FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni milli kl. 10-16.00
og föstudaga 10-15.00 Félagið var stofnað 15. mars 1986. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna.

FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík • Sími: 588 2111
Netfang: feb@feb.is • Heimasíða: www.feb.is og
Opnunartími skrifstofu:
Opið mánudaga til fimmtud. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með yfir 16. 000 félagsmenn. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri og einnig makar þeirra þótt þeir séu yngri. Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt myndast félagsskírteinið rafrænt í smáforritinu Spara en þar er einnig að finna alla þá afslætti sem félagsmönnum býðst. VIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM ÞÍNA HAGSMUNI

Nú er komið að síðustu innanlandsferð FEB-ferða þetta sumarið. Um er að ræða gönguferð (hluta úr degi) þann 18. septembe...
15/09/2025

Nú er komið að síðustu innanlandsferð FEB-ferða þetta sumarið. Um er að ræða gönguferð (hluta úr degi) þann 18. september, með Jónatani Garðarssyni, í Fornasel og Gjásel.
Veðurspáin lofar góðu - ætlar þú ekki að koma með?

Nánar um ferðina:

Gönguferð í Fornasel og Gjásel – haustlitaferð (18. sept. – hluti úr degi)
Mæting er við Haukahúsið við Ásvelli í Hafnarfirði kl. 10:00 fimmtudaginn 18. september. Þaðan er ekið í hóp, á einkabílum eftir Krýsuvíkurvegi rétt upp fyrir iðnaðarhverfið sem þar er að rísa, þar til komið er að malarnámu rétt við rallýkrossbrautina, þar sem gangan hefst. Þar er annaðhvort hægt að velja að ganga gamla Hrauntungustíginn og er þá fyrst farið í gegnum námasvæðið, eða fara aðeins sunnar og ganga eftir ruddum slóða í gegnum Nýjahraun (rann 1151-1180). Farið er að Fjárborginni og síðan um fjárslóða á skógræktarsvæðinu í áttina að Fornaseli. Eftir það er gengið í áttina að Gjáseli. Þegar þangað er komið er staldrað við, og halda til baka að bílunum.
Tímalengd: 3-4 tímar.
Leiðsögumaður: Jónatan Garðarsson.
Erfiðleikastig: 2 skór
Búnaður: Góðir gönguskór, göngufatnaður og stafir. Hver og einn þarf að koma með sitt nesti og drykki.
ATH veðurspáin getur alltaf breyst og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri.
Verð: 3.500 kr. (2.500 kr. bætast við ef þátttakandi er utanfélagsmaður)

Bókanir fara fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

14/09/2025

  Eru eldri borgarar annars flokks þjóðfélagsþegnar? Stjórn Landsambands eldri borgara skorar á stjórnvöld að gleyma ekki þeim stóra hópi eldri borgara sem hefur lágar tekjur og þungar byrgðar t.d. af sínu húsnæði, sérstaklega þau sem eru í leiguhúsnæði. 10.000 – 15....

Viltu kynnast gervigreindinni ChatGPT?FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervig...
09/09/2025

Viltu kynnast gervigreindinni ChatGPT?
FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervigreind, til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT. Námskeiðið verður haldið í sal FEB í Stangarhyl 4, miðvikudaginn 1. október kl. 10:00.

Um tveggja tíma námskeið er að ræða þar sem farið verður yfir grunnin í ChatGPT og ýmis atriði sem gætu hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta ChatGPT sér til gamans eða í eigin verkefnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

Hvað er ChatGPT?
Hvernig virkar það?
Hvernig á að nota það?
Hvað ber að varast?

Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 400 manns frá því í mars á þessu ári.

Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)

Vertu óhrædd/ur og taktu þátt, því um mjög áhugavert viðfangsefni er að ræða.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda tölvupóst á netfangið feb@feb.is

Enn á ný efna FEB-ferðir til dagsferðar til Vestmannaeyja, vegna þeirra fjölmörgu sem þurftu frá að hverfa í sumar.Farið...
08/09/2025

Enn á ný efna FEB-ferðir til dagsferðar til Vestmannaeyja, vegna þeirra fjölmörgu sem þurftu frá að hverfa í sumar.

Farið verður laugardaginn 13. september og er brottför frá Stangarhyl 4 - húsnæði FEB - kl. 8:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að hópurinn verði kominn aftur til baka í síðasta lagi kl. 20:00. Ekið er sem leið liggur austur fyrir Fjall og í Landeyjahöfn, þar sem skipið bíður okkar, og ferjar bæði rútu og hópinn yfir til Eyja. Þar byrjum við á að aka út á Eiðið áður en við fáum hádegisverð á Tanganum. Maturinn er innifalinn í verði ferðar. Eftir hádegi liggur leiðin m.a. inn í Herjólfsdal út á Stórhöfða, um „nýja hraunið“ og Skansinn, áður en við förum í Eldheima og kynnum okkur afleiðingar Heimaeyjargossins í janúar 1973. Þaðan fer svo hópurinn aftur um borð í skipið og ekur síðan til Reykjavíkur .
Leiðsögumaður: Kári Jónasson
Erfiðleikastig: 1 skór
Verð: 23.500 kr. (2.500 kr. bætast við ef þátttakandi er utanfélagsmaður)

Bókanir fara fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.
Vinsamlegast skráðu þig sem fyrst, þar sem stutt er í ferðina.

04/09/2025

Við minnum á rafrænan fyrirlestur á vegum Sálfræðingafélagsins, á morgun föstudag 5. september, kl 12:00 - 12:30.

Að styðja við góða líðan á eftirlaunaaldri
Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur, Heilsugæslu Norðurlands og félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Til þess að hlusta á netinu þarf að smella á hlekkinn hér fyrir neðan

Teams fundarhlekkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_Mjc5ZThmMTItMzA1OS00YmMzLTgzOTMtODkzMGU0NTk4NDBk%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22af1ab75f-1b3e-438b-a264-d10bf6b02c22%22%2c%22Oid%22%3a%22446af609-3df4-4c26-97b9-df095b705cfd%22%7d

Enn leikur veðrið við FEB-ferðum! Nú var ferðinni heitið á Njáluslóðir að hætti Guðna Ágústssonar. Margt skoðað og rætt,...
03/09/2025

Enn leikur veðrið við FEB-ferðum! Nú var ferðinni heitið á Njáluslóðir að hætti Guðna Ágústssonar. Margt skoðað og rætt, því það er alltaf gaman í ferð með Guðna 🙂
Myndir tók Elín Inga Arnþórsdóttir, hópstjóri í ferðinni.

Address

Stangarhyl 4
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5882111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram