16/03/2025
Samskipti!
Lífið snýst um það og er orðið að ástríðu minni þetta orð. Þetta er okkur eiginlega hulinn ráðgáta, afhverju er þetta svona snúið fyrirbæri og flókið? Getum við ekki bara verið hrein og bein í samskiptum þannig að allt sé skýrt og enginn misskilningur?
Nei, það er víst ekki svo einfalt því þá er hætta á að einhver móðgist/særist eða fari í fílu 😬
En góðu fréttirnar eru að við getum þjálfað okkur í samskiptum 🙏
Ég hef hannað “samskiptaþjálfun” sem er námskeið handa vinnustöðum, vertu í bandi til að fá frekari upplýsingar ☺️😉
asta@hverereg.is
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan.