21/10/2023
500 liðskiptaaðgerðir framkvæmdar!
Þann 16. október var stór áfangi í sögu Klíníkurinnar er liðskiptaaðgerð númer 500 innan ársins 2023 var framkvæmd. Fyrsta liðskiptaaðgerðin hjá Klíníkinni var framkvæmd þann 7. febrúar 2017, alls hafa 1560 liðskiptaaðgerðir verið framkvæmdar á þessum tímamótum. Framundan eru afkastamestu vikur Klíníkurinnar innan liðskipta, en áformaðar eru um 700 aðgerðir á árinu.
Við fögnuðum þessum áfanga í vikulok, á myndinni eru þeir starfsmenn sem hafa borið hitann og þungan af sjálfum aðgerðunum, miklu fleiri koma þó að umönnun þeirra er á slíkri aðgerð þurfa að halda.
Bæklunarklíníkin er sérhæfð læknisþjónusta til greiningar og meðferðar á stoðkerfisvanda. Við framkvæmum m.a. liðskipti á mjöðmum og hnjám, liðspeglanir og aðgerðir á höndum og fótum.