19/01/2026
Námskeið: Áföll og sjúkraþjálfun
Kennari: Margrét Gunnarsdóttir
17.-18. apríl 2026 kl.9-16
Fagdeild verð: 95.000 kr
Almennt verð: 115.000 kr
Skráðu þig hér: https://www.sjukrathjalfun.is/vidburdir
Á þessu námskeiði verður farið í mikilvæga þætti sem tengjast því að vinna með fólki með áfallasögu og virka áfallastreitu. Áfallastreita og langvinn streita almennt veldur álagi og ójafnvægi í taugakerfinu. Hjá sumum er opinskátt rætt um reynslu sem áfall en hjá öðrum birtast einkenni í líkamanum sem verkir, bólgur, truflun í ónæmis – og hormónakerfi, svefnvandi, meltingarvandi, óútskýrð einkenni osfr.
Á þessu námskeiði fá sjúkraþjálfarar fræðslu og kenndar leiðir til að mæta þessum hópi af meiri næmni. Farið er ítarlega í starfsemi ósjálfráða taugakerfisins út frá Polyvagal kenningu og mikilvægi þess að meðferðaraðili hugi að eigin taugakerfi og velferð í starfi.
Námskeið fer fram með fyrirlestrum, stuttum æfingum og umræðu