Hugarafl eru notendastýrð félagasamtök fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. ✨
Hugarafl eru félagasamtök rekin af fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum í samstarfi við fólk sem hefur faglega menntun á sviði geðheilbrigðismála. Hugarafl var stofnað árið 2003 og hefur alla tíð verið grasrótarsamtök fólk sem vill nota eigin reynslu til að breyta umræðu um geðheilbrigðismál, koma til leiðar breytingum á geðheilbrigðiskerfinu og finna bata í samfélagi við jafningja. Hugarafl er langstærsti virki hópur fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum á Íslandi.
08/08/2025
Arnbjörg reimar á sig hlaupaskóna 23. ágúst og ætlar að hlaupa 10 km fyrir Hugarafl! 🩷
Við höfum nýjar fréttir úr verkefninu Empowering Futures, sem styrkt er af Erasmus+, og Hugarafl hefur umsjón með. Lestu greinina „From recovery to work: Insights from focus groups and interviews“ á ensku hér:
Þessi grein er skrifuð á ensku. Our project Empowering Futures, funded by Erasmus+, is approaching its closing. Between March and June 2025, Hugarafl and its partner organizations from Italy, Sweden,...
06/08/2025
Rakel Björk ætlar að hlaupa 10 km fyrir Hugarafl í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. 🩷
Ninna Karla Katrínar dansilabbar fyrir Hugarafl í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 23. ágúst næstkomandi.
Ninna fór í viðtal við Auði Ösp hjá Vísi og opnaði sig um batasögu sína og minnir á mikilvægi félags eins og okkar.
Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kíló...
04/08/2025
Þessi frábæra hlaupakona Arnbjörg Ólöf Kjartansdóttir hleypur til styrktar Hugarafli í maraþoni Íslandsbanka 23.ágúst. Styðjum hana með ráðum og dáð!!❤️
“Flestir sem mig þekkja vita að andleg heilsa skiptir mig miklu máli meðal annars þannig að ég hef ákveðið að í ár ætla ég að hlaupa 10KM í Reykjarvikur maraþoninu sem verður 23. Ágúst til styrktar Hugarafl 🥰💖✨🔥
Endilega hjálpið mér að safna til að styðja við frábært starf sem Hugarafl er að gera” ❤️🙏🏻
Hleypur fyrir Hugarafl
21/07/2025
Grétar Björnsson, starfsmaður Hugarafls, gerði sér ferð norður og heimsótti systursamtök Hugarafls
Hann skoðaði glæsilegt húsnæði samtakanna, hitti notendur og starfsfólk og ræddi um hvernig úrræðin gætu unnið saman að því að þjónusta einstaklinga með nálgun bata og valdeflingar.
21/07/2025
Við hættum ekki að dásama elsku sjálfboðaliðana okkar en í dag skelltu þau Róbert og Ronja sér út að þrífa alla gluggana okkar að utan. Ronja stóð sig einstaklega vel í gluggaþvottinum!
14/07/2025
Það er gleðidagur í Hugaraflinu í dag.
Í morgun var ráðinn nýr starfsmaður til Hugarafls; Richard Helga Ólafsson forritari. Hann mun starfa við að efla skráningarkerfi okkar fyrir notendur og starfsfólk í samvinnu við tæknihópinn okkar. Við áttum góða stund í morgun þar sem allir í hópnum kynntu sig og buðu Richard velkominn.
Alexander Steingrímsson var að koma úr sumarfríi en það er ánægjulegt að tilkynna að hann hóf einnig störf hjá Hugarafli í síðasta mánuði. Alexander hefur um hríð starfað hjá okkur sem sjálfboðaliði en er nú ráðinn til starfa sem fulltrúi unga fólksins í Hugarafli og hann mun einnig sinna jafningjastuðningi og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt.
Það er mikill fengur fyrir samtökin að geta elft starfshópinn okkar og við gleðjumst yfir fjölbreytninni og fjölgun verkefna. Við bjóðum Richard og Alexander innilega velkomna í hópinn.
