18/05/2022
Eftir þokkalega pásu er 360 Heilsa hlaðvarpið LOKSINS aftur komið í loftið!
Nýr þáttur droppaði í dag með fjölmiðladrottningunni Þórdís Valsdóttir. Við ræddum um andlega heilsu, hreyfingu og hvernig breyttar lífsstílsvenjur hafa umturnað hennar líðan og heilsu.
Þú getur hlustað á þáttinn hér: https://spoti.fi/3MwLeNi
Eftir þennan þátt verða svo ákveðnar breytingar á hlaðvarpinu. Ég hef ákveðið að hætta öllu auglýsingasamstarfi og færa hlaðvarpið í áskriftarviðmót gegnum Patreon. Þetta gerir mér kleift að vera meira samkvæmur mínum gildum og leggja meiri vinnu í að framleiða betri og vandaðari þætti fyrir mína hlustendur.
Með því að styðja mig um litlar 1000 kr (eða það sem jafngildir einum góðum próteinboost) mánaðarlega get ég haldið áfram að færa þér allt það helsta um mataræði, svefn, hreyfingu og allt sem viðkemur heilsu, á mannamáli.
Það eru nú þegar 3 þættir komnir inn og sá fjórði á leiðinni!
1. Top 5 fæðubótarefnin fyrir betri heilsu
2. Besta ráðið til að léttast áreynslulaust (sem þú ert líklegast ekki að gera)
3. Hlutirnir sem enginn talar um þegar kemur að föstum
4. Betri næring fyrir börnin - frá 6 mánaða+
Í hverjum mánuði bætast við 2-4 glænýjir þættir, aðeins fyrir áskrifendur!
Hlakka til að sjá þig hinum megin :)
Become a patron of 360 Heilsa today: Get access to exclusive content and experiences on the world’s largest membership platform for artists and creators.