Neyðarlínan 112

Neyðarlínan 112 Markmiðið er að fræða og efla vitund á starfsemi Neyðarlínunnar, efla forvarnir og meðvitund. Neyðarlínan ohf - Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík.

Sími skrifstofu: 570-2000. Símanúmerið er 1-1-2 ef þú þarft aðstoð lögreglu, slökkviliðs, sjúkrabíls, björgunarsveita, landhelgisgæslu eða annarra viðbragðsaðila. Neyðarlínan hefur það sem hlutverk að efla öryggi og velferð á Íslandi með því að veita fyrsta flokks neyðar- og öryggisþjónustu. Eitt neyðarnúmer fyrir allt landið samræmir viðbrögð og boðun björgunar- og neyðarsveita á öllu landinu. Þa

ð er markmið Neyðarlínunnar að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Til þess að vinna að þessum markmiðum eru þrjú gildi í hávegum höfð: Hjálpsemi – Viðbragðsflýtir - Fagmennska. Hjálpsemi felur í sér alla þá mögulegu aðstoð (þjónustu) sem hægt er að veita viðskiptavinum fyrirtækisins. Í þessu felst þolinmæði og frumkvæði. Í hjálpsemi felst einning samstarf og aðstoð við vinnufélaga og samstarfsaðila. Viðbragðsflýtir felur í sér hröð og örugg viðbrögð gagnvart samstarfsaðilum, vinnufélögum og viðskiptavinum. Fagmennska felur í sér fagleg vinnubrögð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinnufélögum. Fagleg vinnubrögð byggja á að farið sé eftir starfsáætlunum og settum ferlum. Í fagmennsku felast gæði sem öllu starfsfólki ber að halda í heiðri við vinnu sína. VINSAMLEGAST LESIÐ ÞETTA ÁÐUR EN INNLEGG ER SETT Á SÍÐU NEYÐARLÍNUNNAR

1. HVERNIG ER UMSJÓN MEÐ ÞESSARI SÍÐU HÁTTAÐ? Vinsamlegast athugið að Neyðarlínan fylgist ekki með þessari síðu eða innleggjum sem sett eru á hana allan sólarhringinn. Þau sem sjá um uppfærslu hennar sinna því samhliða öðrum störfum innan fyrirtækisins. Svör við spurningum eða ábendingum kalla oftar en ekki á nánari skoðun. Því er ekki hægt að tryggja að svör verði sett inn strax við spurningum sem settar eru inn á síðuna. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð viðbragðsaðila skal undantekningarlaust hringja beint í 1-1-2. Ef erindið er af öðrum toga vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Neyðarlínunnar í síma 570-2000. Sömuleiðis er hægt að koma ábendingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið 112@112.is.

2. HVAÐ Á EKKI HEIMA Á ÞESSARI SÍÐU? Innlegg eða athugasemdir hér á síðu Neyðarlínunnar sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, innihalda ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Vinsamlegast athugið að Facebook er ekki rétti staðurinn til að setja inn upplýsingar um tiltekin mál eða kvartanir um störf tiltekinna neyðarvarða Neyðarlínunnar. Óánægju með þjónustu er rétt að koma á framfæri við gæðastjóra fyrirtækisins í gegnum síma eða tölvupósti. Gæðastjóri Neyðarlínunnar er Garðar S. Gíslason, sími 570-2000 og netfang gardar.gislason@112.is. Myndir sem hér er að finna úr starfi Neyðarlínunnar er ekki heimilt að birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti eða sambærilegum miðlum nema með leyfi Neyðarlínunnar. AÐ HAFA SAMBAND VIÐ NEYÐARLÍNUNA

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð viðbragðsaðila skal undantekningarlaust hringja beint í 1-1-2. Sömuleiðis er hægt að koma ábendingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið 112@112.is.

Góða sumarskemmtun☀️Sumarið er hafið með sínum björtu nóttum, ilminn af nýslegnu grasi, og ævintýralegum ferðalögum. Með...
25/06/2025

Góða sumarskemmtun
☀️Sumarið er hafið með sínum björtu nóttum, ilminn af nýslegnu grasi, og ævintýralegum ferðalögum. Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem allir upplifa sig örugga og koma heilir heim.

