Félag sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara Félag sjúkraþjálfara (FS) er fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara á Íslandi Að efla samvinnu og samheldni sjúkraþjálfara innan FS og gæta hagsmuna þeirra.
2.

Félag sjúkraþjálfara (FS) á rætur sínar að rekja til ársins 1940, þegar fyrsta félag sjúkraþjálfara (þá nuddkvenna) var stofnað. Í janúar 2013 sameinuðust Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Stéttarfélag sjúkraþjálfara í eitt sterkt Félag sjúkraþjálfara, sem heldur utan um fagmál og kjaramál sjúkraþjálfara á Íslandi.
1. Að stuðla að aukinni faglegri vitund sjúkraþjálfara.
3. Að auka gæði sjúkraþjálfunar.
4. Að efla samvinnu við sjúkraþjálfara erlendis og aðrar heilbrigðisstéttir innanlands sem
utan.
5. Að stuðla að bættri menntun sjúkraþjálfara.
6. Að kynna starf sjúkraþjálfara.
7. Að vinna að bættri heilsu landsmanna.

Námskeið: Áföll og sjúkraþjálfunKennari: Margrét Gunnarsdóttir17.-18. apríl 2026 kl.9-16Fagdeild verð: 95.000 krAlmennt ...
19/01/2026

Námskeið: Áföll og sjúkraþjálfun
Kennari: Margrét Gunnarsdóttir
17.-18. apríl 2026 kl.9-16
Fagdeild verð: 95.000 kr
Almennt verð: 115.000 kr

Skráðu þig hér: https://www.sjukrathjalfun.is/vidburdir

Á þessu námskeiði verður farið í mikilvæga þætti sem tengjast því að vinna með fólki með áfallasögu og virka áfallastreitu. Áfallastreita og langvinn streita almennt veldur álagi og ójafnvægi í taugakerfinu. Hjá sumum er opinskátt rætt um reynslu sem áfall en hjá öðrum birtast einkenni í líkamanum sem verkir, bólgur, truflun í ónæmis – og hormónakerfi, svefnvandi, meltingarvandi, óútskýrð einkenni osfr.

Á þessu námskeiði fá sjúkraþjálfarar fræðslu og kenndar leiðir til að mæta þessum hópi af meiri næmni. Farið er ítarlega í starfsemi ósjálfráða taugakerfisins út frá Polyvagal kenningu og mikilvægi þess að meðferðaraðili hugi að eigin taugakerfi og velferð í starfi.

Námskeið fer fram með fyrirlestrum, stuttum æfingum og umræðu

15/01/2026
Vekjum athygli á grein ritaðri af forystufólki heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar er lýst yfir áhyggjum af fjá...
14/01/2026

Vekjum athygli á grein ritaðri af forystufólki heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar er lýst yfir áhyggjum af fjármögnun til að standa undir áður fyrirhugaðri fjölgun nema í heilbrigðisgreinum.

"Afleiðingin er sú að áform Háskóla Íslands um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum eru í uppnámi – og þar með sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar."

Við hvetjum stjórnvöld og Háskóla Íslands að tryggja fjármagn og að fjármunum sé forgangsraðað til málaflokks heilbrigðisvísinda.

Greiningar Félags sjúkraþjálfara sýna fram á að fjölga þurfi sjúkraþjálfurum til að ekki komi til skerðingar á endurhæfingu á komandi árum m.t.t. fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar.

tihttps://www.visir.is/g/20262828257d/monnun-islensks-heilbrigdiskerfis-til-framtidar-i-uppnami

Ísland telst til norrænna velferðarsamfélaga sem hafa sérstöðu á heimsvísu hvað varðar jafnt aðgengi þjóðar að menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu.

22/12/2025

ℹ️Til þeirra sem hafa skráð sig á námskeið - Barnasjúkraþjálfun: bæklun og stoðkerfi

Þar sem við vorum að setja í loftið nýjan vef og tengja hann við nýtt viðburðabókunarkerfi og greiðslukerfi, þá virðist sem ekki hafi allar skráningar skilað sér inn í kerfið í síðustu viku.

