, english speaking: 00-354-897-7175
Elín, celtic expert: 00-354-867-4017
Nanna, english speaking: 00-354-867-8567

Það er verið að sameina ÚA og Samherja, gamla fyrirtækið sem ég vann hjá í aðra tíð. Nú vona ég að þeir taki á árunum me...
23/10/2023

Það er verið að sameina ÚA og Samherja, gamla fyrirtækið sem ég vann hjá í aðra tíð. Nú vona ég að þeir taki á árunum með okkur eins og Samherji gerir. Við erum í mjög góðu sambandi við þá Samherja frændur og þeir vinna með okkur með miklum áhuga á menningararfi þjóðarinnar. Þeir keyptu landsbnkahúsið við Strandgætu 1 og ætla að gera það að menningarhofi Norðuramtsins. Næsta hús við er Brekkugata 2 þar sem við Óli Ásgeirs, aðstoðar yfirlögregluþjónn á Akureyri erum fæddir. Þegar það voru gjaldkerar þar og ég stóð við borðið hjá þeim þá stóð ég á fæðingarstað mínum.

Kv. Oddur F.

Address

Skeljanes
Reykjavík
101

Telephone

+3545514440

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when ORG - Menningarskáli þjóðarinnar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category