Regluleg hreyfing

Regluleg hreyfing Æfinga- og íþróttasálfræðiþjónusta í formi viðtala við einstaklinga, held einnig fyrirlestra fyrir landslið hinna ýmsu íþrótta varðandi andlega þjálfun.

Æfingasálfræði: Hver sem er, hvort sem þeir eru að æfa reglulega eða VILJA æfa reglulega, geta nýtt sér mína aðstoð. Fyrir þá sem hafa byrjað og hætt í reglulegri hreyfingu oftar en þeir kjósa að muna, þá get ég sýnt fram á vísindalega sannaðar aðferðir til að halda sér á réttu brautinni. Fyrir þá sem eru að nú þegar að æfa, ég get hjálpað ykkur að fá meira út úr æfingaráætlununum, hanna nýjar áætlanir og almennt að fá heildarmynd yfir hvað er að virka og hvað má betur fara.

Íþróttasálfræði: Allir íþróttamenn þurfa að kljást við álag, hvort sem það er álag sem fylgir æfingum, keppnum eða samskipti við þjálfara. Ég get hjálpað til við hámarks undirbúning fyrir keppnir og hvernig hægt er að fá sem mest út úr hverri æfingu svo íþróttafólk sé sem best undirbúið þegar kemur að mikilvægum keppnum. Ég geri bæði þjálfurum og keppnisfólki kleift að fá heildarsýn yfir æfingarálag sitt, hvernig bæta megi andlegu hliðina, og hvernig forðast megi álagsmeiðsl.

Ég er menntaður Íþróttafræðingur frá KHÍ og er einnig með Masterspróf í Æfinga- og Íþróttasálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Mín lokaritgerð var um hvernig hjálpa beri einstaklingum að halda sig í ræktinni, aðferðum og lausnum. Einnig er ég með einkaþjálfarapróf frá FIA einkaþjálfunarskólanum ásamt almennum þjálfunargráðum (ÍSÍ, BSÍ).

21/10/2015

Þeir sem hafa áhuga á viðtali hjá mér geta alltaf sent mér skilaboð hér, fengið frekari upplýsingar um hvernig viðtölin fara fram, hvað þetta kostar, hvernig hægt er að fá ókeypis tíma og allt varðandi reglulega hreyfingu sem þið viljið fá upplýsingar um.

17/09/2015

Ég er enn ekki farinn að auglýsa en það fer óðum að styttast í það að ég geri það. Ég er kominn að aðstöðu þar sem ég get hitt einstaklinga varðandi æfingar og einnig íþróttafólk varðandi íþróttasálfræði. Aðstaðan mín er í Laugardalnum og ég hvet alla sem eru forvitnir til að senda mér póst á regluleghreyfing@gmail.com. Ég býð einnig félögum og fyrirtækjum upp á að halda fyrirlestra fyrir sína einstaklinga varðandi æfingasálfræði og hvernig best sé að skipuleggja þjálfun sína til að ná (loksins) að komast í það form sem eykur vellíðan, sjálfsálit, orku og ánægju bæði í leik og starfi.
Ég bið vini mína hérna á FB að vinsamlegast deila þessu áfram til að ég nái að dreifa boðskapnum :).

28/05/2012

Nú fer ég að opna fyrir skráningu á aðhaldsnámskeið fyrir einstaklinga, pör og hópa. Aðhaldsnámskeiðið er stutt en mjög hnitmiðað, farið verður yfir helstu hindranir varðandi reglulega hreyfingu, næringu, farið verður yfir lausnir við algengum vandamálum o.s.frv.
Allir, sama á hvaða stigi þeir eru, hversu lengi/stutt þeir hafa stundað reglulega hreyfingu, geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áætlaður tími námskeiðsins verða 4 tímar og mun verðið vera 4.500kr á mann.
Þeir sem hafa fyrirspurninir endilega sendið þær á astvaldurheidars@gmail.com eða hringið í síma 659-0599.

19/02/2012

Er að opna glænýja aðstöðu í húsum ÍBR (Laugardalnum...nánar tiltekið Engjavegi 6) á mánudaginn 27.febrúar.