🎉Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra sem hvetur til árvekni og öryggi þegar við komum saman í sumar. Markmiðið er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn hvers kyns ofbeldi á bæjar- og útihátíðum landsins í sumar.
Lesa meira hér

Hringdu í neyð í 112 eða smelltu á Netspjall 112 til að hefja samtal við neyðarvörð.

Hefur einhver deilt nektarmynd/-gögnum af þér á netinu án leyfis?Það er mikilvægt að vita að þú getur látið fjarlægja sl...
13/06/2025

Hefur einhver deilt nektarmynd/-gögnum af þér á netinu án leyfis?

Það er mikilvægt að vita að þú getur látið fjarlægja slíkt efni.

Á vef 112.is er að finna skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig má bregðast við stafrænu ofbeldi, þar með talið hvernig hægt er að láta eyða myndum, snappa eða öðrum gögnum sem deilt hefur verið án þíns samþykkis.

👉 Kíktu á: https://www.112.is/ofbeldi/stafraent-ofbeldi

Þú ert ekki einn/ein/eitt – þú átt rétt á aðstoð.
#112 #1717

„Mér leið eins og einhver hefði tekið sársaukann minn og sent hann út í heim án mín.“ Svona lýsir 17 ára stelpa tilfinningunni þegar myndband af nauðgun hennar fór í dreifingu. Hún vill ekki vekja reiði heldur opna á umræðuna um stafrænt ofbeldi.

Öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumarÍ sumar taka mörg börn þátt í viðburðum og æskulýðsstarfi víða um land. Mikilvæg...
13/06/2025

Öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

Í sumar taka mörg börn þátt í viðburðum og æskulýðsstarfi víða um land. Mikilvægt er að þeir sem koma að því að skipuleggja og framkvæma slíkt starf séu meðvitaðir um ábyrgð sína, þekki einkenni ofbeldis og viti hvert skal leita ef grunur vaknar um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi.
Samstarfshópur á vegum Barna- og fjölskyldustofu, Embættis landlæknis, Heimili og skóla, Jafnréttisstofu, lögreglunnar, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Neyðarlínunnar, SAFT – Fjölmiðlanefndar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur tekið saman gagnlegar upplýsingar sem nálgast má hér https://www.112.is/ofbeldi/ithrotta-og-aeskulydsstarf

Þar er meðal annars að vinna
• fræðsluefni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni,
• gátlista fyrir ráðningar,
• leiðbeiningar um öflun upplýsinga úr sakaskrá,

Ef grunur vaknar um brot gegn barni skal ávallt tilkynna til 112, barnaverndar og/eða lögreglu.

Nánari upplýsingar veita:
Kristín Skjaldardóttir – samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir – alfa@samband.is
Barna- og fjölskyldustofa – bofs@bofs.is

https://www.112.is/ofbeldi/ithrotta-og-aeskulydsstarf

íþrótta- og æskulýðssstarf, velferð barna

Njarðvíkurskóli sigurvegari Sexunnar 2025!Stuttmyndakeppni Sexunnar 2025 lauk nýverið en Njarðvíkurskóli varð hlutskarpa...
30/05/2025

Njarðvíkurskóli sigurvegari Sexunnar 2025!

Stuttmyndakeppni Sexunnar 2025 lauk nýverið en Njarðvíkurskóli varð hlutskarpastur í stuttmyndakeppni Sexunnar 2025 með stuttmyndinni Áhrif eineltis. Í öðru sæti var Hólabrekkuskóli með stuttmyndina Slagsmál en þriðja sæti hlaut Rimaskóli fyrir stuttmyndina Stafræn sár.

Sexan er jafningjafræðsluverkefni sem ætlað er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna er tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna. Auk þess er opinn flokkur fyrir önnur mikilvæg málefni sem 12-13 ára krökkum þykja mikilvægt að varpa ljósi á.

Hvatningarverðlaun Sexunnar eru einnig veitt fyrir eftirtektarverða tækninotkun, efnistök eða aðferðir. Í ár hlaut Hrafnagilsskóli Hvatningarverðlaun Sexunnar fyrir að tefla fram leikurum af erlendum uppruna í burðarhlutverk og sýna á skýran hátt hvernig ungmenni geta leitað aðstoðar í tilfellum stafræns ofbeldis.

