Hrafnista

Hrafnista Opinber síða Hrafnistuheimilanna sem eru 8 talsins í 5 sveitarfélögum. Starfsmenn Hrafnistu eru tæplega 1.700 talsins.
(1)

Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs og rekur 8 hjúkrunarheimili í 5 sveitarfélögum - 6 heimili á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ ásamt 2 heimilum í Reykjanesbæ.

Íbúar Hrafnistu eru um 800 talsins og um 500 aðrir nýta sér þjónustu Hrafnistu daglega. Hrafnista starfrækir:
- 4 dagdvalir
- Dagendurhæfingardeild
- Dagdeild fyrir einstaklinga með heilabilun

Naus

tavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, á og rekur 260 leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri í 3 sveitarfélögum. Íbúðirnar eru tengdar við lífsgæðakjarna Hrafnistuheimilanna.

Glæsilegt útilistaverk á Hrafnistu Sléttuvegi 💜
20/07/2025

Glæsilegt útilistaverk á Hrafnistu Sléttuvegi 💜

Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni...

Það var fjölmenni við opnun myndlistasýningar í Boðanum, Hrafnistu Boðaþingi í vikunni þegar myndlistarmaðurinn Steinþór...
18/07/2025

Það var fjölmenni við opnun myndlistasýningar í Boðanum, Hrafnistu Boðaþingi í vikunni þegar myndlistarmaðurinn Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði dyrnar að glænýrri listasýningu sinni. Steinþór er fæddur á Ísafirði 18. júlí árið 1925 og fangar því 100 ára afmæli sínu í dag.

Náttúruöflin eru mikill áhrifavaldur í listsköpun Steinþórs. Það er greinilegt að virðing og aðdáun hans á náttúruöflum má rekja til barnæskunnar þegar hann lýsir æskuminningu af veru sinni í sveit, lítill polli á skinnskóm sem gætti sauðfjár og upplifunina af því að ganga einn á eftir kindum á þverhníptum blautum bjargbrúnum.
Steinþór er menntaður málarameistari og starfaði við það samhliða listinni. Hann hefur í gegnum tíðina farið í námsferðir tengdar myndlistinni víða um heim, tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið tugi einkasýninga hér á landi og einnig í Noregi og Danmörku.

Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason voru meðal sýningargesta á opnuninni og færðu Steinþóri afmæliskveðju í tilefni af aldarafmælinu.

Afmælishátíð Hrafnistu á Hraunvangi 🎉Síðastliðinn fimmtudag, 26. júní var haldið upp á 48 ára afmæli Hrafnistu Hraunvang...
01/07/2025

Afmælishátíð Hrafnistu á Hraunvangi 🎉

Síðastliðinn fimmtudag, 26. júní var haldið upp á 48 ára afmæli Hrafnistu Hraunvangi.
Síðan 1977 hefur Hrafnista Hraunvangi verið heimili margra og dýrmætur samastaður fyrir óteljandi íbúa, starfsfólk og gesti í gegnum árin.
Arnar Jónsson og Írisi Hólm héldu dásamlega afmælistónleika í tilefni dagsins fyrir íbúa og gesti og allir mættu í sínu fínasta pússi.

Meðfylgjandi myndir eru frá afmælisvikunni á Hraunvangi ❤️

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi 💛
25/06/2025

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi 💛

Hagnýtar upplýsingar um flutning á Hrafnistu
25/06/2025

Hagnýtar upplýsingar um flutning á Hrafnistu

Árlegt sumargrill var haldið í hádeginu á Hrafnistu Sléttuvegi í dag. Boðið var upp á grillað kjöt ásamt meðlæti og Guðr...
24/06/2025

Árlegt sumargrill var haldið í hádeginu á Hrafnistu Sléttuvegi í dag. Boðið var upp á grillað kjöt ásamt meðlæti og Guðrún Árný Karlsdóttir sá um að skemmta íbúum og gestum.
RÚV leit við og fangaði stemminguna 🥳

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

„Held að æðri máttarvöld hafi vísað mér hingað“Í nýlegu viðtali við Lifðu núna er rætt við Guðbjörgu Maríu Árnadóttur de...
23/06/2025

„Held að æðri máttarvöld hafi vísað mér hingað“

Í nýlegu viðtali við Lifðu núna er rætt við Guðbjörgu Maríu Árnadóttur deildarstjóra í dagendurhæfingu á Hrafnistu Laugarási.

„Dagendurhæfing fyrir eldri borgara á Hrafnistu veitir vel skipulagða þjónustu fyrir fólk sem þarf að ná upp fyrri getu eða byggja upp hreysti eftir veikindi eða byltu. Skjólstæðingar eru sóttir að morgni og keyrðir til baka síðdegis. Markmiðið með endurhæfingunni er að einstaklingur auki og viðhaldi færni og geti verið áfram í sjálfstæðri búsetu að henni lokinni. Dagskrá hvers og eins er sniðin að þörfum hans og getu hverju sinni.“

Í nýlegu viðtali við Lifðu núna er rætt við Guðbjörgu Maríu Árnadóttur deildarstjóra í dagendurhæfingu á Hrafnistu Laugarási.

19/06/2025
19/06/2025
13/06/2025
13/06/2025
Viðurkenning til framúrskarandi hjúkrunarfræðings – hvatningarstyrkur FÍHFélag íslenskra hjúkrunarfræðinga veitti nýveri...
12/06/2025

Viðurkenning til framúrskarandi hjúkrunarfræðings – hvatningarstyrkur FÍH

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veitti nýverið hvatningarstyrki til hjúkrunarfræðinga sem hafa haft jákvæð og áhrifamikil áhrif á þróun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Meðal þeirra sem hlutu þessa verðugu viðurkenningu er Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Skógarbæ. Sunnefa hlaut styrkinn fyrir frumkvöðlastarf sitt við innleiðingu á Namaste-nálguninni á Hrafnistu. Hugmyndafræði sem snýr að því að mæta einstaklingum með hlýju, virðingu og dýpri tengingu.

Með metnaði og næmni hefur Sunnefa leitt þessa nálgun inn á meirihluta deilda Hrafnistu með það að markmiði að efla vellíðan íbúa, draga úr óróleika og veita starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika.

Hrafnista óskar Sunnefu hjartanlega til hamingju með hvatningarstyrkinn. Við erum afar stolt af því að hafa Sunnefu í okkar hópi. Hún er einstakur fagmaður og sannarlega verðugur fulltrúi þeirra gilda sem hjúkrun byggir á. Þessi viðurkenning er bæði verðskulduð og innblástur fyrir okkur öll 💜

Address

Brúnavegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista:

Share

Category