14/07/2025
Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og tilvalið að kynna þau fyrir ykkur sem hafa ákveðið að hlaupa fyrir Hugarafl. 🥳
Það er ómetanlegt fyrir félag sem okkar að fá svona flott fólk til liðs við okkur og styðja svona við starfið okkar. 🥰
Við hvetjum ykkur til að kíkja á þau og heita á þau ef þið hafið tök á!
Be the first to know and let us send you an email when Hugarafl posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 af einstaklingum með víðtæka þekkingu af geðheilbrigðiskerfinu. Þessir einstaklingar höfðu sameiginlega stefnu um að breyta íslenska geðheilbrigðiskerfinu til hins betra. Enn þann dag í dag er starfsemi Hugarafls mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum.
Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem ýtir undir valdeflingu og bata einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og fjölskyldur þeirra. Sérstaða Hugarafls er einstaklingsmiðuð nálgun sem og samvinna fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og fagfólks. Við vinnum saman sem jafningjar, tökum sameiginlegar ákvarðanir um starfsemi Hugarafls og erum hvött til að láta í ljós skoðanir okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð á hópastarfi, verkefnum og dagskrá Hugarafls.
Allt starf Hugarafls byggist á hugmyndafræði valdeflingar sem mótuð var af Judi Chamberlin sem og batahugmyndafræði Daniels Fishers. Þetta er ekki einungis leiðarljós starfseminnar heldur nýtast fræðin sem grundvöllur í daglegu starfi Hugarafls og sjálfsvinnu einstaklinga. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er á forsendum hvers og eins. Við virðum sjálfræði hvers og eins til að móta sína bataleið.
Markmið Hugarafls eru að:
· hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi.
· miðla og starfa samkvæmt valdeflingu og batahugmyndafræði.
· standa vörð um mannréttindi fólks sem tekst á við andlegar áskoranir.
· uppræta fordóma tengda geðheilbrigðismálum í íslensku samfélagi.
Starfsemin
Hugarafl og félagar þess skipuleggja og vinna að ýmis konar verkefnum, meðal annars:
geðfræðsla í grunn- og framhaldsskólum.
jafningjastuðningur.
raddahópur fyrir einstaklinga sem hafa óvenjulegar upplifanir.
aðstandendafundir.
hlaðvarp Hugarafls, Klikkið.
ungmennastarf Unghuga.
erlend samstarfsverkefni.
listsköpun.
jóga fyrir líkama, huga og sál.
ráðstefnur, málþing og vinnustofur.
greinaskrif, fjölmiðlaumfjöllun og álitsgjöf.
Innan Hugarafls starfa bæði einstaklingar með heilbrigðisfagmenntun og einstaklingar með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Starfsmenn Hugarafls vinna samhliða öðrum félögum Hugarafls sem jafningjar. Starfsmennirnir veita einstaklingssamtöl auk þess að leiða hópa og taka þátt í annarri starfsemi. Þessir einstaklingar starfa í samræmi við hugmyndafræði Hugarafls þar sem valdefling og batamiðuð nálgun er í fyrirrúmi. Þjónustan felst meðal annars í:
fræðslu.
einstaklingssamtölum.
fjölskylduvinnu.
endurhæfingu.
eftirfylgd.
úrvinnslu áfalla.
Aðgengisupplýsingar
Í húsnæði Hugarafls er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Eitt baðherbergjanna er fullgert til að mæta þörfum fólks með fatlanir og öll salernin eru að auki laus við kynjaskiptingu. Næsta aðgengilega bílastæði er fyrir framan Nova, þ.e. jarðhæð Lágmúla 9. Rampur er upp að inngangi hússins og lyfta upp á 6. hæð. Vert er að hafa í huga að þegar margt fólk er í rýminu getur bergmál valdið óþægindum fyrir þau sem nota heyrnartæki eða heyra illa.