Tilvera samtök um ófrjósemi

Tilvera samtök um ófrjósemi Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Tilvera samtök um ófrjósemi, Sigtún 42, Reykjavík.

Tilvera eru hagsmunasamtök fyrir einstaklinga og pör sem þjást af ófrjósemi.
1 af hverjum 6 sem þráir að eignast barn á í erfiðleikum með það. Ófrjósemi er skilgreind sem sjúkdómur og er þungt að bera í hljóði. Markmið félagsins kemur skýrt fram í annarri grein laga Tilveru:
"Markmið félagsins er að vera málsvari þess fólks sem á við ófrjósemi að stríða út á við, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og annars staðar þar sem þurfa þykir. Þá gætir félagið hagsmuna þessa hóps og skal veita almenna fræðslu um mál sem varða skjólstæðinga Tilveru á heimasíðu sinni og með öðrum leiðum eftir því sem kostur er." Stjórn 2024-25
Formaður: María Rut Baldursdóttir
Varaformaður: Erla Rut Haraldsdóttir
Gjaldkeri: Sigríður Auðunsdóttir
Ritari: Anna Þorsteinsdóttir
Meðstjórnandi: Jenny Eriksson

Dagana 12.–13. september 2025 tók Tilvera á móti systursamtökum sínum frá Norðurlöndunum. Þetta er í þriðja sinn sem þes...
15/09/2025

Dagana 12.–13. september 2025 tók Tilvera á móti systursamtökum sínum frá Norðurlöndunum. Þetta er í þriðja sinn sem þessi fundur fer fram, en hann er haldinn með dyggum stuðningi frá

Fundirnir eru vettvangur þar sem við ásamt systursamtökum okkar á Norðurlöndum komum saman til að miðla reynslu. Í ár var yfirskrift fundarins andlegur stuðningur fyrir fólk í frjósemismeðferðum.

Á föstudeginum buðum við gestum okkar að kynnast íslenskri náttúru og menningu með ferð um Reykjanesið. Þar gafst tækifæri til að efla tengsl milli þátttakenda í afslöppuðu umhverfi.

Laugardagurinn var tileinkaður formlegum fundarhöldum. Umræðuefnin voru fjölbreyttari en um andlegan stuðning en meðal annars var fjallað um:
• Reglur um gjafakynfrumur og þörfina fyrir samræmda norræna stefnu um fjölda barna frá einum gjafa
• Réttindi félagsmanna með áherslu á niðurgreiðslu meðferða og stuðning í meðferðarferlinu.
• Aðstæður einstaklinga á vinnumarkaði, sérstaklega í tengslum við fjarvistir vegna meðferða

Við fengum einnig góða gesti frá Livio. Þar kynntu Sesselja yfirhjúkrunarfræðingur og Ástdís sálfræðingur hvernig Livio styður einstaklinga í meðferðum. Gestirnir færðu fundargestum köku með kaffinu og viljum við þakka kærlega fyrir þann stuðning og þátttöku í fundinum.

Fundurinn sýndi enn á ný mikilvægi norræns samstarfs á þessu sviði. Þrátt fyrir að aðstæður, reglur og réttindi séu ólík eftir löndum, eigum við öll það sameiginlegt að vilja bæta aðgengi að meðferðum og styðja einstaklinga sem glíma við frjósemisvanda.

Við vonumst til að fá áframhaldandi styrk svo hægt verði að halda fund að nýju á næsta ári. Við teljum samstarf okkar innan þessa nets nauðsynlegt og lykilatriði til að efla réttindi og bæta þjónustu fyrir fólk á Norðurlöndum sem þarf á aðstoð í frjósemismálum að halda.

Með bestu kveðju,
Stjórn Tilveru




is

Fréttabréf september 2025Kæru félagar,Vonandi hafið þið notið sumarsins.Okkur langar að senda ykkur nokkur orð um það he...
07/09/2025

Fréttabréf september 2025

Kæru félagar,
Vonandi hafið þið notið sumarsins.
Okkur langar að senda ykkur nokkur orð um það helsta sem hefur verið að gerast hjá félaginu frá síðasta fréttabréfi.

