
08/09/2025
Grundarheimilin leita að rafvirkja til starfa á fasteignasviði heimilanna.
Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða þar sem viðkomandi fær að takast á við hin ýmsu verkefni og verða hluti af frábærum starfsmannahóp.
Helstu verkefni:
Almennt viðhald raflagna
Ný lagnir við framkvæmdir
Þjónusta við bruna, aðgangs, sjúkrakalls, myndavéla og önnur húskerfi.
Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
Sveinspróf í rafvirkjun
Meistara réttindi kostur en ekki skilyrði
Íslenskukunnátta skilyrði
Vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
Frumkvæði og metnaður
Mikil þjónustulund og samskiptahæfileikar
Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Almenn ökuréttindi
Hreint sakavottorð
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Hvetjum alla áhugasama einstaklinga óháð kyni til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Hlynur Rúnarsson, sviðsstjóri fasteignasviðs.
hlynur@grund.is
https://jobs.50skills.com/grund-as-mork/