30/09/2025
Við bjóðum Ólaf Kára Júlíusson sérfræðing í vinnusálfræði hjartanlega velkominn til starfa í Hæfi ☺️
Ólafur hefur unnið við sálfræðiráðgjöf og mannauðsmál í tæp 20 ár. Hann sérhæfir sig í aðstoð og ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda sem eru að takast á við krefjandi aðstæður í vinnu og einkalífi s.s. veikindi, endurkomu til vinnu, streitu, álag og margt fleira. Hann sinnir einnig mikið af stjórnendahandleiðslu, fræðslu, eineltismálum, vinnustaðaúttektum og flestu öðru sem snýr að velferð og vellíðan á vinnustað. Ólafur er vottaður sérfræðingur frá Vinnueftirlitinu varðandi málefni tengd sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum.
Hjá Hæfi starfar reynslumikið fagfólk á sviði endurhæfingar og heilbrigðisþjónustu: sjúkraþjálfarar, læknar, sálfræðingar, næringarfræðingar og markþjálfar.