Í mars fór María, formaður Tilveru, til Brussel á árlegan vorfund Fertility Europe. Þar var megináherslan á FActs!-fræðsluleikinn og hvernig megi auka vitund og fræðslu um frjósemi meðal ungs fólks. Fundurinn heppnaðist afar vel og var bæði fræðandi og hvetjandi.

Í apríl hélt félagið páskaeggjaleit fyrir börn og fullorðna í Gufunesi. Góð þátttaka var í skemmtilegri leit, þar sem öll börn fengu páskaegg og glaðning að launum.

Mánaðarlegu stuðnings kvöldin, hin svokölluðu kaffihúsaspjöll, hafa einnig verið vel sótt. Slík kvöld eru afar mikilvæg fyrir félagsfólk, þar sem þau bjóða upp á tækifæri til að ræða opinskátt við fólk sem skilur aðstæðurnar og veitir gagnlegan stuðning.

Í júlí fóru Sigríður og Jenny til Parísar á ráðstefnu á vegum ESHRE, sem er ein sú stærsta í heimi um tæknifrjóvgun og ófrjósemi. Þær sóttu fjölmarga áhugaverða fyrirlestra um nýjustu rannsóknir og þróun á þessu sviði. Auk þess að efla tengslin við önnur systurfélög innan FE. Á ráðstefnunni fór einnig fram aðalfundur Fertility Europe, þar sem meðal annars var kosin nýja stjórn og rætt um takmarkanir varðandi gjafakynfrumur. Einn áhrifaríkasti viðburðurinn var frásögn einstaklings sem deildi sinni persónulegu reynslu af ófrjósemi.

Reykjavíkurmaraþonið var haldið 23. ágúst og hlupu þrjár konur fyrir félagið. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hlaupa fyrir okkur og safna áheitum.

Í lok ágúst hófust stuðnings kvöldin aftur eftir sumarhlé, og það fyrsta var haldið þann 27. ágúst. Áfram verður boðið upp á þessi kvöld í vetur.

Dagana 12.–14. september fer fram fundur Nordic Fertility Network sem eru félagasamtök um ófrjósemi á Norðurlöndum hér á Íslandi, og tekur Tilvera þátt í skipulagningu hans. Fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi munu heimsækja landið og funda saman. Aðalumræðuefnið í ár verður andleg líðan fólks sem glímir við ófrjósemi.

Stjórnin er svo á fullu að plana viðburði fyrir haustið og hlökkum við til að deila með ykkur.

Við viljum svo aftur minna á að borga félagsgjöldin. En þau eru mikilvæg til að halda starfsemi félagsins áfram.

Hlökkum til að hitta ykkur sem flest í haust!
Stjórn Tilveru

Takk fyrir segja sögu ykkur💜 Takk fyrir að opna á umræðuna💜Takk fyrir að vekja athygli á áhrifum frjósemisvanda á líf ei...
31/08/2025

Takk fyrir segja sögu ykkur💜 Takk fyrir að opna á umræðuna💜Takk fyrir að vekja athygli á áhrifum frjósemisvanda á líf einstaklinga/para 💜
Við i Tilveru tökum heilshugar undir að ríkið þurfi að styðja betur við fólk í þessu ferli. Einnig að ungt fólk fái aukna fræðslu um frjósemi sina til það geti tekið upplýstar ákvarðanir um líf sitt.

Takk💜

Tómas Þorbjörn Ómarsson og Eva Sólveig Þórðardóttir glímdu í mörg ár við ófrjósemi, endurtekin fósturlát og erfitt ferli glasafrjóvgana. Vegna erfðagalla sem Eva bar þurftu þau að leita til frjósemislækna í Bretlandi þar sem þau fengu aðgang að PGT-erfðaprófun sem ekk...

