
01/07/2020
Við þökkum samfylgdina síðastliðin tvö árin.
Íslenska fyrirtækið Dr. Fjóla & Kompaní hefur meðal annars rekið bæði Hugrænu atferlisstöðina í Reykjavík þar sem yfir hundruðir íslendinga hafa fengið gagnadrifna og gagnreynda sálfræðiþjónustu. Við höfum staðið fyrir fyrirlestrum m.a. fyrirlestrinum með áströlsku sálfræðingunum Dr. Ross Menzies og Rachel Menzies þar sem þau fjölluðu um: Af Hverju er Dauðinn Tabú? Við höfum birt fjórar ritýndar fræðigreinar um árangur tölvuprógramma í sálfræðimeðferð. Við höfum einnig verið með klíníska handleiðslu, unnið í prófdæmingu og unnið með rannsóknarnemum bæði í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, University of Sydney, University of Technology Sydney, University of British Columbia og University of Regina.
Kanadíska fyrirtækið Dr. Fjóla Helgadóttir Psychology mun taka yfir rekstur Hugrænu atferlisstöðvarinnar í Reykjavík og vera með skrifstofur sínar í Vancouver, BC, Kanada, þar sem íslenskum skjólstæðingum býðst áfram sálfræðiþjónusta í gegnum fjarfundabúnað. Einnig munum við halda áfram meðferðarrannsóknum okkar í gegnum fyrirtækið AI-Therapy í samvinnu við ofangreinda Háskóla.
Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.drfjola.com/ og https://www.hamrvk.com/
Símanúmerið er áfram +354 466 2018 en ritarar eru nú enskumælandi og hægt er að hafa samband í gegnum admin@drfjola.com.
Athugið að símsvörun byrjar eftir klukkan 15:30 til miðnættis á íslenskum tíma.
Skrifstofur okkar eru til húsa hér:
Dr. Fjóla Helgadótir Psychology.
Suite 600, 1285 West Broadway
Vancouver, BC, V6H 1G7.
Canada