Sóltún Heima

Sóltún Heima Sóltún Heima býður upp á alhliða heimaþjónustu fyrir þau sem á þurfa að halda vegna heilsubrests.

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinn...
08/09/2025

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinna að því alla daga að styrkja og efla líkamlegt atgervi okkar skjólstæðinga, og ekki er aðstoðarfólk þeirra í sjúkraþjálfuninni minna öflugt💪Við óskum öllum sjúkraþjálfurum til hamingju með daginn!

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund ...
09/08/2025

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund með Svenný og Steinunni, Kabarett bingó og dragsýning, bíósýningar, pizzupartý, gay pride kökur og litríkar vöfflur.
Góða skemmtun í gleðigöngunni í dag og til hamingju með ástina öll, hvernig sem hún birtist ykkur!❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍


Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, b...
05/08/2025

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, báðar starfsmenn á Sóltúni Heilsusetri, skrifuðu frábæra grein um hinseginfræðslu fyrir eldra fólk í endurhæfingu á Sóltúni Heilsusetri. Í fræðslunni er m.a. farið yfir hugtök á borð við kvár, kynvitund, trans, intersex og kyntjáningu og hefur þessari fræðslu verið einstaklega vel tekið enda mjög fróðleg, sérstaklega fyrir eldri kynslóðir.

Endilega kíkið á þessa skemmtilegu grein❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

https://www.soltun.is/frettir/hvad-er-svona-merkilegt-vid-thad-ad-vera-hinsegin


Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöð...
28/05/2025

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöðunum 2025, en heildaránægja mælist há meðal íbúa og aðstandenda💛

Niðurstöðurnar er að finna í heild sinni á vefsíðu Sóltúns.

Heildaránægja mælist há á Sóltúnsheimilunum og íbúar og aðstandendur upplifa umhyggju og öryggi samkvæmt þjónustukönnun sem félagið lét framkvæma í mars 2025.

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛   We wish all nurses a ha...
12/05/2025

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛


We wish all nurses a happy International Nurses Day!🥳🙌🥳

Gleðilegt sumar!☀️💛☀️
24/04/2025

Gleðilegt sumar!☀️💛☀️

Síðustu tvær vikur höfum við verið að hita upp fyrir páskana. Páskabingó, páskabíó, páskaföndur og guðsþjónusta hafa sty...
16/04/2025

Síðustu tvær vikur höfum við verið að hita upp fyrir páskana. Páskabingó, páskabíó, páskaföndur og guðsþjónusta hafa stytt okkur stundir á meðan við bíðum eftir páskunum og súkkulaðinu góða🐥
Það hefur reyndar verið hitað hraustlega upp í nammiáti á öllum starfsstöðvum og á Sólvangi var meira að segja haldinn vondunammidagur þar sem fólk mætti með sitt allra versta nammi. Það voru auðvitað skiptar skoðanir á því hvað telst vera vont nammi😎

Starfsfólk Sóltúns á öllum starfsstöðvum fékk hins vegar óneitanlega gómsætt páskaegg nr.4 frá Nóa Siríus í páskagjöf frá Sóltúni. Einhverjir hafa tekið gæðatékk á sínu eggi og þetta er víst ansi góður árgangur í ár!🐥😋

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að við fáum öll að njóta sem allra lengst þessara fallegu og langþráðu sólargeisla sem umlykja okkur þessa dagana☀️💛🐥

28/03/2025

Laus störf Sóltúni

Fjóla Bjarnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Sóltúns Sólvangi, miðstöð öldrunarþjónustu.  Fjóla starfaði áður sem ...
24/03/2025

Fjóla Bjarnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Sóltúns Sólvangi, miðstöð öldrunarþjónustu. Fjóla starfaði áður sem forstöðumaður á hjúkrunarheimilinu Eir og Hömrum. Hún hefur einnig verið í stjórnunarstöðum á Skjóli og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ásamt öðru. Fjóla er með M.Sc. í öldrunarfræðum frá HA, viðbótardiplóma í heilbrigðisvísindum með áherslu á krabbamein og líknarmeðferðir, viðbótardiplómu í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu, B.Sc í hjúkrun og sjúkraliðamenntuð.

Sóltún rekur fjölbreytt þjónustuúrræði fyrir aldraða. Á Sóltúni Sólvangi í Hafnarfirði eru 71 hjúkrunarrými, 26 dagdvalarrými, Sóltún Heilsusetur endurhæfingarúrræði og Sóltún Heima heimaþjónusta. Á Sóltúni Reykjavík eru 92 hjúkrunarrými.

Fjóla hefur tekið til starfa💛

Sóltún bauð starfsfólki á öllum starfsstöðvum upp á Búlluborgara í hádeginu við glimrandi ánægju starfsfólks. Og það bók...
21/03/2025

Sóltún bauð starfsfólki á öllum starfsstöðvum upp á Búlluborgara í hádeginu við glimrandi ánægju starfsfólks. Og það bókstaflega á Sóltúni Reykjavík því starfsfólk kom beint í hamborgararöðina að loknu glimmer dansiballi í samkomusalnum. Glimmer, dans og hamborgarar, gerist ekki betra. Góða helgi!🍔💛💃

Address

Sólvangsvegi 2
Reykjavík
220

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún Heima posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún Heima:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Styrkja, efla og styðja

Lífsgæði eru fólgin í því að lifa heilbrigðu og sjálfstæðu lífi á eigin heimili eins lengi og kostur er. Þegar við eða aðstandendur okkar lenda í heilsubresti, þá þurfum við stundum aðstoð. Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu við athafnir daglegs lífs.