Hrafnista

Hrafnista Opinber síða Hrafnistuheimilanna sem eru 8 talsins í 5 sveitarfélögum. Starfsmenn Hrafnistu eru tæplega 1.700 talsins.
(1)

Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs og rekur 8 hjúkrunarheimili í 5 sveitarfélögum - 6 heimili á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ ásamt 2 heimilum í Reykjanesbæ.

Íbúar Hrafnistu eru um 800 talsins og um 500 aðrir nýta sér þjónustu Hrafnistu daglega. Hrafnista starfrækir:
- 4 dagdvalir
- Dagendurhæfingardeild
- Dagdeild fyrir einstaklinga með heilabilun

Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, á og rekur 260 leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri í 3 sveitarfélögum. Íbúðirnar eru tengdar við lífsgæðakjarna Hrafnistuheimilanna.

Tónleikar í minningu Gylfa Ægissonar á Hrafnistu Hraunvangi 🧡
27/09/2025

Tónleikar í minningu Gylfa Ægissonar á Hrafnistu Hraunvangi 🧡

Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit.

Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs skrifar grein á visir.is um réttinn til að velja sér hei...
22/09/2025

Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs skrifar grein á visir.is um réttinn til að velja sér heimili alla ævi.

„Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum.“

Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg.

Hrafnista Sléttuvegi fær afhentan skynörvunarstól að gjöf úr minningarsjóði Guðbjargar Höllu Björnsdóttur
18/09/2025

Hrafnista Sléttuvegi fær afhentan skynörvunarstól að gjöf úr minningarsjóði Guðbjargar Höllu Björnsdóttur

Aðstandendur Guðbjargar Höllu Björnsdóttur afhentu Hrafnistu Sléttuvegi skynörvunarstól frá Fastus að gjöf úr minningarstjóði Guðbjargar, eða Guggu eins og hún var jafnan kölluð. Gugga flutti á Hrafnistu Sléttuveg í mars 2020 og var ein af fyrstu íbúum hjúkrunarheimilisins e...

Fullbúinn lífsgæðakjarni í BoðaþingiÍ gær var vígsla á 64 nýjum rýmum í 4.160 m2 við hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþing...
03/09/2025

Fullbúinn lífsgæðakjarni í Boðaþingi

Í gær var vígsla á 64 nýjum rýmum í 4.160 m2 við hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþing í Kópavogi, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hjúkrunarrými á heimilinu eru þá samtals orðin 108 talsins og þar með er lífsgæðakjarninn í Boðaþingi full risinn með hjúkrunarheimili Hrafnistu, leiguíbúðum DAS íbúða og þjónustumiðstöðinni Boðanum.
Nýja húsið er allt hið glæsilegasta eins og meðfylgjandi myndir sýna sem teknar voru á opnunarhátíðinni í gær.

64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í BoðaþingiFélags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og...
02/09/2025

64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Boðaþingi

Félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og forráðamenn Hrafnistu opnuðu í dag nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Fyrir eru 44 rými í Boðaþingi og eru hjúkrunarrýmin þannig orðin 108 talsins. Óhætt er að segja að um mikilvægan áfanga sé að ræða í uppbyggingu hjúkrunarheimila hér á landi, enda eru biðlistar langir, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Eignarhald er sameiginlega á hendi ríkisins og Kópavogsbæjar en Hrafnista annast reksturinn.

Nýja byggingin í Boðaþingi er alls 4.160 m2 að stærð og býður upp á vandað þjónusturými. Fullbúinn lífsgæðakjarni er þar með risinn í Boðaþingi þar sem Hrafnista og Kópavogsbær munu reka saman blöndu af leiguíbúðum DAS, þjónustumiðstöð og nú stóru og góðu hjúkrunarheimili. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir nýja húsnæðið einstaklega fallegt og hlýlegt: „Við hlökkum til að bjóða nýja íbúa velkomna en þeirra bíður meðal annars stórkostlegt útsýni af svölum og úr borðsal heimilisins, sem breytir um svip með veðri og árstíðum. Þetta er eins og lifandi málverk sem náttúran málar á hverjum degi.“

Meðal þeirra sem héldu erindi á opnunarhátíðinni í dag voru Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og Óskar Jósefsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra:
„Þessi áfangi er mikilvægur fyrir samfélagið okkar. Með opnun nýrra hjúkrunarrýma í Boðaþingi getum við tryggt fleiri eldri borgurum öruggt og fallegt heimili. Opnunin í dag er enn einn áfangi í stórsókn stjórnvalda í uppbyggingu hjúkrunarheimila á landinu.“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra:
„Opnun nýs Boðaþings er langþráður áfangi og upptakturinn að því sem koma skal. Veruleg fjölgun hjúkrunarrýma á næstu misserum er á áætlun, samhliða eflingu þjónustu við aldraða sem geta búið heima fái þeir til þess góðan stuðning. Þetta er stór dagur og gleðilegur, fyrir íbúana hér, aðstandendur þeirra og samfélagið allt.“

