Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Haukur Sigurðsson sálfræðingur Ég er sálfræðingur og fyrirlesari og vinn við sálfræðilega meðferð, ráðgjöf og fræðslu

Augu mín fyllast tárum þegar ég hlusta á Ren tjá sig svo fallega og einlægt um eigin reynslu af erfiðleikum, sársauka og...
19/12/2023

Augu mín fyllast tárum þegar ég hlusta á Ren tjá sig svo fallega og einlægt um eigin reynslu af erfiðleikum, sársauka og þjáningu. Þjáningu sem var sköpuð af þeirri innri baráttu sem söngur hans gefur okkur innsýn í. Sorglega, ýtti það heilbrigðis- og meðferðarkerfi, sem hann treysti á til að hjálpa sér, undir þessa innri baráttu með röð geðgreininga og meðferða í áraraðir sem kenndu honum að eðlilegar hugsanir hans og tilfinningar væru einkenni sjúkdóma. Í lok myndbandsins segir hann okkur hvernig hann fann friðinn með því stíga út úr baráttu við sínar eigin tilfinningar og hugsanir og þess í stað læra að dansa með öllu því sem lífið réttir honum, bæði ljósinu og myrkrinu. Þetta er ekki bara sagan hans, heldur saga okkar allra, enda hafa 22 milljónir horft á þetta myndband á Youtube og margir skilja eftir ummæli sem tjá persónulega tengingu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé slæm hugmynd að sjúkdómsvæða mannlega þjáningu, erfiðar hugsanir og sársaukafullar tilfinningar. Það eru til mannlegri og árangursríkari aðferðir en það. Mér þætti áhugavert að heyra hvað ykkur finnst. Ég væri þakklátur fyrir að þið deilduð því með mér, og okkur hinum, í ummælum hér fyrir neðan.

Help support me by joining my Patreon: https://www.patreon.com/renmakesmusicSubscribe Now! - https://bit.ly/RenYTSub- - -http://www.sickboi.co.ukRen - Hi Ren...

Niðurstöður einnar stærstu rannsóknar sinnar tegundar í sögu sálfræðinnar sýna að sálrænn sveigjanleiki og núvitundarfær...
27/10/2022

Niðurstöður einnar stærstu rannsóknar sinnar tegundar í sögu sálfræðinnar sýna að sálrænn sveigjanleiki og núvitundarfærni eru algengustu mikilvægu breytingaferlin í sálfræðilegri meðferð.

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna

ACT meðferðarformið heldur áfram að vaxa og nú hafa dyrnar verið opnaðar í Háskóla Íslands. Fyrr í vikunni, í fyrsta sin...
30/09/2022

ACT meðferðarformið heldur áfram að vaxa og nú hafa dyrnar verið opnaðar í Háskóla Íslands. Fyrr í vikunni, í fyrsta sinn svo ég viti til, fór fram formleg kennsla í ACT í sálfræðinámi á Íslandi. Ég er þakklátur fyrir að fá það hlutverk að stíga þetta fyrsta skref. Ég átti afar gleðilega stund með nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í klínísku framhaldsnámi í sálfræði við HÍ þar sem þau lærðu um sálrænan sveigjanleika og hin s*x ferli ACT módelsins. Kærar þakkir Gabríela Sigurðardóttir og Inga Wessman fyrir að gefa nemendum ykkar þetta tækifæri og fyrir að treysta mér til að taka þetta fyrsta skref. Það eru spennandi breytingar að eiga sér stað í rannsóknum og meðferð í klínískri sálfræði núna, mjög jákvæðar að mínu mati. Og áfram skulum við halda, opin, meðvituð og virk, að finna enn betri aðferðir til að hjálpa menneskjum að auka gæði lífsins, byggt á hvað hver og ein þeirra metur að skipti hana máli í lífinu. 🙏

Sálfræðileg meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör. Sálfræðileg þjónusta fyrir vinnustaði.

