03/01/2026
Bjarney Gunnarsdóttir hlaut styrk frá Rannsóknarsjóði Hrafnistu á dögunum til að vinna áfram með verkefnið Sameinum kynslóðir - valáfanga á unglingastigi. Hún er nú að þróa kennsluleiðbeiningar, sem er lokaverkefnið hennar í meistaranámi í íþróttafræði, sem hún vonar að aðrir skólar taki upp og nýti.
Starfsmaður á Hrafnistu hlaut nýverið styrk til að þróa áfram verkefni þar sem grunnskólakrakkar heimsækja íbúa hjúkrunarheimila vikulega. Hún segir verkefnið hafa gefið góða raun og vonar að fleiri skólar og hjúkrunarheimili taki þátt.