
12/06/2025
Útfararbifreið okkar leist út úr tolli árið 2012.
Þá kynntum við hann sem fyrstu hvítu útfararbifreiðin á Íslandi og fjölluðum aðeins um fyrstu bifreiðina sem við keyptum.
Síðasts setningin vakti bæði gleði og undrun en not bifreiðarinnar hefur breyst síðan þetta var skrifað.
--
Árið 1990 fluttum við inn fyrsta gráa útfararbílinn sem notaður var við athafanir á Íslandi. Það vakti mikla athygli á þeim tíma og undrun sumra. Tíminn leiddi þó í ljós að aðstandendum þótti bílinn hlýlegur og fallegur í alla staði.
Hér á þessari mynd má sjá nýjustu útfararbiðfreið fyrirtækisins. Bíllinn er af Cadillac Hears gerð og er eins og sjá má hvítur á lit.
Þetta er fyrsti og eini sér útfærði útfararbíllinn á Íslandi sem er alhvítur. Bíllinn er árgerð 1996.
Fyrirtækið mun héðan í frá bjóða upp á þessa bifreið til afnota við útfarir. Þrátt fyrir að bifreiðin henti við allar athafnir munum við fyrst um sinn sérstaklega bjóða uppá akstur hans við útfarir kvenna.
Útfararþjónustan
Rúnar Geirmundsson