Útfararþjónustan

Útfarþjónusta Rúnars Geirmundssonar
Traust og faglegt fjölskyldufyrirtæki í 25 ár.

Útfararþjónustan hefur verið í eigu Rúnars Geirmundssonar og fjölskyldu frá stofnun hennar.

Öll alhliða útfararþjónusta, allann sólarhringinn, alla daga



Rúnar stofnaði Útfararþjónustuna á vormánuðum árið 1990 og hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónu

stan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra, Sigurður og Elís, þar ásamt föður sínum. Skrifstofa Útfararþjónustunnar er að Fjarðarási 25 í Reykjavík. Þar tekur útfararstjóri á móti aðstandendum og veitir þeim allar upplýsingar er varða undirbúning útfarar. Útfararstjóri kemur einnig heim til aðstandenda sé þess óskað. Hægt er að hafa samband allann sólarhringinn, alla daga ársins varðandi ráðleggingar og ráðgjöf.

Þegar andlát ber að hafa aðstandendur samband við útfararstjóra sem aðstoðar við undirbúning útfarar. Útfararstjóri í samráði við aðstandendur þarf þá að huga að því…
.að sækja hinn látna á dánarstað og flytja í líkhús
.að heimsækja aðstandendur og fara með þeim yfir þá þætti sem athuga þarf fyrir athöfn

að aðstoða aðstandendur að komast í samband við prest
.að skrá hinn látna í bókunarkerfi kirkjugarða og ganga frá grafarstæði og grafartöku
.að aðstoða við val á tónlistarfólki og prentun á sálmaskrá

að leiðbeina við kaup á blómum á kistu og krönsum sé þess óskað
.að sjá um að ganga frá hinum látna í kistu fyrir kistulagningu
.að hafa umsjón með kistulagningu og útför í kirkjum og akstri í kirkjugarð að henni lokinni
.að útvega kross á leiði sé þess óskað
.að senda aðtandendum reikning með samantekt allra sem að útför koma í samráði við aðstandendur.







© Útfararþjónustan ehf. Netfang: utfarir@utfarir.is
Fjarðarás 25, IS-110, Reykjavík, Iceland
Sími: 567-9110,

Facebook https://www.facebook.com/utfarir?ref=bookmarks

Útfararbifreið okkar leist út úr tolli árið 2012.Þá kynntum við hann sem fyrstu hvítu útfararbifreiðin á Íslandi og fjöl...
12/06/2025

Útfararbifreið okkar leist út úr tolli árið 2012.

Þá kynntum við hann sem fyrstu hvítu útfararbifreiðin á Íslandi og fjölluðum aðeins um fyrstu bifreiðina sem við keyptum.

Síðasts setningin vakti bæði gleði og undrun en not bifreiðarinnar hefur breyst síðan þetta var skrifað.

--

Árið 1990 fluttum við inn fyrsta gráa útfararbílinn sem notaður var við athafanir á Íslandi. Það vakti mikla athygli á þeim tíma og undrun sumra. Tíminn leiddi þó í ljós að aðstandendum þótti bílinn hlýlegur og fallegur í alla staði.

Hér á þessari mynd má sjá nýjustu útfararbiðfreið fyrirtækisins. Bíllinn er af Cadillac Hears gerð og er eins og sjá má hvítur á lit.

Þetta er fyrsti og eini sér útfærði útfararbíllinn á Íslandi sem er alhvítur. Bíllinn er árgerð 1996.

Fyrirtækið mun héðan í frá bjóða upp á þessa bifreið til afnota við útfarir. Þrátt fyrir að bifreiðin henti við allar athafnir munum við fyrst um sinn sérstaklega bjóða uppá akstur hans við útfarir kvenna.

Útfararþjónustan
Rúnar Geirmundsson

🎄 Gleðileg jól og farsælt komandi ár! 🎅 | Kæru vinir, við hjá Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar viljum þakka öllum f...
25/12/2024

🎄 Gleðileg jól og farsælt komandi ár! 🎅 | Kæru vinir, við hjá Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar viljum þakka öllum fjölskyldum sem hafa leitað til okkar á árinu sem er að líða. 🙏

✨ Það er okkur heiður og forréttindi að fá að styðja við ykkur á erfiðum tímum ❤️ og tryggja að ástvini ykkar sé minnst með virðingu og hlýju. 🌟

Við sendum okkar bestu óskir 🎁 um gleði 😊, frið 🕊 og farsæld 🍀 á jólahátíðinni 🎶 og inn í nýja árið 📅. Megi nýtt ár færa ykkur von 🌈, kærleika 💕 og samveru með þeim sem ykkur þykir vænt um. 🫂

Með kærleikskveðju,
🌟 Rúnar Geirmundsson, Elís Rúnarsson, Sigurður Rúnarsson æ🌟
Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar | Útfararþjónustan ⚘

Bálför á vegum Ásatrúarfélagsins í Kollafirði í september 2024 að víkingasið. Ýtt var úr vör í Kollafirðinum í sérsmíðuð...
27/09/2024

Bálför á vegum Ásatrúarfélagsins í Kollafirði í september 2024 að víkingasið. Ýtt var úr vör í Kollafirðinum í sérsmíðuðu víkingafleyi eftir Óskar Yngling Birgisson.

Athöfn: Jóhanna G. Harðardóttir , Kjalnesingagoði | Ásatrúarfélag

Handverkssmíði báts/duftkers: Óskar Yngling Birgisson

Address

Þverholti 30
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Útfararþjónustan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share