Our Story
Mimos nuddstofa opnaði í júní 2012 og er staðsett á Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík. Nuddarar Mimos búa að margra ára reynslu í nuddmeðferðum með sérstakri áherslu á persónulega og góða þjónustu. Komdu og leyfðu nuddurum Mimos nuddstofu að dekra við þig í þægilegu og rólegu umhverfi, fjarri amstri hversdagsins.
Sjá nánari upplýsingar um það sem er í boði hér fyrir neðan.
Er í síma. 781-8709 - netfang: mimos@mimos.is
-----------------------------------------------------------------------------
See more details for what I offer in the list below.
Contact: Tel 7818709 - email - mimos
@mimos.is/wwwmimos.is
Nuddmeðferðir.
Slökunar /klassískt nudd.
Leyfðu þér smá dekur og njóttu þess að upplifa fullkomna afslöppun eftir amstur dagsins. Markmið meðferðarinnar er að mýkja vöðva, draga úr spennu og örva blóðrásina.
Verð 50 mín. 8500/ 80 mín. 10500
Djúpvefjanudd.
Meðferðin er afmörkuð við sértækt vöðvaálag og beinist að innri samsetningu vöðvanna. Aðferðin er svipuð og í klassísku nuddi en þó þéttar og með meiri þrýsting. Markmiðið með þessari meðferð er að losa um dýpri vefjalög og spennu.
Verð 50 mín. 8500 / 80 mín. 10500
Steinanudd.
Notaðir eru upphitaðir mjúkir steinar. Steinunum er nuddað mjúklega um líkamann meðan olía er borin á. Við þetta örvast blóðrásin og efnaskiptin ásamt því að draga úr bólgumyndun, verkjum og spennu. Mjög áhrifarík og góð meðferð sem veitir djúpa slökun.
Verð 50 min 9500/ 80 min 11500
Saltskrúbb.
Sérlega endurnærandi líkamsskrúbb þar sem sjávarsalt og náttúruleg olía eru borin á líkamann. Þessi blanda af skrúbbi og nuddi er sérlega orkugefandi, örvar blóðrásina og hreinsun líkamans og gefur húðinni aukinn ljóma og heilbrigt útlit.
Bjóðum upp á tvær mismunandi lyktir:
• Lemongrass og grapefruit
• Lavender og Rosemary
Verð 50 mín. 10500 / 80 mín. 12500
Opnunartími mánudag-föstudags kl.9:00 – 20:00 /á laugardaginn frá 11:00 til 20:00Aðrir tímar eftir samkomulagi