03/07/2025
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands fagnar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðanda en telur jafnframt ekkert nýtt koma þar fram varðandi stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Þetta er staða sem ítrekað hefur verið bent á samanber t.d. nýlega grein þar sem formenn lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra benda á áhyggur sínar : https://www.visir.is/g/20242636415d/heilbrigdiskerfi-a-timamotum
Ljósmæðrafélag Íslands áttar sig ekki á því hvernig komist er að því að í okkar litlu ljósmæðrastétt vanti 14 stöðugildi á Landspítalanum. Þar var ekki haft samráð við félagið, drögum þessa tölu í efa og teljum hana vera hærri. Stöðugildi stofnana í dag byggja á úreltu verklagi og nær engan veginn að fanga þær breytingar sem orðið hafa á umfangi í störfum ljósmæðra. Ekki er hægt að miða við fjölda fæðinga og bera saman á milli ára þar sem að verkefnum tengt hverri konu/fæðingu hefur aukist umtalsvert. Við höfum áður bent á þetta sjá ummæli 👇
Ljósmæðrafélag Íslands hefur í upphafi árs 2024 og 2025 lagt könnun fyrir ljósmæður sem hafa komið illa út, álag í starfi er of mikið, þannig að ljósmæður upplifa hreinlega að öryggi skjólstæðinga er ógnað og margar hugsa um að hætta störfum.
Árið 2023 setti Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðsráðherra af stað starfshóp til að leita að lausnum þannig að nýta mætti fagþekkingu ljósmæðra sem best, bæta verkferla og þannig auka öryggi þjónustunnar. Eftir niðurstöðu fyrri könnunar félagsins í byrjun árs 2024 var aukin kraftur settur í starf þessa hóps, sem skilaði skýrslu í lok árs 2024 þar sem lagaðar eru fram vel ígrundaðar tillögur að breytingum:https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20-%20lj%c3%b3sm%c3%a6%c3%b0ur.pdf
Þann 26. febrúar síðastliðinn átti Ljósmæðrafélagið fund með núverandi heilbrigðisráðherra þar sem við kynntum m.a. fyrir henni niðurstöður könnunar 2025 (og 2024) sem og fyrrgreinda skýrslu starfshópsins. Nú bíðum við og vonum að breytingar verði gerðar til hins betra.
Það þarf að framkvæma og gera raunverulegar breytingar í starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Þetta þarf að gerast sem fyrst því vandinn er mikill og uppsafnaður. Við erum að missa gott starfsfólk frá okkur í hverjum mánuði, vandinn eykst og sífellt erfiðara að takast á við hann, ekki eingöngu á Landspítalanum. Notum þær upplýsingar sem liggja fyrir og lausnir til úrbóta.