Lífsspeki mín
Það er líkamanum eðlislægt að halda sér heilbrigðum og lækna það sem þarf. En þegar líkaminn fer úr jafnvægi vegna streitu, áverka, meiðsla, verkja eða annarra langvarandi aðstæðna getur það verið mjög erfitt eða ómögulegt fyrir líkamann að viðhalda heilbrigðu ástandi.
Ég aðstoða líkama þinn að komast í gott jafnvægi.
Það sem hindrar lækningu breytir um form og við það skapast bestu aðstæðu fyrir líkamann að ná eðlislægu og verkjalausu ástandi. Mín Nálgun
Heilun felst ekki í tækni, en mikið frekar í tengingunni við einstaklinginn og einlægninni í því sem gert er. Ég hlusta og bý til sérsniðna nálgun, gerða til að henta sem best þínum þörfum. Aðferðirnar sem ég nota eru fyrst og frems til að mæta þínum einkennum og sársauka. Um leið losnar oft um andleg og líkamleg höft sem liggja undir yfirborðinu. Ég kem til móts við þig og þínar þarfir. Þetta er þinn tími. Meðferðir - aðferðir
KCR (Kinetic Chain Release)
KCR er hannað til að koma líkamanum í jafnvægi og laga líkamsstöðuna. Meiðsl eða röng líkamsstaða til langs tíma skapa vana í því hvernig vöðvar og vefir halda líkamsstöðunni, oft á þann hátt að það togar háls, hrygg og mjaðmagrind úr jafnvægi. Með fyrirfram ákveðinni röð af teygjum og hreyfingum hjálpum við líkamanum að komast í sitt náttúrulega vöðva- og stoðkerfisjafnvægi sem oft dregur úr aðstæðum sem valda verkjum og óþægindum. Ef um mjög langvarandi ásand er að ræða er ráðlegg ég þér að koma í tíma nokkuð ört fyrst og svo annað slagið til að viðhalda vellíðan. KCR Meðferðin fer fram á nuddbekk, gott að vera í þægilegum fötum. KCR hentar fyrir alla aldurshópa frá ungum krökkum til aldraðra. CTR (Connective Tissue Release)
Losun á bandvef er framhaldsmeðferð á KCR og er fyrir þau tilfelli sem KCR nær ekki að létta á einkennunum að fullu. Haldið er þrýstingi á ákveðnum stöðum í allt að 10 mínútur tíma til að hjálpa til að við að létta á spennu í bandvef líkamans sem hefur haldið honum skökkum og þar með koma honum í betra jafnvægi. Ég mæli með að CTR sé gert eftir nokkra tíma af KCR til að hámarks árangur náist. Yoga Therapía
Jóga Þerapía er einstaklega góð til að viðhalda langtíma hreyfigetu, sveigjanleika og fyrirbyggja sársauka. Jafnvel þegar við erum með líkamleg meiðsl þá hefur spenna, ótti og áhyggjur tilhneigingu til að safnast saman kringum veikasta hluta líkamans. Andlegar og tilfinningalegar blokkir stuðla að líkamlegu ójafnvægi. Jóga þerapían er hönnuð til að finna og losa um þessar spennur, bæta líkamsstöðu, auka hreyfigetu og draga úr langvarandi sársauka og spennu. Þessi meðferð er frábær til að endurbyggja líkamsstarfsemina til langs tíma og hindra að allt fari fljótlega í sama farið aftur. Jóga Þerapía fer fram á dýnum á gólfinu, gott að vera í þægilegum fötum sem ekki þrengja að. Orku Nudd
Ég blanda saman heilun og hefðbundnu nuddi til þess að losa um höft í líkamanum þannig að hann finni fyrir djúpri slökun. Ég byggi á þeim upplýsingum sem ég fæ frá þér og leyfi mínu innsæi að vinna í líkama þínum til að heilun eigi sér stað. Þrýstingur og tækni er breytileg eftir því hvaða svæði og einkenni er verið að vinna með. Leiðsögn - Coaching
Lærðu að sjá lengra en það sem er að trufla þig og tengja við svörin sem liggja innra með þér með samtölum og tengingum við líkama þinn þar sem við vinnum líka með orku og líkamlega hluti.