ACT Í MANNLEGA ÞÆTTINUM Á RÚV"Ég bað Guðrúnu og Gunnar að reyna af öllum mætti að hætta að hugsa um svín - hlustaðu á vi...
30/08/2022

ACT Í MANNLEGA ÞÆTTINUM Á RÚV

"Ég bað Guðrúnu og Gunnar að reyna af öllum mætti að hætta að hugsa um svín - hlustaðu á viðtalið til að heyra hvernig gekk"

😊Ég kom við hjá hinum yndilegu þáttastjórnendum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnari Hanssyni í Mannlega þættinum og við ræddum um ACT sem stendur fyrir Acceptance and Commitment Therapy.
👉 Við ræddum um hvernig ACT er byggt á öðrum, og að mínu mati betri og manneskjulegri, grunni en hinu ríkjandi sjúkdómamódeli.
🤫Ég vakti svo tiltekna hugsun í huga þeirra beggja án þess að þau gætu nokkuð um það ráðið og bað þau svo að reyna að hætta að hugsa þessa sömu hugsun. Hlustaðu á viðtalið til að heyra hvernig gekk.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfl7/haukur-sigurdsson-salfraedingur-um-act

Ég bið um frið og styð alla og allar aðgerðir sem miða að því. Ég finn til í hjartanu en um leið kærleika og von í samve...
27/02/2022

Ég bið um frið og styð alla og allar aðgerðir sem miða að því. Ég finn til í hjartanu en um leið kærleika og von í samveru alls þessa fólks sem kemur saman til að biðja um frið. Hér er þjáningin sýnileg sem um leið er merki um það fallega sem býr í hjörtum mannsins. Gangi ykkur vel Úkraína.

ACT Grunnur fyrir fagfólk nú í boði sem netnámskeið. Fyrra námskeið seldist upp á nokkrum dögum og aðeins eru fá sæti la...
12/01/2022

ACT Grunnur fyrir fagfólk nú í boði sem netnámskeið. Fyrra námskeið seldist upp á nokkrum dögum og aðeins eru fá sæti laus á þetta ACT netnámskeið sem hefst 11. febrúar næstkomandi.

Meðferðaraðilar úr öllum stéttum hafa tekið ACT meðferðinni opnum örmum um allan heim, og fyrir ýmsar ástæður. Meðal þeirra eru að: 1) ACT virkar með nánast öllum árangursríkum meðferðarformum, 2) ACT gerir það sýnilegt fyrir meðferðaraðilum hvort skjólstæðingur er að ná árangri eða ekki, 3) ACT hefur ríkt mannbætandi gildi fyrir meðferðaraðilana sjálfa, 4) Skjólstæðingar tengja persónulega við nálgunina, 5) ACT frelsar skjólstæðinga okkar úr því að upplifa sig fasta í lífinu.

ACT er byggt á nýjustu atferlisfræðilegum vísindum og er örast vaxandi sálfræðilega meðferðarformið í heiminum í dag. Ef þú vinnur við meðferð vona ég að þú komir með í þessa vegferð og lærir grundvallar aðferðir ACT og sjáir, en líka upplifir, hvernig þau undirliggjandi ferli sem ACT módelið vinnur með, hreyfa við lífi fólks í átt að sálrænum sveigjanleika og fyllingu í lífinu.

Í þessari vinnustofu mun Haukur Sigurðsson sálfræðingur leiða þig í gegnum undirstöður ACT auk æfinga þar sem þú færð beina persónulega reynslu af áhrifaríkum ACT aðferðum sem hreyfa við sálrænum ferlum í átt að auknum sálrænum sveigjanleika, árangri og fyllingu í lí...

Ég er þeirrar skoðunar að það sé slæm hugmynd að sjúkdómsvæða mannlega þjáningu, erfiðar hugsanir og sársaukafullar tilf...
05/10/2021

Ég er þeirrar skoðunar að það sé slæm hugmynd að sjúkdómsvæða mannlega þjáningu, erfiðar hugsanir og sársaukafullar tilfinningar. Frá 2004 hef ég verið þátttakandi í sálfræðivísindahefð sem lítur öðruvísi á hlutina, fyrst sem framhaldsnemi í klínískri sálfræði og síðar sem starfandi klínískur sálfræðingur. Þessi hefð hefur getið af sér nýtt meðferðarform sem kallast ACT eða Acceptance and Commitment Therapy. Hér er grein um ACT sem ég birti nýverið.

