05/02/2024
Ég verð á Akureyri um helgina að kenna dáleiðslu.
Varstu búinn að skrá þig?
Nemendur læra að dáleiða, farið er yfir öll helstu hugtök og aðferðir við dáleiðslu. Hvað dáleiðsla er og hvað ekki. Frá fyrsta degi fara nemendur í dáleiðslu og æfa sig að dáleiða aðra. Nemendur læra og æfa mismunandi aðferðir við að meta næmi einstaklinga til að vera dáleiddir. Læra aðferðir til að innleiða dáleiðslu, dýpka hana og meta dýpt dáleiðslunnar.
Farið er yfir sögu dáleiðslunnar og hvað þarf að varast við dáleiðslu. Virkni meðvitaða hugans og undirvitundarinnar, hvernig móta á tillögur til að ná sem mestum árangri og ýmislegt annað varðandi dáleiðslu. Lærðu að dáleiða er fyrsta skrefið í því að læra meðferðardáleiðslu.
Námið byggir á erlendri fyrirmynd og þekkingu frá National Guild of Hypnotists, stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, og reynslu kennaranna sem hafa unnið við dáleiðslu í yfir 10 ár og verið aðalkennarar við dáleiðslu á Íslandi síðustu ár.
Nemendur útskrifast sem dáleiðarar og hafa þekkingu til að dáleiða.
Námið er 8 dagar.