Í tilefni af opnunni þá mun ég bjóða upp á ókeypis ráðgjöf mánudaginn 27.febrúar varðandi /líkamsræktæfingar, fá hugmyndir að nýjum æfingum, láta yfirfara æfingaráætlanir, fá ókeypis ummáls- og fitumælingu, fá ráðgjöf varðandi áhugahvöt í æfingunum, hvernig á að koma sér af stað, o.s.frv. Einnig hvet ég íþróttamenn til að koma og spjalla við mig um hvað sem viðkemur sinni íþrótt, hvernig megi fá meira út úr æfingunum, keppnum og fá upplýsingar um hugarþjálfun og hvernig hún getur nýst keppnisfólki.

Bæklingur er að fara að líta dagsins ljós þar sem allt er upptalið sem ég hef upp á að bjóða. Hann verður tilbúinn 27.febrúar þegar starfsemin byrjar en læt það nægja í bili að segja að ég býð upp á alla ráðgjöf varðandi líkamsrækt, almenna hreyfingu, æfingasálfræði, íþróttir, íþróttasálfræði, einkaþjálfun, mælingar o.s.frv. Þannig ég ætti að geta hjálpað hverjum sem er.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að panta tíma:

Ég get tekið á móti fólki á eftirfarandi dögum (frá og með 27.febrúar):

MÁNUDÖGUM
16:00 - 19:00
MIÐVIKUDÖGUM
16:00 - 19:00
FIMMTUDÖGUM
17:00 - 20:00

Ef þessi tími hentar ekki og einhverjir vilja fá viðtal/ráðgjöf á öðrum tímum (eða um helgi), hafið þá samband og ég sé hvort ég hafi lausan tíma.

21/01/2012

Að byrja að æfa í allra fyrsta sinn eða að byrja að æfa í fyrsta sinn í laaangan tíma:

Eftirfarandi 7 spurningum er gott að velta fyrir sér þegar/ef maður byrjar að æfa aftur (eða í fyrsta sinn eins og segir í fyrirsögninni):

1. Hefur læknirinn minn sett mér einhver boð/bönn varðandi æfingariðkun?
2.Fæ ég verk í brjóstið þegar ég æfi?
3. Hef ég fundið verk í brjóstinu undanfarnar 4 vikur þó ég sé ekki að æfa?
4. Fæ ég við og við svimaköst?
5. Er ég með verki í liðum eða beinum sem gætu hugsanlega versnað ef ég skyldi
fara að æfa?
6. Er ég á blóðþrýstingslyfjum og/eða hjartalyfjum?
7. Eru einhverjar aðrar hugsanlegar ástæður fyrir því að ég ætti EKKI að fara að æfa reglulega (kannski hefur læknir minnst á einhverjar ástæður)?

Ef svarið er "nei" við hverri einustu spurningu hér að ofan er nokkið öruggt að þú getur farið að æfa reglulega með það í huga að byrja rólega og að álag sé aukið hæfilega við og við.

Þetta er eitthvað sem þarf ávallt að hafa í huga í byrjun. Þjálfarinn/æfingarráðgjafinn þarf að hafa þessa hluti í huga þegar æfingaráætlun er búin til til að lágmarka óþægindi og til að skaða ekki viðkomandi.

"Hvað geri ég ef ég vil fara að æfa en hef svarað "já" við einhverjum af þessum spurningum?"

Þá er svarið að hafa samband við æfingarráðgjafa sem getur hannað æfingaráætlun fyrir þig sem er einstaklingsmiðuð og hentar þér.

"Er það ekki klikkað dýrt??"

Nei það er ekki klikkað dýrt. Að búa til æfingaráætlun ætti ekki að kosta meira en 2.500 - 3.500 kr. Þá er yfirleitt miðað við 3 mánaða áætlun. Þegar þeirri áætlun hefur verið lokið með fullnægjandi hætti, þá er hægt að hanna næstu 3 mánuði eða 6 mánuði eða hvað sem það verður langt. Aðalatriðið er að vera ekki að fá of langt prógram strax í byrjun því það þarf að vega og meta fyrstu 3 mánuðina. Það fer svo eftir því hvernig þeir gengu fyrir sig hvað kemur þar á eftir.

