Fastus þjónar stofnunum og fyrirtækjum á heilbrigðissviði, veitingastöðum, hótelum, stóreldhúsum og mötuneytum, matvælafyrirtækjum og öðrum iðnfyrirtækjum. Fastus býður meðal annars vandaðar innfluttar sjúkravörur og aðrar vörur
sem tengjast rekstri heilbrigðisstofnana, rekstrarvörur tengdar veitingum og ýmsan sérhannaðan búnað. Fastus hannar eldhús og mötuneyti með gott skipulag, hagkvæmni og aukin afköst í huga. Fagþekking og reynsla eru lykilatriði í starfsemi Fastus. Meðal ráðgjafa
fyrirtækisins eru hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, líffræðingur,
matreiðslumeistarar og tæknimenntað fólk til að tryggja viðskiptavinum okkar á mismunandi sviðum örugga og faglega þjónustu. Starfsemi Fastus skiptist í þrjú meginsvið: heilbrigðistæknisvið, fyrirtækjasvið og tækni- og þjónustusvið.