Sigurmyndirnar fjórar verða sýndar á Barnakvikmyndahátíð í Bíóparadís í haust en þar verður dagskrá tileinkuð Sexunni, sigurmyndum fyrri ára sem og viðfangsefnum keppninnar; stafrænt ofbeldi. Stuttmyndirnar verða jafnframt gerðar aðgengilegar í spilara KrakkaRÚV, Youtube rás Neyðarlínunnar og sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og geta þannig nýst þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum.

Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem öll láta sig lýðheilsu ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Heilsueflandi grunnskóli, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og RÚV.

Við óskum sigurvegurum til hamingju og hvetjum ungmenni til að halda áfram að vera meðvituð um stafrænt ofbeldi í umhverfi sínu. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur sigurmyndir Sexunnar á https://www.112.is/sexan - því framtíðin er sannarlega björt!

Leiðarvísir fyrir börn sem verða fyrir heimilisofbeldi hefur verið birtur á Ofbeldisgáttinni. Þar má finna fjölbreytta f...
14/04/2025

Leiðarvísir fyrir börn sem verða fyrir heimilisofbeldi hefur verið birtur á Ofbeldisgáttinni. Þar má finna fjölbreytta fræðslu um birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði.

Í nýjum leiðarvísi fyrir börn sem verða fyrir heimilisofbeldi er fjallað um meðferð heimilisofbeldismála, allt frá fyrstu afskiptum af málum, hvað þarf til svo mál fari fyrir dóm, réttarhöldin og hvað gerist þar til dómur liggur fyrir. Upplýsingar í leiðarvísinum eru settar fram á barnvænan hátt. Í leiðarvísinum má einnig finna upplýsingar um birtingarmynd ofbeldis milli skyldra og tengdra fyrir börn og ungmenni.

Tilgangur og markmið Ofbeldisgáttar er að lækka þröskuld þolenda ofbeldis að hjálp, með fræðslu sem er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt.

Hringdu í neyð í 112 eða smelltu á Netspjall 112 til að hefja samtal við neyðarvörð.

Innilega til hamingju Matthildur Guðrún. Börn bjarga lífum!
05/04/2025

Innilega til hamingju Matthildur Guðrún. Börn bjarga lífum!

Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir hlaut hetjudáðamerki BÍS í gær fyrir viðbrögð hennar þegar rofnaði kransæð hjá móður hennar.

Þegar það gerðist þá voru þær mæðgur tvær heima. Áður en það var hringt á sjúkrabíl sat Matthildur við hliðina á móður sinni og var mjög oft að spyrja hana hvort það væri örugglega allt í lagi hjá henni. Með þeim spurningum fékk hún mömmu sína til að átta sig á því að það væri eitthvað alvarlegt að gerast. Matthildur sá til þess að sjúkraflutningsmennirnir kæmust inn heima hjá þeim. Allann tímann var Matthildur að fylgjast með móður sinni.

Með miklu stolti óskum við Matthildi innilega til hamingju með þetta og það sýnir hér að skyndihjálarkennsla getur bjargað mannslífum.

Deilum hér upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóraSamhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tíman...
01/04/2025

Deilum hér upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tímanum í morgun þegar ljóst var að kvikuhlaup var hafið á Reykjanesskaganum.
Á þessari stundu er ekki hafið eldgos en þyrla Landhelgisgæslunnar er tilbúin að fara í loftið.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar hófst áköf jarðskjálftahrina hófst kl. 6.30 í morgun á Sundhnúksgígaröðinni. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Skjálftavirknin er á svipuðum slóðum og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni.
GPS mælingar og þrýstingsmælingar í borholum sýna einnig skýrar breytingar sem benda til þess að kvikuhlaup sé hafið.

Merki frá aflögunarmælum eru sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni.

Skúli Bragi Geirdal með áhugaverða umfjöllun um fræðsluheimsóknir Netumferðarskólans fyrir 1.-7. bekk. Þar ræða þau meða...
28/03/2025

Skúli Bragi Geirdal með áhugaverða umfjöllun um fræðsluheimsóknir Netumferðarskólans fyrir 1.-7. bekk. Þar ræða þau meðal annars um samþykki, tælingu og nektarmyndir, sem eru viðfangsefni Sexunnar.

