FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni milli kl. 10-16.00
og föstudaga 10-15.00 Félagið var stofnað 15. mars 1986. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna.

FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík • Sími: 588 2111
Netfang: feb@feb.is • Heimasíða: www.feb.is og
Opnunartími skrifstofu:
Opið mánudaga til fimmtud. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með yfir 16. 000 félagsmenn. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri og einnig makar þeirra þótt þeir séu yngri. Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt myndast félagsskírteinið rafrænt í smáforritinu Spara en þar er einnig að finna alla þá afslætti sem félagsmönnum býðst. VIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM ÞÍNA HAGSMUNI

Stjórn FEB fékk óvænta heimsókn á stjórnafund dagsins þann 7. janúar er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíku...
07/01/2026

Stjórn FEB fékk óvænta heimsókn á stjórnafund dagsins þann 7. janúar er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur mætti á staðinn og heilsaði upp á fólkið.

Vilt þú kynnast gervigreindinni ChatGPTEftir fjölda vel heppnaðra gervigreindarnámskeiða haustið 2025 hefur FEB enn á ný...
05/01/2026

Vilt þú kynnast gervigreindinni ChatGPT
Eftir fjölda vel heppnaðra gervigreindarnámskeiða haustið 2025 hefur FEB enn á ný fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT. Námskeiðið verður haldið í sal FEB í Stangarhyl 4, miðvikudaginn 14. janúar 2026 kl. 10:00.

Um tveggja tíma námskeið er að ræða þar sem farið verður yfir grunnin í ChatGPT og ýmis atriði sem gætu hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta ChatGPT sér til gamans eða í eigin verkefnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

Hvað er ChatGPT?
Hvernig virkar það?
Hvernig á að nota það?
Hvað ber að varast?
Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið fjölda námskeiða í gervigreind.

Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)

Vertu óhrædd/ur og taktu þátt, því um mjög áhugavert viðfangsefni er að ræða.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda tölvupóst á netfangið feb@feb.is

Engir dansleikir hjá FEB í janúar og rétt rúmlega það.Í janúar 2026 og fram yfir næstu mánaðarmót verður hlé gert á FEB ...
02/01/2026

Engir dansleikir hjá FEB í janúar og rétt rúmlega það.
Í janúar 2026 og fram yfir næstu mánaðarmót verður hlé gert á FEB dansleikjunum sem vanalega eru haldnir á sunnudagskvöldum hér í Stangarhyl 4.

Sunnudagskvöldið 8. febrúar hefjast dansleikirnir að nýju og þá lofum við stemningu og góðum takti, eins og áður!

Vonum að þið látið ekki þetta stutta hlé hafa áhrif á gleðina og að þið mætið full af orku þegar við byrjum aftur!

Við hlökkum til að sjá ykkur hress þann 8. febrúar!

Bestu nýárskveðjur,
starfsfólk FEB, Siggi og Sigrid

Áramótagrein frá formanni LEB
30/12/2025

Áramótagrein frá formanni LEB

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæ...

Kæri félagsmaður. Tryggingastofnun birti nýjar greiðsluáætlanir þann 22. desember fyrir árið 2026, inni á mínum síðum á ...
30/12/2025

Kæri félagsmaður. Tryggingastofnun birti nýjar greiðsluáætlanir þann 22. desember fyrir árið 2026, inni á mínum síðum á TR.
Greitt verður út á nýársdag.
Sjá nánar hér: https://island.is/s/tryggingastofnun/frett/greitt-a-nyarsdag2026

Við vekjum einnig athygli á nýlegum leiðbeiningum varðandi tekjuáætlun og útfyllingu á henni.
Það er mikilvægt að tekjuáætlun sé eins nákvæm og hægt er.
Til að uppfærð tekjuáætlun taki gildi í næsta mánuði þarf að breyta tekjuáætlun fyrir 15. hvers mánaðar.
Sjá nánar um tekjuáætlun hér: https://island.is/s/tryggingastofnun/tekjuaaetlun

Hér: https://www.youtube.com/watch?v=7MsN0M0pPzc&t=1s má sjá myndband sem skýrir hvernig á að fylla út tekjuáætlun inni á mínum síðum TR.

Enjoy the videos and music you love, upload original content, and share it all with friends, family, and the world on YouTube.

Gleðin ræður ríkjum hjá FEB í Zumba og leikfiminni hjá Tönyu 😍
19/12/2025

Gleðin ræður ríkjum hjá FEB í Zumba og leikfiminni hjá Tönyu 😍

Jóla Zumba Gold fjör í FEB í Reykjavík og nágrenniHEILSUSKÓLI TANYUDesember 2025

Opnunartími FEB um hátíðarnar Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með þriðjudeginum 23. desember til og m...
19/12/2025

Opnunartími FEB um hátíðarnar
Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með þriðjudeginum 23. desember til og með fimmtudeginum 1. janúar 2026. Opnum aftur föstudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát.

Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum góð samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári.

https://www.leb.is/um-leb/frettir/gur-fundur-me-flags-og-hsnismlarherra
10/12/2025

https://www.leb.is/um-leb/frettir/gur-fundur-me-flags-og-hsnismlarherra

Fulltrúum Landssambandsins var boðið á fund með Félags- og húsnæðismálaráðherra, mánudaginn 8. desember  sl. Á fundinn mættu Björn Snæbjörnsson, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Oddný Árnadóttir. Við fengum afar góðar móttökur eins og venjulega hjá ráðherra og henna...

Address

Stangarhyl 4
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5882111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram