Janus Endurhæfing

Janus Endurhæfing Hjá Janusi endurhæfingu fer fram læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing. Unnið er í þverfaglegum teymum.

Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku. Hjá Janusi endurhæfingu starfa hátt í þrjátíu sérfræðingar fyrir utan aðra utanaðkomandi. Hver þátttakandi fær tengilið sem er fagaðili og á bak við hann er þverfaglegt teymi. Þátttakandinn setur sér einstaklingsmiðuð markmiði sem taka mið af þörfum hans og stefnu í samvinnu við tengilið og nýtur stuðnings þverfaglegs teymis Janusar endurhæfingar til að fylgja þeim eftir.

08/07/2025

Hópur ungs fólks hefur þurft að þola skerta þjónustu eftir að geðendurhæfing sem þau sóttu hjá Janusi var færð yfir til Virk. Þetta er mat ráðgjafa Einhverfusamtakanna. Forstjóri Virk segir að þjónustan sé þverfagleg og taki mið af þörfum notenda.

„Skýrslan „Hvert á ég að leita?“, sem kom út í nóvember 2024, staðfestir það sem foreldrar og aðstandendur hafa lengi vi...
02/06/2025

„Skýrslan „Hvert á ég að leita?“, sem kom út í nóvember 2024, staðfestir það sem foreldrar og aðstandendur hafa lengi vitað: að fullorðnir einhverfir einstaklingar – um 7.000 talsins – búa við óásættanlegan aðstöðumun þegar kemur að heilbrigðis- og félagsþjónustu. Margir hafa aldrei fengið greiningu. Aðrir fá hana aðeins til að uppgötva að þjónustan er ekki til staðar. Enn aðrir detta úr kerfinu þegar þeir ná fullorðinsaldri, án skýrra úrræða eða ábyrgðar.

Mörg þeirra sem útskrifast úr meðferð í geðheilbrigðiskerfinu – en eru hvorki tilbúin í nám né störf – lenda í tómarúmi. Þau eru ekki talin nógu veik til að fá áframhaldandi meðferð, né nógu virk til að komast í starfsendurhæfingu. Afleiðingin er félagsleg einangrun, skerðing á lífsgæðum og aukin áhætta á geðrænum vanda".

Sú upplifun er veruleiki margra einhverfra einstaklinga, einkum þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Þeir finna sig ekki innan þess kerfis sem samfélagið hefur byggt – ekki af því að þeir passi ekki, heldur af því að kerfið hefur ekki verið hannað með þá í huga.

❤️❤️
26/05/2025

❤️❤️

„Þeir sem leita til Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar eru með flókn­ari og margþætt­ari stuðningsþarf­ir en stærsti hóp­ur skjó...
19/05/2025

„Þeir sem leita til Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar eru með flókn­ari og margþætt­ari stuðningsþarf­ir en stærsti hóp­ur skjól­stæðinga Virk. Þau þurfa þétt ut­an­um­hald, sér­hæfða nálg­un og sveigj­an­leika sem bygg­ir á sér­stakri þekk­ingu þverfag­legs teym­is und­ir stjórn geðlækn­is.

„Það er aldrei of seint. Ef vilji er fyrir hendi, þá er til vegur,“ segir Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar, sem hingað til hefur haldið sig til hlés í umræðu um lokun Janusar endurhæfingar.

17/05/2025

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

„Við erum búin að reyna allt. Við erum búin að bjóðast til að gefa hlutafé Janusar og erum líka búin að bjóðast til að g...
16/05/2025

„Við erum búin að reyna allt. Við erum búin að bjóðast til að gefa hlutafé Janusar og erum líka búin að bjóðast til að gera Janus endurhæfingu að sjálfseignarstofnun þar sem óhagnaðardrifin samtök kæmu í stjórn. Janus endurhæfing borgar ekki út einhvern arð og við viljum bara að starfsemin gangi áfram til góðs.“

Framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar gagnrýnir rangfærslur heilbrigðisráðherra um framtíð skjólstæðinga.

15/05/2025

Ekki er enn komið á hreint hvað tekur við fyrir þá sem notið hafa þjónustu Janusar endurhæfingar þegar úrræðið lokar um mánaðamótin, þrátt fyrir fullyrðingar heilbrigðisráðherra þar um.

14/05/2025

„Það er nú bara þannig að þau hjá Janusi ákváðu sjálf að þau vildu frekar veita heilbrigðisþjónustu heldur en atvinnutengda starfsendurhæfingu. Þar með eru þau að færast frá okkur. Þau tóku þessa ákvörðun sjálf,“ segir Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, í samta...

,,Við þurfum utanumhaldið sem Janus endurhæfing hefur boðið upp á. Allur stuðningurinn sem hefur verið hér hefur breytt ...
12/05/2025

,,Við þurfum utanumhaldið sem Janus endurhæfing hefur boðið upp á. Allur stuðningurinn sem hefur verið hér hefur breytt og bjargað lífi þátttakenda, með aðgengi að tengiliði, sálfræðingi og sérstaklega geðlækni hafa margir skjólstæðingar komið sér í rútínu og virkni og eru að fá séns til að verða aftur hluti af samfélaginu. Fyrir suma er þetta um líf og dauða og þar hefur Janus endurhæfing komið inn og verið með stuðninginn og skilninginn sem þarf fyrir svona viðkvæman hóp í samfélaginu. Þjónustan sem við fáum er þjónusta sem við þurfum og finnst ekki í öðru úrræði".

https://www.visir.is/g/20252725317d/heilbrigdisradherra-og-stjorn-virk-hafa-brugdist-okkur?fbclid=IwY2xjawKPQyhleHRuA2FlbQIxMQABHhsff9rpAmCGl1xyfXROP2J5YGa4L90Kj8UwA8qmBRX5L4TLPFW8Ph-aE5uJ_aem_K870CQZTojtB5pSLWhQ9ig

Við þátttakendur í Janusi endurhæfingu erum mjög viðkvæmur hópur af einstaklingum með fjölþættan vanda og hefur verið fyrir utan vinnu, náms og virkni í lengri tíma. Margir hafa erfiðleika við það að koma sér úr rúminu hvað þá út í samfélagið eftir að hafa lokað sig...

09/05/2025

Ungur maður gekk í sjóinn við Kirkjusand í Reykjavík í seinni hluta marsmánaðar. Drengurinn var á einhverfurófi og hafði verið veikur í á annað ár. Þrátt fyrir ítrekaðar skipulagðar leitartilraunir hefur hann ekki enn komið í leitirnar.

Address

Reykjavík

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545149175

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Janus Endurhæfing posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Janus Endurhæfing:

Share