
21/09/2025
Helgina 12.-14. september hélt CP félagið í samráði við Háskólann í Reykjavík og nokkra þjálfara frá Finnlandi, Ítalíu og Spáni svokallaðar Færnibúðir þar sem ungmennum með CP gafst færi á að prófa ýmsar íþróttir á eigin forsendum m.a. golf, sund, dans, borðtennis, boccia, frjálsar íþróttir og taekwondo. Samhliða því að efla félagsleg tengsl sín við aðra með CP hreyfihömlun
Helgin var vel heppnuð og þátttakendur ánægðir. CP félagið þakkar fyrir góðar undirtektir ❤️