Takk fyrir lesturinn og gangi ykkur vel að æfa :)

15/01/2012

Nokkrar umsagnir frá fyrsta námskeiðinu í dag:

"Mjög fróðlegt og vakti mig mjög til umhugsunar um heilsu mína og hvernig ég ætti að nálgast markmið mín"
Eydís Hauksdóttir, sérfræðingur í áhættumati.

"Fínt flæði og ágætar umræður. Verkefnisheftið var vel upp sett. Margir góðir punktar sem fengu mann til umhugsunar"
Guðmundur Sigfússon, hagfræðingur

"Mjög gott og áhugavert, en mætti kannski vera örlítið styttra :)"
Hilmar Óskarsson

"Þetta var mjög gagnlegt fyrir mig til að koma mér af stað og hvernig best væri að gera þetta"
Þórhildur Ásgeirsdóttir, verslun

Þau sem mættu í dag voru sammála um það að ég hefði gefið þeim yfirsýn yfir æfingahindranir sem hafa verið að hrjá þau í gegnum tíðina.Hjálpað þeim að finna mögulegar lausnir á hindrunum sínum og hvernig best sé staðið að því að, annað hvort, koma sér í eða halda sér í ræktinni og ná öllum markmiðum sem maður setur sér.
Ég vona að næsti hópur verði jafn móttækilegur og hress og sá sem var í dag....ég þakka aftur fyrir mig.

15/01/2012

Fyrsta námskeiðinu lokið :). Þetta gekk frábærlega og hlakka ég strax til að halda það aftur. Planið er að halda námskeið í æfingarsálfræði annan hvern mánuð og svo er ég að gæla við að halda námskeið í íþróttasálfræði annan hvern mánuð líka. Ég læt ykkur vita hvenær næsta námskeið verður og mun ég þá kannski auglýsa það á fleiri stöðum en bara Facebook.

14/01/2012

Hlakka til að sjá þá sem ætla að mæta til mín á morgun :).

10/01/2012

Síðasta áminningin um námskeiðið á sunnudaginn kemur :). Það fer fram á Suðurlandsbraut 66, í fyrirlestrasalnum þar, á milli 14:00 og 16:00. Þið sem viljið kíkja og fá aðstoð með ræktina...endilega kíkið. Til að skrá sig sendið mér e-mail á astvaldurheidars@gmail.com með fyrirsögninni "JÁ ÉG VIL GERA EITTHVAÐ Í MÍNUM MÁLUM!"

04/01/2012

Í tilefni af nýju glæsilegu ári þá ætla ég að hafa fyrsta námskeiðið/vinnustofuna um æfingarsálfræði ókeypis. Námskeiðið er 2 tímar (með hléi) og er dagskráin eftirfarandi:

- Almennt um æfingarsálfræði (5 mín)
- Fyrirlestur (15 mín)
- Vinnuhópar - spurningar (60-70 mín)
- Opnar umræður um spurningarnar og svörin (restin af tímanum)

Þegar við förum í "vinnuhópana" þá fær hver einstaklingur 12 blöð sem við förum í gegnum. Eftir þann tíma er hver einn og einasti á námskeiðinu kominn með yfirlit yfir sín mál varðandi hugarfar, markmið, æfingarsögu sína, hinranir, lausnir, næringu, æfingarskipulag sitt, vikuáætlun og aðgerðaráætlun.
Þannig ef þið hafið einhvern áhuga á að skipuleggja ykkur fyrir nýtt ár og fá lausnir við mögulegum æfingarhindrunum sem hafa orðið (og eru hugsanlega sífellt að verða á vegi ykkar í gegnum árin), þá getið þið litið á þessa 2 tíma sem fjárfestingu í bættri heilsu og jákvæðara viðhorfi til æfingarframtíðarinnar. Það mikilvægasta í lífinu finnst mér vera að læra af mistökum fortíðarinnar og með því, ná betri árangri í framtíðinni og það er markmið námskeiðins í hnotskurn.

Staðsetning ásamt tíma verður auglýst síðar en þetta verður líklega ekki næstu helgi heldur þarnæstu (annað hvort laugardaginn 14.jan eða sunnudaginn 15.jan og þá eftir hádegi).

