Domus Mentis Geðheilsustöð býður upp á þverfaglega þjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.
20/05/2025
Daðey og Helgi Þór, sem bæði starfa hjá Skólaþjónustu Mosfellsbæjar og hjá Domus Mentis, benda á mikilvægi þess að hlúa að geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og foreldra.
Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis.
10/03/2025
Silja Runólfsdóttir, sálfræðingur, er staðsett bæði á Selfossi og í Reykjavík. Einnig býður hún upp á fjarviðtöl.
Sálfræðingur
11/02/2025
Kári Þór Arnarsson er á lokaári í meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og mun útskrifast sem sálfræðingur í vor.
Sem hluti af starfsnáminu veitir hann sálfræðimeðferð undir handleiðslu reyndra sálfræðinga. Skjólstæðingar hafa lýst mikilli ánægju með viðtöl hjá sálfræðinemum, sem eru oft á tíðum sérstaklega áhugasamir og vandvirkir í sinni vinnu.
Hægt er að bóka tíma hjá Kára Þór með því að senda póst á dmg@dmg.is eða hringja í síma 581 10 09. Verð fyrir viðtal er 10000 kr.
Sjá hlekk fyrir frekari upplýsingar í fyrstu athugsemd.
Sálfræðingur
19/12/2024
Hér má sjá virkilega áhugaverða grein fyrir alla foreldra
Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra.
06/12/2024
20/11/2024
Edda Sigfúsdóttir og Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingar sem báðar starfa á Domus Mentis, benda á mikilvægi endurskoðunar samnings sálfræðinga og Sjúkratryggina um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu.
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu.
15/11/2024
Hér má sjá grein skrifaða af Kristínu, félagsráðgjafa og Þóru Sigfríði, sálfræðing, um uppyggilega réttvísi. Úrræði sem getur nýst á marga vegu er fólk hefur orðið fyrir einhverskonar brotum.
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“.
Þær Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar, skrifa um börn, ungmenni og snjallsímaeignGreinin birtist fyrst á Vísi þann 10. nóvember. Fjórar tillögur að breyttum viðhorfum varðandi snjallsímaeign og samfélagsmiðlanotkun barna.Rísandi áhyggjur af hrakand...
12/11/2024
Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur, skrifa um geðheilsu barna og unglinga og notkun samfélagsmiðla.
Fjórar tillögur að breyttum viðhorfum varðandi snjallsímaeign og samfélagsmiðlanotkun barna.
01/11/2024
Árni Gunnar Eyþórssson, sálfræðingur, hefur tekið til starfa á Domus Mentis Geðheilsustöð. Sinnir hann greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum, samhliða störfum sínum á Grensásdeild Landspítalans.
Sálfræðingur
24/10/2024
Næsta prófkvíðanámskeið hjá Domus Mentis er hefst þann 7. nóvember. Það eru einungis 10 pláss og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
Be the first to know and let us send you an email when Domus Mentis geðheilsustöð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
DOMUS MENTIS – Geðheilsustöð (DMG) býður upp á þverfaglega meðferð fyrir EINSTAKLINGA og FJÖLSKYLDUR. Lögð er áhersla á að bjóða upp á víðtæka þjónustu til að stuðla að bættri líðan og geðheilsu fólks. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks sem býr yfir víðtækri þekkingu á geðlækningum, fjölskyldumeðferð og sálmeinafræði. Þverfaglegt samstarf er í öndvegi þar sem slíkt á við til að tryggja hverjum og einum sem besta þjónustu. Hjá okkur ættir þú að geta fundið fagaðila sem hentar þér og þínum vanda. Boðið er upp á aðstoð við áföllum, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, átröskunum, kynlífsvanda, fíknivanda og vímuefnavanda. Starfsfólk DMG sér einnig um sálrænt mat, foreldrastuðning og réttindagæslu.
DMG var stofnað af:
Áslaugu Kristjánsdóttur, framkvæmdarstjóri, hjúkrunar- og kynfræðingur.
Erik Brynjari Erikssyni, geðlæknir
Írisi Eik Ólafsdóttur, mannauðsstjóri og félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Þóru Sigfríði Einarsdóttur, markaðs- og fræðslustjóri og sálfræðingur