Takk allir hlauparar Tilveru💜 Takk fyrir öll áheitin💜 Takk💜 Stuðningur ykkar skiptir máli💜
24/08/2025

Takk allir hlauparar Tilveru💜 Takk fyrir öll áheitin💜 Takk💜 Stuðningur ykkar skiptir máli💜

14/08/2025

✨ Við minnum á félagsgjöldin – stuðningur sem skiptir máli! ✨

Kæra félagsfólk 🪻

Nú er kominn tími til að borga félagsgjaldið og vera áfram hluti af okkar sterka félagi. Með því að greiða félagsgjaldið tryggir þú að við getum haldið áfram að bjóða upp á góðan stuðning, þjónustu og frábæra viðburði sem styrkja okkur öll.

Félagsgjöldin veita þér meðal annars aðgang að ýmsum úrræðum sem geta stutt þig í ferlinu, bæði fræðslu, viðburðum og tengsl við aðra sem hafa upplifað það sama. Stuðninginn gerir okkur einnig kleift að halda áfram að berjast fyrir réttindi þeirra sem glíma við ófrjósemi.

Ef þú ert nú þegar í félaginu ættir þú að vera búinn að fá reikning í heimabankan. Ef ekki þá er hér hlekkur til að skrá þig í félagið.

https://www.tilvera.is/skráning-í-félagið

Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur síðan 1989 verið málsvari þeirra sem glíma við fjósemisvanda. Við höfum reglulega fun...
08/08/2025

Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur síðan 1989 verið málsvari þeirra sem glíma við fjósemisvanda. Við höfum reglulega fundað með ráðherra, látið í okkur heyra með niðurgreiðslur og margt fleira. Eitt af því sem við höfum beint sjónum okkur að síðustu ár er, réttur vinnandi fólk til að fara í meðferðir. Hér má lesa nýjustu skoðun okkar um það:
[https://www.visir.is/.../sumarorlofid-for-i-barattuna...]

Við viljum jafnframt minna á að saman erum við sterkari málsvari fyrir fólk sem glímir við frjósemisvanda 💜

Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs.

🏃🏼‍♀️🏃‍♂️ Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu!Okkur hjá Tilveru – samtökum um ófrjósemi langar að vekja athygli á þeim frá...
05/08/2025

🏃🏼‍♀️🏃‍♂️ Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu!

Okkur hjá Tilveru – samtökum um ófrjósemi langar að vekja athygli á þeim frábæru hlaupurum sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir hönd félagsins 💜

Við hvetjum ykkur til að heita á hlauparana og styðja þannig við mikilvægan málstað – að veita stuðning, fræðslu og málsvörn fyrir þau sem glíma við ófrjósemi 💜

✨Takk fyrir að styrkja – hvert framlag skiptir máli!

Sjáðu hverjir hlaupa fyrir Tilveru og heitið á þá hér:

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta safnað áheitum fyrir gott málefni. Hér getur þú séð alla þá einstaklinga sem þegar hafa byrjað að safna áheitum.

01/06/2025

Kæru félagsmenn og aðrir sem glíma við ófrjósemi

Nú erum við að setja inn greiðsluseðla fyrir árið 2025. Árgjaldið er 4500 krónur fyrir einstaklinga/pör. Til þess að Tilvera sé eins sterkur málsvari fyrir þennan hóp og hægt er, er mikilvægt að sem flestir séu skráðir í félagið.💜 Við bjóðum félagsmönnum okkar upp á fría sálfræðiráðgjöf einu sinni í mánuði, stuðningshópa og erum með fræðslur. Við höfum barist fyrir auknum niðurgreiðslum meðferða, átt fundi með heilbrigðisráðherrum, barist fyrir 15 dögum í fjarveru vegna meðferða í kjarasamingum og margt annað.
Því fleiri félagsmenn, því sterkari rödd höfum við 💜
Einnig er hægt að styðja við félagið með því að borga félagsgjöldin 💜

Hæg er að skrá sig í félagið hér: https://tilvera.is/skr%C3%A1ning-%C3%AD-f%C3%A9lagi%C3%B0

Address

Sigtún 42
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Tilvera samtök um ófrjósemi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Tilvera samtök um ófrjósemi:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram