Mörk, hjúkrunarheimili

  • Home
  • Mörk, hjúkrunarheimili

Mörk, hjúkrunarheimili Hjúkrunarheimilið Mörk var opnað í ágúst árið 2010. Heimilið er fyrir 113 heimilismenn sem

Suma morgna er bara best að vera í rólegheitum, lesa Moggann, grípa kannski í spil, lita smá en aðallega bara eiga notal...
28/07/2025

Suma morgna er bara best að vera í rólegheitum, lesa Moggann, grípa kannski í spil, lita smá en aðallega bara eiga notalega samverustund og spjalla. 🥰

Alltaf er nóg um að vera og líf og fjör í sjúkraþjálfuninni hér í Mörk. Þar eru gerð æfingaplön eftir þörfum og getu hve...
11/07/2025

Alltaf er nóg um að vera og líf og fjör í sjúkraþjálfuninni hér í Mörk. Þar eru gerð æfingaplön eftir þörfum og getu hvers og eins.

Stundum breytum við matsalnum á fyrstu hæð Markar í bíósal og síðast nú í vikunni. Að þessu sinni var það James Bond myn...
11/07/2025

Stundum breytum við matsalnum á fyrstu hæð Markar í bíósal og síðast nú í vikunni. Að þessu sinni var það James Bond myndin You only live twice sem var á tjaldinu og vakti talsverða lukku. Það var svo auðvitað boðið upp á kók og prins í hléi.

Sumrinu var fyrir skömmu fagnað með stórri grillveislu á þriðju hæðinni hér í Mörk. Inni var búið að skreyta hátt og lág...
01/07/2025

Sumrinu var fyrir skömmu fagnað með stórri grillveislu á þriðju hæðinni hér í Mörk. Inni var búið að skreyta hátt og lágt og setja upp myndavegg.

Úti á svölum var grillað ofan í mannskapinn. Þett vakti mikla lukku og starfsfólk og heimilisfólk naut þess að sitja í rólegheitum og borða ljúffengan mat í góðum félagsskap.

Á fimmtudögum í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreytta hreyfileiki og leikfimi í tengiganginum hér í Mörk. Markmiðið ...
30/06/2025

Á fimmtudögum í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreytta hreyfileiki og leikfimi í tengiganginum hér í Mörk.

Markmiðið er að æfa fín- og grófhreyfingar, líkamsstyrk og úthald. Þetta hefur verið skemmtileg stund, full af hlátri og mikilli gleði. 🥰

Það er búið að setja niður sumarblóm og jarðarber hér á fyrstu hæðinni í Mörk og þá þarf  auðvitað að vökva.  Nú bíðum v...
19/06/2025

Það er búið að setja niður sumarblóm og jarðarber hér á fyrstu hæðinni í Mörk og þá þarf auðvitað að vökva. Nú bíðum við bara aftur eftir sólinni svo hægt sé að sitja úti í veðurblíðu og njóta lífsins. 😍

Það er gaman að segja frá því að fulltrúar frá Nói Síríus  höfðu samband og spurðu hvort ekki mætti gleðja heimilisfólk ...
13/06/2025

Það er gaman að segja frá því að fulltrúar frá Nói Síríus höfðu samband og spurðu hvort ekki mætti gleðja heimilisfólk Grundarheimilanna með konfekti á 17. júní. 🌰

Því var að sjálfsögðu vel tekið og í morgun fengu öll heimilin þrjú svona sendingu, Grund, Mörk og Ás.

Takk kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar og hér verður sko boðið upp á konfekt með kaffinu á þjóðhátíðardaginn, þökk sé Nóa Síríus. 🇮🇸

Tríóið Hvalreiki var með tónleika í matsalnum hér í Mörk nú í vikunni. Tríóið skipa þau Kjartan Guðnason á trommum, Kjar...
13/06/2025

Tríóið Hvalreiki var með tónleika í matsalnum hér í Mörk nú í vikunni. Tríóið skipa þau Kjartan Guðnason á trommum, Kjartan Valdemarsson á píanó og Magnea Tómasdóttir söng.

Þau fluttu lög eftir Magnús Eiríksson og heimilisfólk fjölmennti og söng hástöfum með. Notaleg stund.

Að venju hafði heimilisfólk og starfsfólk fyrir því að skreyta svalir og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn þegar leið ...
12/06/2025

Að venju hafði heimilisfólk og starfsfólk fyrir því að skreyta svalir og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn þegar leið að árlegri svalasamkeppni hér í Mörk.😍

Það voru hin ýmsu þemu sem blöstu við, japanskt þema, íslenskt, útilega og grænt svo dæmi séu tekin. 🪷🌼

Það voru Álfheimar sem hlutu gullverðlaun í svalasamkeppninni 2025, silfrið fengu Sólheimar og bronsið Miðbærinn. Dómnefndina skipuðu Fanney Björg, Sólrún Lilja, Hólmfríður og María.

Hjartanlega til hamingju.🥰

Sumir gestir sem koma í Mörk eru sérlega skemmtilegir og ljúfir. Þannig var það einmitt í gær þegar heimalingurinn Loki ...
04/06/2025

Sumir gestir sem koma í Mörk eru sérlega skemmtilegir og ljúfir. Þannig var það einmitt í gær þegar heimalingurinn Loki frá Hraðastöðum í Mosfellsdal kom í heimsókn. 🐑

Hann fékk mikið klapp og marga kossa enda Loki einstaklega skemmtilegur, mjúkur og sætur. Það sem gerði þó útslagið er að hann var sko alveg til í knús. 🥰

Sumarblómin voru sett niður í síðustu viku, rétt áður en rokið skall á í gær. Heimilismenn og starfsfólk sameinuðust í a...
03/06/2025

Sumarblómin voru sett niður í síðustu viku, rétt áður en rokið skall á í gær. Heimilismenn og starfsfólk sameinuðust í að gera svalirnar við heimilin ellefu sem fallegastar, Seinna í sumar verður svo árlega svalasamkeppnin haldin þar sem verðlaun verða veitt fyrir þrjár fallegustu svalirnar. 🥰🪻🌹🌼

Í síðustu viku buðum við  heimilisfólki, aðstandendum og starfsfólki í bíó.  Það var hin magnaða heimildamynd HUMAN FORE...
26/05/2025

Í síðustu viku buðum við heimilisfólki, aðstandendum og starfsfólki í bíó.
Það var hin magnaða heimildamynd HUMAN FOREVER sem sýnd var en Grundarheimilin hafa tryggt sér sýningarréttinn á henni. 🎬

Að sjálfsögðu var boðið upp á popp og gos í gleri.🥤🍿

Address

Suðurlandsbraut 66

108

Telephone

560-1700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mörk, hjúkrunarheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Mörk, hjúkrunarheimili:

Shortcuts

  • Address
  • Telephone
  • Alerts
  • Contact The Practice
  • Claim ownership or report listing
  • Want your practice to be the top-listed Clinic?

Share