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn

Acceptance and Commitment Therapy (ACT) er örast vaxandi sálfræðilega meðferðin í heiminum í dag og ekki af ástæðulausu....
22/09/2021

Acceptance and Commitment Therapy (ACT) er örast vaxandi sálfræðilega meðferðin í heiminum í dag og ekki af ástæðulausu. ACT, sem partur af stærri byltingu í framkvæmd sálfræðilegrar meðferðar, hefur gjörbreytt lífi bæði skjólstæðinga og meðferðaraðila á margan hátt og haft mikil áhrif á sálfræði sem fræðigrein. ACT hefur blómstrað sem rannsóknargrunnur og klínísk meðferð um allan heim. ACT nýtur ekki aðeins síaukinna vinsælda sem halda áfram að vaxa, heldur virðist aðferðin hafa sérstök og persónuleg áhrif á fólk. Ólíkt nánast öllum öðrum klínískum aðferðum þá er ACT í raun ekki ein tiltekin klínísk tækni, heldur umfangsmikill og sveigjanlegur meðferðarrammi sem byggður er á sterkum vísindalegum grunni. Rannsóknir hafa sýnt að ACT má nota með afar góðum árangri við meðferð á stærstum hluta algengra umkvartana fólks sem leitar sér meðferðar.

Í ACTGRUNNI leiðir Haukur Sigurðsson sálfræðingur þig í gegnum kenningarlegar og heimspekilegar undirstöður ACT meðferðarformsins, kynnir ACT módelið og klínískar aðferðir sem byggja á því. Þátttakendur fá tækifæri til að ganga í gegnum æfingar þar sem þeir fá beina persónulega reynslu af áhrifaríkum ACT aðferðum sem hreyfa við sálrænum ferlum í átt að auknum sálrænum sveigjanleika, árangri og fyllingu í lífinu.

Eftir að hafa lokið ACTGRUNNI verður þú með góðan grunnskilning á þeim kenningum og þeim heimspekilegu forsendum sem ACT byggir á og grunnþjálfun í völdum lykilaðferðum meðferðarinnar.

Skráning á https://haukursigurdsson.is/vidburdir/act-grunnur-3nov2021

https://www.youtube.com/watch?v=Qkn40QvMa3w

Skráning á https://haukursigurdsson.is/vidburdir/act-grunnur-3nov2021Acceptance and Commitment Therapy (ACT) er örast vaxandi sálfræðilega meðferðin í heimin...

Þrátt fyrir gagnrýni sérfræðinga, eins og Aldísar hér í þessu fróðlega útvarpsviðtali,  höldum við áfram að fæða og bein...
26/08/2021

Þrátt fyrir gagnrýni sérfræðinga, eins og Aldísar hér í þessu fróðlega útvarpsviðtali, höldum við áfram að fæða og beina athygli fólks að óhjálplegum hugmyndum um líkama okkar og mat. Fyrirtæki af ýmsu tagi, eins og t.d. lítarlækningar, megrunarpillu og duft framleiðendur og jafnvel samfélagsmiðlar halda áfram að þrífast á hugmyndum fólks um galla á líkama þeirra. Þessi vítahringur leiðir marga einstaklinga, allt of marga, inn í langvarandi óholla baráttu við sjálfa sig, við lífið sitt. Í viðtalinu gefur Aldís okkur góð ef við viljum leggja okkar að mörkum til að rétta þennan kúrs af, t.d. þegar við ræðum við börnin okkar um líkama þeirra/okkar og mat.

Aldís Eva Friðriksdóttir, sálfræðingur ræddi við okkur um áhrif fyrir og eftirmynda.

Sálfræði á ekki bara að fjalla um geðraskanir, sjúkdóma og vandamál. Hún á að fjalla um velgengni, dýrmætustu upplifanir...
10/08/2021

Sálfræði á ekki bara að fjalla um geðraskanir, sjúkdóma og vandamál. Hún á að fjalla um velgengni, dýrmætustu upplifanirnar og það sem við virkilega þráum að vera. Hún á að fjalla um það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Hún á að kenna manneskjunni að vera heil og frjáls, með alla þá byrði sem fylgir því að lifa. Hún á að kenna okkur að lifa með þeim parti af okkur sem er stöðugt að segja okkur hvað við eigum að gera, hvað sé betra og hvað sé verra, hvernig það sem er verði síðar betra og hvernig það sem var sé betra en það sem er. Þessi innri virkni sem hér er að störfum er frábær þegar við þurfum að gera skattskýrsluna eða aka bíl, en er ónothæf þegar við erum að tala um hugarró, tilgang, ást og kærleika, tengingu við okkur sjálf, aðra og lífið, og annað sem er partur af þeim kjarna sem er nauðsynlegur til að lifa að fullu sem manneskja. Sálfræðin á að kenna okkur að taka á móti lífinu öllu; opin, meðvituð og virk.

