Regluleg hreyfing

Regluleg hreyfing Æfinga- og íþróttasálfræðiþjónusta í formi viðtala við einstaklinga, held einnig fyrirlestra fyrir landslið hinna ýmsu íþrótta varðandi andlega þjálfun.

Æfingasálfræði: Hver sem er, hvort sem þeir eru að æfa reglulega eða VILJA æfa reglulega, geta nýtt sér mína aðstoð. Fyrir þá sem hafa byrjað og hætt í reglulegri hreyfingu oftar en þeir kjósa að muna, þá get ég sýnt fram á vísindalega sannaðar aðferðir til að halda sér á réttu brautinni. Fyrir þá sem eru að nú þegar að æfa, ég get hjálpað ykkur að fá meira út úr æfingaráætlununum, hanna nýjar áætlanir og almennt að fá heildarmynd yfir hvað er að virka og hvað má betur fara.

Íþróttasálfræði: Allir íþróttamenn þurfa að kljást við álag, hvort sem það er álag sem fylgir æfingum, keppnum eða samskipti við þjálfara. Ég get hjálpað til við hámarks undirbúning fyrir keppnir og hvernig hægt er að fá sem mest út úr hverri æfingu svo íþróttafólk sé sem best undirbúið þegar kemur að mikilvægum keppnum. Ég geri bæði þjálfurum og keppnisfólki kleift að fá heildarsýn yfir æfingarálag sitt, hvernig bæta megi andlegu hliðina, og hvernig forðast megi álagsmeiðsl.

Ég er menntaður Íþróttafræðingur frá KHÍ og er einnig með Masterspróf í Æfinga- og Íþróttasálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Mín lokaritgerð var um hvernig hjálpa beri einstaklingum að halda sig í ræktinni, aðferðum og lausnum. Einnig er ég með einkaþjálfarapróf frá FIA einkaþjálfunarskólanum ásamt almennum þjálfunargráðum (ÍSÍ, BSÍ).

Address

Suðurlandsbraut 66
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 17:30 - 20:00
Wednesday 17:30 - 20:00
Friday 17:30 - 20:00

Telephone

6590599

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Regluleg hreyfing posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Regluleg hreyfing:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram