22/11/2025
Enn eru að berast yndislegar reynslusögur, hér er ein frá móður 9 ára drengs sem var á PEERS félagsfærni fyrir 7 - 9 ára.
Við erum mjög sátt með námskeiðið, skynjum góðar breytingar sem við höldum svo áfram að vinna með. Ég myndi hiklaust mæla með þessu fyrir foreldra og börn sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt félagslega. Og ég er alsæl að vita að það séu fjölbreytt námskeið fyrir börn með taugabjölbreytileika eða aðrar áskoranir svo að eina hjálpin felist ekki bara í lyfjagjöf.
Þetta var mjög gott og fræðandi námskeið sem að hjálpaði okkur og mér sérstaklega sem foreldri.
Þú, Guðrún ert mjög fær í þínu fagi og bókin sem fylgir vel upp sett og mitt barn er með hana á náttborðinu og skoðar hana mikið.
Hann hefur alltaf verið félagslega sterkur og haft stórann hóp í kringum sig bæði af stelpum og strákum en það koma tímabil sem þau þurfa pásu frá honum þegar að hann er of orkumikill og eða stjórnsamur í samskiptum og leik, hann tekur því sem mikilli höfnun og þá taka við þungir dagar andlega. Þessi tímabil vara yfirleitt stutt en þá leita krakkarnir aftur í hann. Sem móðir þá langar mér að hann fái verkfæri til að læra að eignast náinn vin/vini ekki bara milljón kunningja sem koma og fara.
Barnið hefur náð framförum bæði vegna þess að það er vel haldið utan um hann í skóla og við höfum verið dugleg að nýta okkur verfærin sem við höfum fengið á námskeiðinu. Ég sé mikinn mun á honum sérstaklega í fótboltanum þar sem hann sýnir jákvæðan liðsanda.
Í samtali við kennarann hanns þá segir hann að það komi góðir dagar þar sem hann sýnir á sér góðar hliðar og framför en svo eru aðrir erfiðari dagar eins og gengur og gerist.