Sexan stuttmyndakeppni er haldin árlega fyrir öll í 7. bekk í grunnskólum landsins. Öll á aldrinum 12-13 ára geta tekið þátt.

Opið er fyrir innsendingar til og með 8. apríl 2025

Lestu umfjöllun Skúla í heild sinni hér 👇

„Ég má ekki segja nei við mömmu og pabba þegar að þau taka myndir af mér. Þótt ég vilji það ekki.“

Rafrænn kynningarfundur fyrir þátttakendur í Sexunni, stuttmyndakeppni 2025Opið er fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyn...
17/03/2025

Rafrænn kynningarfundur fyrir þátttakendur í Sexunni, stuttmyndakeppni 2025

Opið er fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekkjum allra grunnskóla landsins til og með 8.apríl nk.

Í tengslum við keppnina verður upp á rafrænan kynningarfund fimmtudaginn 25.mars kl.14.30 fyrir kennara og starfsfólk félagsmiðstöðva. Á fundinum verður farið yfir helstu atriði sem gott er að hafa í huga, áherslur í tæknimálum og leiðir til að kveikja áhuga nemenda. Fundarstjóri er Jana María Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Sexunnar.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á https://www.112.is/sexan

Tengill:
https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MGNmNDhmNmEtNDRiYS00ODFmLWE1NDktMWY2YjU4Mzg0YzJh%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2254fce888-6406-4d7c-8b7e-8fb0a4f92830%22%2c%22Oid%22%3a%229a472b5a-73bd-4a29-b0c0-04209ae3e3ca%22%7d

Nánar um Sexuna:
Stuttmyndirnar mega mest vera 3 mínútur að lengd og hver skóli má mest senda þrjár stuttmyndir. Viðfangsefni stuttmyndanna eru tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna. Nemendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, kvikmyndatöku og eftirvinnslu. Nemendur af erlendum uppruna, hinsegin og fatlaðir nemendur eru sérstaklega hvött til að taka þátt.

Vonumst til að sjá ykkur öll.

Ert þú efni í góðan neyðarvörð? Ef svo er þá erum við að leita að þér. Opið er fyrir umsóknir til og með 28. mars næstko...
14/03/2025

Ert þú efni í góðan neyðarvörð? Ef svo er þá erum við að leita að þér. Opið er fyrir umsóknir til og með 28. mars næstkomandi.

Neyðarlínan óskar eftir að ráða neyðarverði til að annast svörun fyrir 112, greina erindi, leiðbeina og virkja viðeigandi viðbragðsaðila. Boðið er upp á krefjandi, ábyrgðarmikið en jafnframt gefandi framtíðarstarf. Unnið er á vöktum í sveigjanlegu vaktakerfi og í upphafi ...

Það er ekki oft sem hægt er að fá góða innsýn í störf neyðarvarða en nýverið birtist grein í Vísi um hana Heiðu okkar.Sj...
01/03/2025

Það er ekki oft sem hægt er að fá góða innsýn í störf neyðarvarða en nýverið birtist grein í Vísi um hana Heiðu okkar.

Sjá frétt í fyrstu athugasemd

21/02/2025

Lögreglan mun í dag senda SMS-skilaboð í alla farsíma í Grindavík og Svartsengi, þar sem varað er við því að vera á svæðinu. Skilaboðin eru á ensku og er ætlunin að reyna að ná til erlendra ferðamanna.

Í skilaboðunum segir að Grindavík sé eldgosasvæði. Aukin virkni hafi mælst á svæðinu og að möguleiki sé á eldgosi. Fólk er beðið um að búa sig undir rýmingu og að fylgjast með frekari upplýsingum á vefsíðunni safetravel.is.

Segir í tilkynningu frá Lögreglan á Suðurnesjum að gera megi ráð fyrir að sendingarnar leki út fyrir skilgreint hættusvæði. Fyrirkomulagið verði endurskoðað að viku liðinni, dragi ekki áður til tíðinda innan hættusvæðis.

Þá er tekið fram í tilkynningunni að í Grindavík og Svartsengi sé há áhætta, að nóttu sem degi. Á gossvæði sé áhættan óásættanleg fyrir alla og mælt gegn því að fólk fari þangað.

Address

Reykjavík

Telephone

+3545702000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Neyðarlínan 112 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Neyðarlínan 112:

Share