Það var notalegt að sitja úti í garði við snarkandi eld með kaffisopa og glugga í Joseph Campbell sem greindi síendurtek...
05/08/2021

Það var notalegt að sitja úti í garði við snarkandi eld með kaffisopa og glugga í Joseph Campbell sem greindi síendurtekið söguminni í öllum goðsögum heimsins. Þetta er saga sagnanna, saga sem talar til okkar allra, vegna þess að hún er lífssaga og lífssögur allra manna. Þetta er hetjusaga og Joseph Campbell skilgreindi hetju sem einhvern sem hefur gefið líf sitt einhverju sem er stærra en hann sjálfur. Allri geta orðið hetjur, af ásetningi og jafnvel stundum alveg óvart. Þetta er sagan af Fróða í Hringadróttinssögu, Loga í Stjörnustríðsmyndunum og Harry Potter.

Þetta er líka sagan af þér þegar ákallið berst í þínu lífi og þú tekur því þrátt fyrir ótta og óvissu. Þá hefst vegferðin, vegferð hetjunnar, og á leiðinni lendirðu í prófraunum og þrekraunum, erfiðleikum og þjáningum. Á vegi þínum verða þeir sem standa með þér og líka þeir sem leggja stein í götu þína. Þrátt fyrir allan mótbyrinn þá gefstu ekki upp og heldur áfram. Að lokum tekstu svo á við stærstu þrekraunina og meðan þetta lítur út fyrir að vera ómögulegt þá tekst þér það að lokum. Þetta er ekki ofurhetjusaga, heldur saga hinnar hversdagslegu hetju. Sagan þín. Og þegar þú hefur komist í gegn og sigrast á þessum þrekraunum sem virtust óyfirstíganlegar er umbunin aukin viska og innsæi sem þú öðlaðist með því að takast á við óvissuna og ganga inn í óttann fyrir eitthvað sem er stærra en þú sjálf(ur).

Mannleg þjáning er raunveruleg og hún er þess virði að við veitum henni athygli og lærum hvernig er best að koma fram vi...
07/07/2021

Mannleg þjáning er raunveruleg og hún er þess virði að við veitum henni athygli og lærum hvernig er best að koma fram við hana. Við upplifum okkur eins og í fjötrum þjáningarinnar, stundum upp að því marki að okkur finnst öll sund vera lokuð, nema þá kannski þau sund sem leiða okkur að því að draga okkur í hlé, félagslegri einangrun, áfengi eða vilja til að enda lífið. Hvernig má þetta vera í þeirri miklu velmegun sem við höfum skapað okkur? Jú, við höfum búið til þetta nútíma velmegunarsamfélag með þeim parti af heilanum sem er rökgreinandi og dómharður, en það er einmitt þessi sama heilastarfsemi sem á það til að snúast gegn okkur. Upplifunin verður sjálfsgagnrýni og dómharka í eigin garð. Við missum trúna á getu okkar til þess að gera jákvæðar breytingar í lífinu og treystum á aðra til að skapa það líf sem við viljum lifa.

En ef þú ert að leita að manneskjunni sem getur breytt lífi þínu, líttu þá í spegil og talaðu vingjarnlega við þessa einu manneskju sem getur raunverulega hjálpað þér að gera breytingar. Vertu blíð(ur), vingjarnleg(ur) og skilningsrík(ur) gagnvart sjálfum/sjálfri þér, samþykktu að þú ert ekki fullkomin(n) og áttaðu þig á að í öllum mistökum sem þú gerir býr möguleikinn til að læra og vaxa.

Address

Höfðabakka 9
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:30
Tuesday 08:30 - 16:30
Wednesday 08:30 - 16:30
Thursday 08:30 - 16:30
Friday 08:30 - 14:30

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Haukur Sigurðsson sálfræðingur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Haukur Sigurðsson sálfræðingur:

Share

Category