Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var stofnað árið 1919, og er félagið bæði fag- og stéttarfélag. Formaður félagsins er Guðbjörg Pálsdóttir.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) er félagið bæði fag- og stéttarfélag. Megintilgangur félagsins er að:
Efla þróun hjúkrunar og þekkingu og hæfni hjúkrunarfræðinga. Gæta hagsmuna og standa vörð um sjálfstæði, réttindi, skyldur og kjör hjúkrunarfræðinga. Semja við vinnuveitendur um kaup og kjör fyrir félagsmenn og um önnur atriði sem samningsumboð félagsins nær til á hverjum tíma. Auka þátt hjúkrunarfræðinga í þróun og stefnumótun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu.

Bandaríska hjúkrunarakademían hefur útnefnt Connie W. Delaney, prófessor og deildarforseta Hjúkrunarfræðideildar Minneso...
24/09/2025

Bandaríska hjúkrunarakademían hefur útnefnt Connie W. Delaney, prófessor og deildarforseta Hjúkrunarfræðideildar Minnesota-háskóla og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, „goðsögn í lifanda lífi“

Til hamingju Connie W. Delaney!

Bandaríska hjúkrunarakademían (American Academy of Nursing) hefur útnefnt Connie W. Delaney, prófessor og deildarforseta Hjúkrunarfræðideildar Minnesota-háskóla og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, „goðsögn í lifanda lífi“ (Living Legend).

Námskeiðið Samkennd í eigin garð - Mættu þér af góðvild í stað sjálfsgagnrýni verður haldið frá 6. október til 24. nóvem...
22/09/2025

Námskeiðið Samkennd í eigin garð - Mættu þér af góðvild í stað sjálfsgagnrýni verður haldið frá 6. október til 24. nóvember

Nokkur laus pláss 👇

8 vikna námskeið í Núvitundarsetrinu, 6. október- 24. nóvember.

Rafrænn kynningarfundur um KLAK Health heilsutæknihraðallinn verður haldinn þriðjudaginn 23. september kl. 12:00–12:30KL...
22/09/2025

Rafrænn kynningarfundur um KLAK Health heilsutæknihraðallinn verður haldinn þriðjudaginn 23. september kl. 12:00–12:30

KLAK Health heilsutæknihraðallinn er nýr hraðall sem verður settur af stað í lok október

Markmið KLAK Health er að hvetja til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og efla tengslanet þess við nýsköpunarumhverfið

Nánar 👇

KLAK Health heilsutæknihraðallinn er nýr hraðall sem verður settur af stað í lok október. Markmið KLAK Health er að hvetja til nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og efla tengslanet þess við nýsköpunarumhverfið. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. september kl....

Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur og talskona sjúklinga á Landspítalanum, ræddi við fréttastofu Sýnar um re...
19/09/2025

Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur og talskona sjúklinga á Landspítalanum, ræddi við fréttastofu Sýnar um reynslu sína af starfinu

Lesa 👇

„Mín svona fyrsta tilfinning er að við, heilbrigðisstarfsmenn, þurfum meiri þjálfun í að eiga í samskiptum,“ segir Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítalanum, um reynslu sína af starfinu.

Það eru fimm pláss laus á námskeiðið Seigla, streita, samskipti og meðvirkni sem fram fer á Hótel Grímsborgum dagana 28....
19/09/2025

Það eru fimm pláss laus á námskeiðið Seigla, streita, samskipti og meðvirkni sem fram fer á Hótel Grímsborgum dagana 28.- 31. október

Nánar 👇

Heildræn nálgun á líðan og heilsu í lífi og starfi. Hótel Grímsborgum dagana 28.- 31. október 2025.

18/09/2025
Fréttastofa RÚV fjallar um nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem hvetur Evrópuríki til meiri sjálfbærni um h...
17/09/2025

Fréttastofa RÚV fjallar um nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem hvetur Evrópuríki til meiri sjálfbærni um heilbrigðisstarfsfólk í nýrri skýrslu

Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að það sé einnig siðferðileg skylda Íslands að vera sjálfbært um starfsfólk innan geirans

Frétt 👇

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur Evrópuríki til meiri sjálfbærni um heilbrigðisstarfsfólk í nýrri skýrslu. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir að það sé einnig siðferðileg skylda Íslands að vera sjálfbært um starfsfólk innan geirans.

„Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt formönnum Ljósmæðrafélags, Læknafélags og Sjúkraliðafélags Íslands ha...
13/09/2025

„Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt formönnum Ljósmæðrafélags, Læknafélags og Sjúkraliðafélags Íslands hafa tekið höndum saman og krefjast þess að mönnun verði sett í forgang og að heilbrigðisstofnanir fái bæði fjármagn og heimildir til að ráða út frá faglegum forsendum.“

Lesa pistil Helgu Rósu Másdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 👇

Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, skrifar:

Formenn Fíh, ASÍ, BHM, BSRB og KÍ sendu rétt í þessu frá sér harðorða sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hafna vinnubr...
12/09/2025

Formenn Fíh, ASÍ, BHM, BSRB og KÍ sendu rétt í þessu frá sér harðorða sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hafna vinnubrögðum og áformum ríkisstjórnarinnar og segjast munu verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku!

Lesa má yfirlýsingu formanna í fyrstu athugasemd 👇

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2026 boðar sérstakar aðhaldsaðgerðir, sjúkrahúsin eiga að spara tæpa 2 milljarða króna og ...
12/09/2025

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2026 boðar sérstakar aðhaldsaðgerðir, sjúkrahúsin eiga að spara tæpa 2 milljarða króna og heilsugæslan 1,1 milljarð en þetta eru þær stofnanir sem að sinna þessum ört stækkandi hópi sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 endurspeglar ekki stefnu stjórnvalda í mönnun heilbrigðisþjónustunnar.

11/09/2025
Margrét Guðnadóttir, doktor í hjúkrunarfræði og forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum, skrifar áhugaverða grein um p...
09/09/2025

Margrét Guðnadóttir, doktor í hjúkrunarfræði og forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum, skrifar áhugaverða grein um persónumiðaða nálgun í öldrunarþjónustu

„Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags.“

Lesa grein 👇

Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist ....

Address

Suðurlandsbraut 22
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 12:00

Telephone

+3545406400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram