31/12/2011
Ekki vita allir hvað gerist í líkamanum þegar farið er að æfa, annað hvort í allra fyrsta sinn, eða eftir mjög langan tíma. Það má segja að það séu 3 stig sem einstaklingur gengur í gegnum:
1.stig:
Vöðvinn/vöðvarnir fá ákveðið sjokk. Á þessu stigi (eftir sjokkið þ.e.a.s.) fara af stað ýmis ferli í líkamanum til að ná að jafna sig og undirbúa sig fyrir þessi sömu átök, skyldu þau koma fyrir aftur. Líkaminn fer í ákveðið "survival mode" þar sem hann skynjar að hann þurfi að bæta ákveðna þætti hjá sér til að geta tekið við þessu álagi næst (t.d. styrkja/stækka vöðva eftir mjög erfiða lyftingaræfingu, bæta súrefnisflutning (hjarta- og æðakerfi) eftir erfiða þrekæfingu, o.s.frv. Það fylgja þessu stigi ýmis miniháttar óþægindi eða harðsperrur og þessi óþægindi geta oft hrakið fólk frá æfingum. Þá hugsar það ef til vill "úff....ég vil ekki líða svona heillengi eða eftir hverja æfingu!" sem er náttúrulega ekki lógískt því líkaminn fer strax í það að reyna að bæta sig fyrir þessi átök, eins og fyrr segir. Sumir líta reyndar á harðsperrurnar sem góðan vitnisburð um að tekið hafi verið á á æfingunni...þannig kemur enn og einu sinni inn hver munurinn á jákvæðum og neikvæðum huga er þegar kemur að reglulegri þjálfun.
2.stig:
Á þessu stigi fer líkaminn að breyta líkamsstarfseminni meðal annars með því að auka flæði ákveðinna hormóna, fer að leita að próteinum til að nota við uppbyggingu, þá þarf að láta líkamanum það í té svo hann fari ekki að brjóta niður vöðvavefi/vöðvamassa. Að missa vöðvamassa er það síðasta sem við viljum því vöðvamassinn okkar er orkufrekur sem þýðir að hann þarf að eyða mörgum kaloríum til að halda sér og það veldur því að við brennum meiru að öllu jöfnu. Það er frekar einstaklingsbundið hvenær þetta ferli harðsperruferli endar en það er oft talað um að harðsperrur verði verstar á 2. eða 3.degi. Þetta fer að sjálfsögðu eftir ástandi einstaklingsins, tegund æfingar, lengd og ákefð...ásamt genum. Harðsperrurnar koma nefninlega ekki sama dag og maður tekur alvarlega á. Þær eru kallaðar DOMS á fræðamáli eða Delayed Onset Muscle Soreness og eins og nafnið bendir til þá eru þetta seinkuð viðbrögð líkamans við álagi. Ef rétt er staðið að hlutum (æfingarákefð hæfilega mikil, lengd hæfilega mikil, próteinmagn og næring nægilega mikil, vatnsinntaka nægilega mikil o.s.frv o.sfrv., þá ætti einstaklingur að vera búinn að jafna sig nægilega mikið á þessum 2-3 dögum til að fara aftur á æfingu og taka á því.
3.stig:
Ef það gerist hvað eftir annað að einstaklingur tekur allt of mikið á því á æfingunni, hvílir sig of lítið milli æfinga, setur ekki rétt næringarefni í líkamann til að stuðla að endurheimt fyrir næstu æfingu, drekkur ekki nægilega mikið vatn, svo ég tali ekki um svefninn! Þá gerist það sem kallast " " sem er það ástand sem enginn vill lenda í því það getur verið vandasamt og tímafrekt að losna undan því.
Það er alger óþarfi að lenda í ofþjálfun ef haft er í huga að ferlið að breyta líkamslöguninni og líkamsstarfseminni tekur tíma, kunnáttu og umfram allt ÞOLINMÆÐI. Ef sest er niður með menntuðum einstaklingi í fræðunum þá er hægt að búa til prógram sem tekur allt með í reikninginn og er búið til með þinn líkama í huga, miðað við þínar þarfir og áhuga.
GLEÐILEGT OG FARSÆLT HEILSUSAMLEGT KOMANDI ÁR :