Ég auglýsi tímasetninguna í vikunni en þangað endilega veltið því fyrir ykkur eftirfarandi spurningum:

- Hef ég í gegnum tíðina verið að byrja að æfa en alltaf hætt eftir stuttan tíma?
- Er ég sífellt að setja mér markmið sem ég annað hvort næ aldrei eða ég næ þeim
en aðeins í örstuttan tíma?
- Veit ég hvað hefur verið að hindra að ég nái mínum markmiðum?
- HEF ég yfirhöfuð nákvæm, mælanleg og raunhæf markmið???
- Miðað við hvað það kostar á þetta námskeið...gæti ég hugsanlega grætt á því að mæta og reyna að fá leiðir til að geta loksins farið að æfa reglulega og NOTIÐ mín?

Þar sem ég þarf að halda vel utan um skráninguna, þegar að henni kemur, þá fer hún þannig fram að þeir sem vilja mæta senda mér tölvupóst á astvaldurheidars@gmail.com
skrifa þar nafn og kennitölu og hafa fyrirsögn póstsins

"JÁ ÉG VIL GERA EITTHVAÐ Í MÍNUM MÁLUM!"

31/12/2011

Ekki vita allir hvað gerist í líkamanum þegar farið er að æfa, annað hvort í allra fyrsta sinn, eða eftir mjög langan tíma. Það má segja að það séu 3 stig sem einstaklingur gengur í gegnum:

1.stig:
Vöðvinn/vöðvarnir fá ákveðið sjokk. Á þessu stigi (eftir sjokkið þ.e.a.s.) fara af stað ýmis ferli í líkamanum til að ná að jafna sig og undirbúa sig fyrir þessi sömu átök, skyldu þau koma fyrir aftur. Líkaminn fer í ákveðið "survival mode" þar sem hann skynjar að hann þurfi að bæta ákveðna þætti hjá sér til að geta tekið við þessu álagi næst (t.d. styrkja/stækka vöðva eftir mjög erfiða lyftingaræfingu, bæta súrefnisflutning (hjarta- og æðakerfi) eftir erfiða þrekæfingu, o.s.frv. Það fylgja þessu stigi ýmis miniháttar óþægindi eða harðsperrur og þessi óþægindi geta oft hrakið fólk frá æfingum. Þá hugsar það ef til vill "úff....ég vil ekki líða svona heillengi eða eftir hverja æfingu!" sem er náttúrulega ekki lógískt því líkaminn fer strax í það að reyna að bæta sig fyrir þessi átök, eins og fyrr segir. Sumir líta reyndar á harðsperrurnar sem góðan vitnisburð um að tekið hafi verið á á æfingunni...þannig kemur enn og einu sinni inn hver munurinn á jákvæðum og neikvæðum huga er þegar kemur að reglulegri þjálfun.

2.stig:
Á þessu stigi fer líkaminn að breyta líkamsstarfseminni meðal annars með því að auka flæði ákveðinna hormóna, fer að leita að próteinum til að nota við uppbyggingu, þá þarf að láta líkamanum það í té svo hann fari ekki að brjóta niður vöðvavefi/vöðvamassa. Að missa vöðvamassa er það síðasta sem við viljum því vöðvamassinn okkar er orkufrekur sem þýðir að hann þarf að eyða mörgum kaloríum til að halda sér og það veldur því að við brennum meiru að öllu jöfnu. Það er frekar einstaklingsbundið hvenær þetta ferli harðsperruferli endar en það er oft talað um að harðsperrur verði verstar á 2. eða 3.degi. Þetta fer að sjálfsögðu eftir ástandi einstaklingsins, tegund æfingar, lengd og ákefð...ásamt genum. Harðsperrurnar koma nefninlega ekki sama dag og maður tekur alvarlega á. Þær eru kallaðar DOMS á fræðamáli eða Delayed Onset Muscle Soreness og eins og nafnið bendir til þá eru þetta seinkuð viðbrögð líkamans við álagi. Ef rétt er staðið að hlutum (æfingarákefð hæfilega mikil, lengd hæfilega mikil, próteinmagn og næring nægilega mikil, vatnsinntaka nægilega mikil o.s.frv o.sfrv., þá ætti einstaklingur að vera búinn að jafna sig nægilega mikið á þessum 2-3 dögum til að fara aftur á æfingu og taka á því.