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar:
„Það er ánægjulegt að 64 hjúkrunarrými bætist við í Boðaþingi við þau sem fyrir eru enda mikil þörf á fleiri hjúkrunarrýmum í Kópavogi eins og annars staðar. Hér í Boðaþingi er mjög fallegt umhverfi og lífsgæðakjarninn sem hér er og rekinn er í samstarfi Hrafnistu og Kópavogsbæjar þjónar fjölbreyttum hópi eldri borgara.“

Hönnun og bygging
Á vormánuðum 2022 var efnt til samkeppni um hönnun og byggingu heimilisins. Tillaga THG Arkitekta og ÍSTAK hlaut brautargengi. Hönnun á grundvelli vinningstillögunnar hófst strax að lokinni samkeppni og jarðvegsframkvæmdir hófust í maí 2023. Verkið hefur gengið hratt fyrir sig og nú er framkvæmdum lokið að fullu. Framkvæmdasýsla ríkisins (FSRE) annaðist útboðsmál og verkefnastjórn fyrir hönd verkkaupa.

Hrafnista er stærsti rekstraraðili öldrunarþjónustu á landinu og rekur alls átta dvalarheimili í fimm sveitarfélögum. Félagið er óhagnaðardrifið dótturfélag Sjómannadagsráðs sem rekið hefur dvalarheimili Hrafnistu í tæp sjötíu ár. Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan.

Það voru þau Trausti Ríkarðsson, sem átti 90 ára afmæli í dag, og Hrefna Lárusdóttir íbúar á Hrafnistu í Boðaþingi sem héldu í borðann á meðan Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma Möller, heilbrigðisráðherra, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, og Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu í Boðaþingi, klipptu á borðann.

Söngur og föstudagsfjör á Hrafnistu í Laugarási 🥳👏
29/08/2025

Söngur og föstudagsfjör á Hrafnistu í Laugarási 🥳👏

Þær Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari héldu tónleika fyrir íbúa og gesti á Hrafnistu L...
25/08/2025

Þær Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari héldu tónleika fyrir íbúa og gesti á Hrafnistu Laugarási sl. laugardag 🩷

Sumargrill á Hrafnistu Hraunvangi 💛
15/08/2025

Sumargrill á Hrafnistu Hraunvangi 💛

Fjölbreytileikanum fagnað á Hrafnistu í Laugarási og viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í hjólakeppni 🩷🧡💛💚💙💜
15/08/2025

Fjölbreytileikanum fagnað á Hrafnistu í Laugarási og viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í hjólakeppni 🩷🧡💛💚💙💜

Glæsilegt útilistaverk á Hrafnistu Sléttuvegi 💜
20/07/2025

Glæsilegt útilistaverk á Hrafnistu Sléttuvegi 💜

Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni...

Það var fjölmenni við opnun myndlistasýningar í Boðanum, Hrafnistu Boðaþingi í vikunni þegar myndlistarmaðurinn Steinþór...
18/07/2025

Það var fjölmenni við opnun myndlistasýningar í Boðanum, Hrafnistu Boðaþingi í vikunni þegar myndlistarmaðurinn Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði dyrnar að glænýrri listasýningu sinni. Steinþór er fæddur á Ísafirði 18. júlí árið 1925 og fangar því 100 ára afmæli sínu í dag.

Náttúruöflin eru mikill áhrifavaldur í listsköpun Steinþórs. Það er greinilegt að virðing og aðdáun hans á náttúruöflum má rekja til barnæskunnar þegar hann lýsir æskuminningu af veru sinni í sveit, lítill polli á skinnskóm sem gætti sauðfjár og upplifunina af því að ganga einn á eftir kindum á þverhníptum blautum bjargbrúnum.
Steinþór er menntaður málarameistari og starfaði við það samhliða listinni. Hann hefur í gegnum tíðina farið í námsferðir tengdar myndlistinni víða um heim, tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið tugi einkasýninga hér á landi og einnig í Noregi og Danmörku.

Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason voru meðal sýningargesta á opnuninni og færðu Steinþóri afmæliskveðju í tilefni af aldarafmælinu.

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi 💛
25/06/2025

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi 💛

Address

Brúnavegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category