
19/12/2023
Augu mín fyllast tárum þegar ég hlusta á Ren tjá sig svo fallega og einlægt um eigin reynslu af erfiðleikum, sársauka og þjáningu. Þjáningu sem var sköpuð af þeirri innri baráttu sem söngur hans gefur okkur innsýn í. Sorglega, ýtti það heilbrigðis- og meðferðarkerfi, sem hann treysti á til að hjálpa sér, undir þessa innri baráttu með röð geðgreininga og meðferða í áraraðir sem kenndu honum að eðlilegar hugsanir hans og tilfinningar væru einkenni sjúkdóma. Í lok myndbandsins segir hann okkur hvernig hann fann friðinn með því stíga út úr baráttu við sínar eigin tilfinningar og hugsanir og þess í stað læra að dansa með öllu því sem lífið réttir honum, bæði ljósinu og myrkrinu. Þetta er ekki bara sagan hans, heldur saga okkar allra, enda hafa 22 milljónir horft á þetta myndband á Youtube og margir skilja eftir ummæli sem tjá persónulega tengingu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé slæm hugmynd að sjúkdómsvæða mannlega þjáningu, erfiðar hugsanir og sársaukafullar tilfinningar. Það eru til mannlegri og árangursríkari aðferðir en það. Mér þætti áhugavert að heyra hvað ykkur finnst. Ég væri þakklátur fyrir að þið deilduð því með mér, og okkur hinum, í ummælum hér fyrir neðan.
Help support me by joining my Patreon: https://www.patreon.com/renmakesmusicSubscribe Now! - https://bit.ly/RenYTSub- - -http://www.sickboi.co.ukRen - Hi Ren...