01/01/2026
Gleðilegt ár! Rótin fagnar því að Þórey Einarsdóttir, fv. umsjónarkona í Konukoti, var á meðal þeirra fjórtan Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.
Innilegar hamingjuóskir með verðskuldaða viðurkenningu, kæra Þórey!
Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Í þeim hópi voru meðal annars tónlistarkonan Laufey og fyrrum knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson.