
11/09/2025
Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛
Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;
Er allt í gulu?
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.
Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112