Því viljum við biðja öll sem hafa skráð sig að athuga hvort þau hafi fengið staðfestingarpóst um skráningu og að greiðsla hafi örugglega farið í gegn.

Ef einhver er óviss um hvort viðkomandi er skráð/ur eða hvort greiðsla hafi farið í gegn, þá bið ég ykkur um að senda línu á lella@sjukrathjalfun.is og ég skoða þetta með ykkur.

Kveðja,
Lella

Námskeið: Barnasjúkraþjálfun - Bæklun og stoðkerfi3.-21. mars 2026 kl.8-17Almennt verð: 185.000 krFagdeild verð: 142.000...
15/12/2025

Námskeið: Barnasjúkraþjálfun - Bæklun og stoðkerfi
3.-21. mars 2026 kl.8-17
Almennt verð: 185.000 kr
Fagdeild verð: 142.000 kr

Skráðu þig hér: https://www.sjukrathjalfun.is/barnasjukrathjalfun-baeklun-stodkerfi

Þetta námskeið er ætlað sjúkraþjálfurum sem vinna með börn með stoðkerfisvandamál og þroskafrávik. Námskeiðið er bæði rafrænt og staðnámskeið.

Undirbúningsnámskeið verður í streymi þriðjudaginn 3. mars og staðnámskeið verður svo miðvikudaginn 18. mars til laugardagsins 21. mars.

Við óskum Atla Águstssyni lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun til hamingju með viðurkenningu fyrir virka kennsluþróun o...
12/12/2025

Við óskum Atla Águstssyni lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun til hamingju með viðurkenningu fyrir virka kennsluþróun og nýmæli í kennslu á heilbrigðisvísindasviði HÍ 2025

Atli hefur m.a. "verið ötlull við nýsköpun við kennslu og rannsóknum tengdum gervigreind"

https://hi.is/frettir/tveir_framurskarandi_kennarar_fa_kennsluverdlaun_hvs?fbclid=IwY2xjawOo_bZleHRuA2FlbQIxMQBzcnRjBmFwcF9pZBAyMjIwMzkxNzg4MjAwODkyAAEep1gmvpoJdequDHcdlT4jIJ3jXjtRjzFKpgzqIL8SzscmV7ctbQRi5NVOcyc_aem_tW5kHea0YpzYzsKEr0JTuQ

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám á grunn og framhaldsstigi. Lögð er áhersla á fræðilega nálgun og rannsóknatengt nám með góð tengsl við atvinnulíf og nýsköpun

Heimssamband sjúkraþjálfara hefur tilkynnt að heimsþing sjúkraþjálfara árið 2029 verður haldið í Lissabon - Portúgal  🇵🇹...
10/12/2025

Heimssamband sjúkraþjálfara hefur tilkynnt að heimsþing sjúkraþjálfara árið 2029 verður haldið í Lissabon - Portúgal 🇵🇹 🥳

Heimsþing sjúkraþjálfara eru haldin annaðhvert ár og verður næsta þing árið 2027 haldið í Guadalajara - Mexico. 🇲🇽

World Physiotherapy board announces host city location for congress in 2029 - World Physiotherapy Congress 2029 will take place in Lisbon, Portugal, and be hosted by Ordem dos Fisioterapeutas/Order of Physiotherapists.
Read the press release: http://bit.ly/48vpSgT

Félags og fræðslustarf sjúkraþjálfara er öflugt um land allt, og hélt Norðulandsdeild Félags sjúkraþjálfara haustfund si...
09/12/2025

Félags og fræðslustarf sjúkraþjálfara er öflugt um land allt, og hélt Norðulandsdeild Félags sjúkraþjálfara haustfund sinn 3.desember síðastliðinn á Húsavík, þar sem um 30 sjúkraþjálfarar mættu.
Fræðsluerindi fundarins voru haldin af Natascha Damen barnasjúkraþjálfara og Hannesi Bjarna hjá PT Assistance.

Address

Borgartún 6
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 13:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 12:00
Wednesday 09:00 - 12:00
Thursday 09:00 - 12:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+3545955186

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag sjúkraþjálfara posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Félag sjúkraþjálfara:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram