Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Núvitundarleiðsögn í boði SÁÁ, Health & Wellness Website, Efstaleiti 7, .
Núvitundarleiðsögn í hádeginu á föstudögum í umsjón Ásdísar Olsen, núvitundarkennara. Á tímum Covid er núvitundaleiðsögnin í beinni útsendingu á FB frá kl. 12:10 til 12:40.
05/07/2023
795 áhorf! Hér þjálfum við gróskuhugarfar eða hugarfar alsnægta (Growth Mindset).
Viljinn flytur fjöll, er boðskapur dagsins enda sýna nýjustu rannsóknir að gróskuhugarfar (Growth Mindset) er lykillinn að velgengni. Hugarfarið ræður upplifun okkar, reynslu, væntingum og viðbrögðum. Fyrirstöðurnar er helst að finna í okkar eigin afstöðu, hvernig erum "forrituð". Hugleiðslan hjálpar okkur að öðlast meðvitun um hugarfar okkar og býður okkur að endurskoða hugarfarið!
Núvitundarleiðsögnin er frá 27. nóv. 2020. Njóttu vel ❤
Mig langar að mæla með nokkrum hugleiðslum sem eru hér á síðunni. Ég sé að margir eru að nýta þessar hugleiðslur en það eru frá 100 til 800 spilanir á hugleiðslurnar! Ég skal velja bestu hugleiðslurnar og setja hér inn reglulega þar til betri lausn finnst. Leyfið mér endilega að heyra frá ykkur -- hvað ykkur finnst og hvað er virkar fyrir ykkur?
Núvitundarleiðsögn í hádeginu á föstudögum í umsjón Ásdísar Olsen, núvitundarkennara. Á tímum Covid er núvitundaleiðsögnin í beinni útsendingu á FB frá kl. 12:10 til 12:40.
Be the first to know and let us send you an email when Núvitundarleiðsögn í boði SÁÁ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
SÁÁ býður Íslendingum núvitundarleiðsögn með Ásdísi Olsen í hádeginu á föstudögum í Efstaleiti 7, Reykjavík. Tímarnir eru ókeypis og öllum opnir og henta bæði þeim sem vilja forvitnast eða eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim sem ástunda núvitund markvisst.
Núvitundarþjálfun er í raun heilaþjálfun (Brain Training). Við erum að læra að stýra athyglinni sem hefur tilhneygingu til að elta hugsanir okkar út og suður. Með leiðsögn tekst okkur að stýra athyglinni frá huganum, að okkar innra lífi, að upplifun okkar á líðandi stund. Við lærum að finna hvernig okkur líður, hvað við hugsum, lærum á innsæið, tengjum við hugmyndaflugið, flæði, skynju, skilaboð líkamans, finnum meiri kærleika, samkenns og vellíðan. Með þessari þjálfun erum við í raun að styrkja “hamingjusvæðin” í heilanum. Við fáum einnig tækifæri til að endurskoða hugarfar okkar og afstöðu, áttum okkur á hugsanaskekkjum og óskynsamlegum hugsunum, hvernig hugarheimur okkar er mótaður af uppeldi, viðhorfum og félagsmótun sem samræmast ekki gildum okkar eða þörfum.
Í hverjum tíma er eitt megin megin viðfangsefni til viðbótar við hefðbundna núvitundarþjálfun sem miðar að því að tengja við sjálfan sig og fá smá hugarró eða fjarlægð á hugsanir. Því til viðbótar er t.d. unnið með líkamsskynjun, tilfinningagreind, meðvitund á hærra plani (Metacocnition), lausn frá streðinu sem felst í því að forðast, bæla eða breytast, unnið er með hugarfar og viðhorf (Mindset) og leitast við að skapa sátt og vinsemd í eign garð og annarra, leitast er við að hlú að jákvæðum tilfinningum og að efla afstöðu þakklætis og sáttar o.s.frv.
Í könnun sem við gerðum á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í núvitundartímunum sögðu:
100% að þeir mæltu hiklaust með núvitundartímunum
96% að þeir hefðu náð meiri hugarró og sátt
85% að þeir hefðu lært aðferðir sem gagnast þeim til að forðast streitu og gremju
80% að þeir ættu fleiri ánægjustundir og nytu lífsins betur
80% að þeir ættu auðveldara með að vera vinsamleg í eigin garð og annarrra
75% að þeir ættu auðveldara með að hlusta og skilja aðra og njóti samskipta betur
75% að þeir hlökkuðu til að mæta í núvitundartímana
68% að þeir ættu fleiri hamingjustundir
Ummæli námskeiðsgesta:
„Þessir tímar hafa haft afgerandi áhrif á líðan mína og líf mitt sem ég get nú notið betur en nokkru sinni fyrr.“
„Ég elska þetta prógram.“
„Takk fyrir frábæran tíma Ásdis mín – þetta var akkúrat sem mig vantaði og ég sé það að ég geti notað mér þetta þegar upp koma aðstæður sem gera mig reyða eða sára.“
„Þessa núvitundarstundir eru best geymda leyndarmálið á Íslandi í dag.“
„Ég hef áttað mig á hvað hugurinn hefur leikið mig grátt og hvað það er gott að vera ekki á valdi hans.“
„Ég hef lært að lært að njóta lífsins.“
„Andrýmið virkar eins og galdur þegar eitthvað setur mig útaf laginu.“
„Frábærir tímar sem ég vil helst ekki missa af.“
Núvitundarleiðsögnin fer fram í salnum á 1. hæð, í Efstaleitinu og hefst kl. 12.10 og stendur til kl.12.50. Þáttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og hafa slökkt á símum. Salnum lokar kl. 12.10. Á eftir er boðið upp á spjall og te eða kaffi.
------
Ásdís (BEd., MA) er með kennararéttindi í núvitund frá Bangor háskóla og er reyndur háskólakennari. Hún hefur það að aðalstarfi að kenna íslendingum núvitund og hefur sérhæft sig í aðferðum til að aukja hamingju, vellíðan og sátt í lífi og starfi. Hún hefur starfrækir Mindfulness miðstöðina, þar sem hún veitir einstaklingum og fyrirtækjum ýmsa þjónustu sem tengd er núivitundarleiðsögn, ásamt samstarfsfólki sínu.
Ásdís miðlar fróðleik, lesefni og leiðsögn á FB-síðunni NÚVITUND HJÁ SÁÁ