3.stig:
Ef það gerist hvað eftir annað að einstaklingur tekur allt of mikið á því á æfingunni, hvílir sig of lítið milli æfinga, setur ekki rétt næringarefni í líkamann til að stuðla að endurheimt fyrir næstu æfingu, drekkur ekki nægilega mikið vatn, svo ég tali ekki um svefninn! Þá gerist það sem kallast " " sem er það ástand sem enginn vill lenda í því það getur verið vandasamt og tímafrekt að losna undan því.

Það er alger óþarfi að lenda í ofþjálfun ef haft er í huga að ferlið að breyta líkamslöguninni og líkamsstarfseminni tekur tíma, kunnáttu og umfram allt ÞOLINMÆÐI. Ef sest er niður með menntuðum einstaklingi í fræðunum þá er hægt að búa til prógram sem tekur allt með í reikninginn og er búið til með þinn líkama í huga, miðað við þínar þarfir og áhuga.


GLEÐILEGT OG FARSÆLT HEILSUSAMLEGT KOMANDI ÁR :

29/12/2011

Réttlætingar...heróín lata mannsins
Það er með ólíkindum hvað fólk nær að réttlæta það fyrir sjálfum sér að mæta ekki í ræktina (eða út að ganga, skokka eða hvaða hreyfingu sem er). Það er náttúrulega alþekkt fyrirbæri að byrja í ræktinni, vera dugleg(ur) í 1-2 vikur og sannfæra síðan sjálfan sig um að það sé bara í fínu lagi að hætta því þessar harðsperrur sem það finnur fyrir, er jú sönnunin fyrir því að hreyfing er ekki að virka fyrir það. Eins og ég minntist á í síðasta pistli mínum þá túlkar neikvæði hugurinn allar hindranir sem "sönnun" fyrir því að það sé rétt ákvörðun fyrir einstaklinginn að æfa. Þetta er að sjálfsögðu réttlæting. Það er einstaklingsbundið hvort réttlætingarnarnar séu meðvitaðar eða ómeðvitaðar.
Ef um meðvitaðar réttlætingar er að ræða þá verðr að kafa að rót vandans sem er oftar en ekki bara almenn leti. Ef um leti er að ræða þá þarf að fara yfir hver var hvatinn að því í byrjun að einstaklingurinn ákvað að hreyfa sig. Var það læknisráð? Var það samfélagsþrýstingur? o.s.frv. Það þarf líka að fara yfir hvað getur maður hugsanlega grætt á því að æfa reglulega og hvaða áhrif það myndi hafa á lífið?? Sem sagt...hvaða afleiðingar hefur þessi ákvarðanataka að sleppa sífellt æfingum/reglulegri hreyfingu?
Réttlætingarnar geta, eins og áður segir, verið ómeðvitaðar. Fyrir þá sem eru oft að sleppa æfingum þá er gott að fara HEIÐARLEGA yfir æfingasöguna, vega og meta (jafnvel skrifa niður) allt sem er reglulega að hindra það að maður hafi komist á æfingar. Þá er fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir því (hugsanlega með aðstoð atvinnumanns) hvað er að gerast á bakvið tjöldin eins og maður segir, sem orsakar þessar réttlætingar. Þetta er til dæmis eitthvað sem ætti ekki að taka meira en 1-2 viðtöl og þá er viðkomandi kominn með góða yfirsýn yfir hvað er að gerast, svo kemur það tímafreka...að lagfæra og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Auðvitað getur þetta verið mistímafrekt eftir einstaklingum en 1-2 tímar duga yfirleitt til að fá góða sýn á vandann, sem er alltaf fyrsta skrefið.
Vona að þetta hafi vakið einhverja til umhugsunar og ef þið viljið spjalla við mig þá er alltaf hægt að senda mér e-mail eða hringja á milli 16-18 alla virka daga.

Address

Suðurlandsbraut 66
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 17:30 - 20:00
Wednesday 17:30 - 20:00
Friday 17:30 - 20:00

Telephone

6590599

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Regluleg hreyfing posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Regluleg hreyfing:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram