Rótin

Rótin Rótin
The Root Rótin er félag áhugakvenna og því eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar í félagið. Sendu okkur póst á rotin@rotin.is. Kristín I.

Pálsdóttir sér að mestu um síðu félagsins á Facebook og svarar fyrirspurnum. Við fögnum athugasemdum og umræðum á síðunni en við ætlumst til þess að hún sé málefnaleg. Við áskiljum okkur rétt til að eyða ómálefnalegum og dónalegum athugasemdum.

Langar þig að styðja starf Rótarinnar og hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu?
23/07/2025

Langar þig að styðja starf Rótarinnar og hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu?

Rótin var stofnað þann 8. mars 2013 af konum sem vildu ýta undir jákvæða þróun í málefnum kvenna með sögur um vímuefnavanda og áfallasöguáfengis- og vímuefnavanda. Rótin rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, Konukot, með samningi við Reykjavíkurborg.

Langar þig að hlaupa fyrir Konukot í Reykjavíkurmaraþoninu?
23/07/2025

Langar þig að hlaupa fyrir Konukot í Reykjavíkurmaraþoninu?

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Interact Evrópuverkefnið, í þágu heimilislausra kvenna heldur áfram og í vikunni hittust þátttakendur á fundi í Bologna ...
12/07/2025

Interact Evrópuverkefnið, í þágu heimilislausra kvenna heldur áfram og í vikunni hittust þátttakendur á fundi í Bologna á Ítalíu til að ráða ráðum sínum.

28/06/2025

Hér fjallar Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um ákafa sjálfsrækt og bendir á að tilboðum um skjótar sjálfshjálparlausnir virðist sérstaklega beint að hópum sem eru viðkvæmir eða leitandi. Því má bæta við að þegar horft er á kynjavinkilinn er ljóst að sjálfshjálpartilboðum er sérstaklega beint að konum sem stöðugt fá þau skilaboð að þær þurfi að bæta sig.
"Einstaklingshyggja, verðleikastefna og markaðshyggja eru á meðal grundvallareinkenna sjálfsræktar í nútímanum. Innan þessarar hugmyndafræði eru vellíðan og árangur bein niðurstaða þess sem einstaklingurinn er tilbúinn að leggja á sig fyrir sín markmið. Mantran verður því sú að þau sem ekki blómstra hafi einfaldlega ekki lagt nógu mikið á sig. Þessi hugsun gerir því hvort tveggja í senn að ofmeta áhrif einstaklingsins sjálfs á eigin velgengni eða skort á henni (hæfileikar, þrautseigja o.fl.) og vanmeta að sama skapi áhrif ytri þátta (heppni, þjóðfélagsstaða o.fl.).
Sjálfsrækt sem ekki er í tengslum við aðra hugmyndafræði en einstaklingshyggju er líkleg til að gera lítið úr áhrifum samfélagsþátta eins og fátæktar, kynjamisréttis eða kynþáttamisréttis og misjöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun en ofmeta áhrif hæfileika og þrautseigju einstaklingsins sjálfs."
Greinin er í fyrsta kommenti.

„Skaðaminnkandi nálgun byggir á að skapa rými fyrir opið samtal um vímuefnanotkun, samtal sem fer fram án feluleiks, ska...
23/06/2025

„Skaðaminnkandi nálgun byggir á að skapa rými fyrir opið samtal um vímuefnanotkun, samtal sem fer fram án feluleiks, skammar, forræðishyggju eða refsinga. Þetta samtal er ekki aukaatriði heldur hornsteinn að árangri. Ef samfélagið gerir þá kröfu að fangelsi séu uppbyggjandi úrræði, hlýtur spurningin að vakna: Verður kerfið ekki að tryggja að einstaklingar geti tjáð sig um eigin vanda, þar sem þeir eru staddir, án ótta? Við meðhöndlum ekki það sem við neitum að tala um. Í þessu ljósi er afar jákvætt að með greiðu aðgengi að Naloxone hafi fyrstu skref verið stigin í átt að markvissari skaðaminnkun innan fangelsa. Þótt enn sé langt í land er með því litið raunsætt á þá staðreynd að vímuefnanotkun tíðkist í fangelsum og felur einnig í sér hugarfarsbreytingu í átt að því að brjóta upp þann feluleik sem ríkir í fangelsiskerfinu.”
Margrét Dís Yeoman, hjúkrunarfræðingur í Geðheilsuteymi fangelsa og meistaranemi í geðhjúkrun fjallar um skaðaminnkun í fangelsum. Margrét Dís er í ráði Rótarinnar.

Umræða um skaðaminnkun í fangelsum hefur nýverið fengið verðskuldaða athygli, meðal annars með því framtaki Matthildarsamtakanna og Afstöðu að gera Naloxone nefúða aðgengilegan föngum. Mig langar að halda þeirri umræðu á lofti.

19/06/2025
Öll velkomin!
18/06/2025

Öll velkomin!

Í dag er fundur hjá EPOCH - European Platform on Combating Homelessness – sem skipulagður er af framkvæmdaráði Evrópusam...
13/06/2025

Í dag er fundur hjá EPOCH - European Platform on Combating Homelessness – sem skipulagður er af framkvæmdaráði Evrópusambandsins í Brussel. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, er þar sem fulltrúi Interact Project , Evrópuverkefni sem fjallar um heimilislausar konur.
EPOCH var sett á fót af framkvæmdastjórninni árið 2021, sem hluti af aðgerðaáætlun um Evrópustoðina fyrir félagsleg réttindi, með Lissabon-yfirlýsingunni. EPOCH hefur það markmið að útrýma heimilisleysi í Evrópu fyrir árið 2030 með því að stuðla að einstaklingsmiðaðri nálgun, með þjálfun í bestu starfsháttum og gagnadrifinni stefnumótun.

19/05/2025

Sl. haust kom út stöðumat Heilbrigðisráðuneytisins á áfengis- og vímuefnameðferðarkerfinu. Nú er búið að þýða skýrsluna, sem var skrifuð á ensku, yfir á íslensku og er hún aðgengileg á vef ráðuneytisins:
"Ísland nýtur góðs af þéttu tengslaneti fagfólks í meðferðarkerfinu en engu að síður eru fyrir hendi verulegar áskoranir varðandi veitingu árangursríkrar meðferðar, skaðaminnkunar og endurhæfingar. Skortur á aðföngum og sérhæfðri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa og takmarkað úrval meðferðarúrræða hefur áhrif á að aðgengi og framboð af meðferðarþjónustu sé fullnægjandi. Aðgangshindranir, biðlistar og kerfislægar áskoranir s.s. samhæfing og samstarf í heilbrigðiskerfinu stuðla að töfum og neikvæðum afleiðingum, þar á meðal dauðsföllum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Þá getur hugmyndafræði og pólitískur þrýstingur tafið fyrir nauðsynlegum umbótum í málaflokknum. Skortur á alþjóðlegum tengingum og takmörkuð upplýsinga- og gagnasöfnun dregur enn frekar úr getu til að innleiða nútímaleg inngrip til skaðaminnkunar. Ef tekist er á við þessar áskoranir með heildstæðri og samvinnumiðaðri nálgun verður hægt að bæta árangur veittrar þjónustu."

Address

Túngata 14
Reykjavík
101

Website

https://www.styrkja.is/rotin

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rótin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share