15/01/2026
Ræða hins lesblinda ríkisstjóra
Mestu tíðindin við síðustu ræðu Gavins Newsom ríkisstjóra í Kaliforníu í síðustu viku var að hann hélt hana í raun og veru.
Allir ríkisstjórar Kaliforníu frá því að Earl Warren flutti sína ræðu í síðari heimsstyrjöldinni hafa árlega gengið í skrautlega þingsalinn, sem var skreyttur eins og á 19. öld, til að ávarpa sameiginlegan fund löggjafarþingsins í Kaliforníu, sem var alltaf hátíðlegasti viðburður ársins í þinghúsinu.
Þinghúsið var troðfullt af þingmönnum, kjörnum embættismönnum ríkisins, dómurum Hæstaréttar ríkisins, blaðamönnum, áhrifamönnum og almennum gestum.
Newsom barðist við að fylga venjunni fyrstu tvö árin hann var ríkisstjóri, en hunsaði það síðan allt í fimm ár - aðallega vegna ævilangrar baráttu við lesblindu, sem gerir það mjög erfitt fyrir hann að lesa ræðu af teleprontor.
„Hann hatar að halda ræður,“ sagði háttsettur aðstoðarmaður við blaðamann Voice. „Það veldur honum kvíða.“
Ríkisstjórinn hafði góða afsökun árið 2021. Þröng sæti í troðfullum þingsal hefðu getað aukið hættuna á að dreifa COVID-19 veirunni. Í staðinn valdi hann að sitja á miðjunni á tómum Dodger leikvanginum.
Árið eftir flutti hann ræðu sína fyrir þingmönnum í dauðhreinsuðum sal ríkisins, þar sem hann g*t æft sig fyrir flutningi sinn í marga daga fyrirfram í einrúmi. Árið eftir það sleppti hann alveg ræðunni. Árið 2024 fór hann í bílferð um fjórar borgir til að kynna stefnu sína. Og seint á síðasta ári sendi hann einfaldlega skriflegt skilaboð til löggjafarþingsins. En nú hélt hann ræðuna og sýndi að hann hefur yfirunnið ótta sinn endanlega.