PEERS félagsfærninámskeið

PEERS félagsfærninámskeið PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni ásamt foreldrum þeirra.

PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og / eða aðra félagslega erfiðleika.

Enn eru að berast yndislegar reynslusögur, hér er ein frá móður 9 ára drengs sem var á PEERS félagsfærni fyrir 7 - 9 ára...
22/11/2025

Enn eru að berast yndislegar reynslusögur, hér er ein frá móður 9 ára drengs sem var á PEERS félagsfærni fyrir 7 - 9 ára.
Við erum mjög sátt með námskeiðið, skynjum góðar breytingar sem við höldum svo áfram að vinna með. Ég myndi hiklaust mæla með þessu fyrir foreldra og börn sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt félagslega. Og ég er alsæl að vita að það séu fjölbreytt námskeið fyrir börn með taugabjölbreytileika eða aðrar áskoranir svo að eina hjálpin felist ekki bara í lyfjagjöf.
Þetta var mjög gott og fræðandi námskeið sem að hjálpaði okkur og mér sérstaklega sem foreldri.
Þú, Guðrún ert mjög fær í þínu fagi og bókin sem fylgir vel upp sett og mitt barn er með hana á náttborðinu og skoðar hana mikið.
Hann hefur alltaf verið félagslega sterkur og haft stórann hóp í kringum sig bæði af stelpum og strákum en það koma tímabil sem þau þurfa pásu frá honum þegar að hann er of orkumikill og eða stjórnsamur í samskiptum og leik, hann tekur því sem mikilli höfnun og þá taka við þungir dagar andlega. Þessi tímabil vara yfirleitt stutt en þá leita krakkarnir aftur í hann. Sem móðir þá langar mér að hann fái verkfæri til að læra að eignast náinn vin/vini ekki bara milljón kunningja sem koma og fara.
Barnið hefur náð framförum bæði vegna þess að það er vel haldið utan um hann í skóla og við höfum verið dugleg að nýta okkur verfærin sem við höfum fengið á námskeiðinu. Ég sé mikinn mun á honum sérstaklega í fótboltanum þar sem hann sýnir jákvæðan liðsanda.
Í samtali við kennarann hanns þá segir hann að það komi góðir dagar þar sem hann sýnir á sér góðar hliðar og framför en svo eru aðrir erfiðari dagar eins og gengur og gerist.

Einnig var að berast yndisleg reynslusaga móður drengs sem er að kára námskeið fyrir 7 - 9 ára.Peers námskeiðið hefur ve...
22/11/2025

Einnig var að berast yndisleg reynslusaga móður drengs sem er að kára námskeið fyrir 7 - 9 ára.

Peers námskeiðið hefur verið skemmtilegt og fróðlegt. Það er gaman að hafa fengið að fylgjast með hópnum fara úr skelinni og eiga erfitt með að halda samræðum við ókunnug börn, yfir í að halda uppi áhugaverðum samræðum og finna sameiginleg áhugamál. Ég tel að verkfærin sem við höfum fengið komi til með að nýtast mér og barninu mínu til frambúðar auk þess sem hægt er að yfirfæra þekkinguna til systkina.

Kosturinn við fjarnámskeið er að það nýtist einnig vel til þeirra sem búa á landsbyggðinni.

Mér var að berast ný yndisleg reynslusaga móður 6 ára drengs sem var á námskeiðinu fyrir 4 - 6 ár.Það gengur svo miklu, ...
22/11/2025

Mér var að berast ný yndisleg reynslusaga móður 6 ára drengs sem var á námskeiðinu fyrir 4 - 6 ár.

Það gengur svo miklu, miklu betur en bara fyrir nokkrum mánuðum, áður en námskeiðið byrjaði. Hann er mjög rólegur og virkar svo öruggur og ekki stressaður ❤ það hefur verið svolítið hans Akkilesarhæll í svona heimsóknum, að hann var svo spenntur áður en krakkar komu og var svo á massívum yfirsnúningi þegar þau loks mættu - svo geggjað hvað hann er að taka miklum framförum félagslega. Hann er líka búinn að læra betur að hlusta á hin börnin, skiptast á, samþykkja hugmyndir annarra um hvað skuli leika, það var t.d. ekki vandamál þegar vinur hans vildi ekki spila borðspil núna áðan, heldur var sonur minn bara sallarólegur og þeir fundu út úr öðrum leik saman. Það er svolítið stórt.

Námskeiðið hefur reynst okkur mjög vel. Strákurinn minn hefur öðlast meiri ró í félagslegum samskiptum við önnur börn, sem ég tengi beint við PEERS-nálgunina að kenna börnum mjög einfaldar samskiptaaðferðir og endurtaka þær í mörgum mismunandi aðstæðum. Mér finnst ég sjálf líka miklu, miklu betur í stakk búin til að leiðbeina og vera til staðar með drengnum í félagslegum aðstæðum. Ég er mjög spennt fyrir að halda áfram á næsta námskeiði, fyrir 7-9 ára, og hlakka til að læra um aðferðir sem hjálpa stráknum mínum að díla við sífellt flóknari félagslegar aðstæður. Takk fyrir okkur ❤

Í dag er að ljúka fyrsta PEERS félagsfærninámskeið sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir 7 - 9 ára börn og foreldra. Ei...
22/11/2025

Í dag er að ljúka fyrsta PEERS félagsfærninámskeið sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir 7 - 9 ára börn og foreldra. Ein móðir var að senda mér þessi fallegu ummæli.
Námskeiðið hefur reynst okkur mjög vel. Það fer yfir mikið af ólíkum félagslegum aðstæðum og reglum þeim tengdum á skipulegan hátt. Hver tími passlega langur, sérstaklega þar sem honum er skipt upp og börnin sitja ekki allan tímann. Það var alger snilld að börnin hringdu hvort í annað og æfðu sig að kynnast ókunnugum í stýrðu og hvetjandi umhverfi. Það vakti líka mikla lukku þegar fyrirlestrar voru brotnir upp með myndböndum og leikjum.
Barnið okkar (7 ára) hefur lært ýmislegt og bætt sig í félagslegri færni þá sérstaklega að það getur skilið og skynjað betur samskipti. Við foreldrarnir einnig komin með ótrúlega mikið af tólum og umræðuefni til að leiðbeina barninu áfram, þar sem það tekur tíma að læra og æfa færnina sem og að styrkja hana enn frekar.
Heilt yfir erum við mjög ánægð með námskeiðið og höfum strax getað gripið í verkfæri námskeiðisins bæði til að útskýra og til að leiðbeina. Við myndum hiklaust mæla með þessu námskeiði fyrir börn á þessum aldri og félagslega færnin sem þau læra geta verið fyrirbyggjandi fyrir slæm félagsleg hegðunarmynstur og komið í veg fyrir að barnið lendi utan jafningjahóps.

Í dag erum við að ljúka fyrsta námskeiðinu sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir foreldra 4 - 6 ára. Móðir 3 ára drengs...
22/11/2025

Í dag erum við að ljúka fyrsta námskeiðinu sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir foreldra 4 - 6 ára. Móðir 3 ára drengs sem tók þátti námskeiðinu, var að senda mér þessi fallegu ummæli um námskeiðið.
PEERS félagsfærni námskeiðið fyrir 4-6 ára aldurshóp er einfaldlega magnað námskeið, sem hreinlega hefur vantað hér á landi í langan tíma.
Námskeiðið hreinlega fór langt fram úr öllum okkar væntingum.
Þriggja ára sonur okkar, hefur tekið virkan þátt í námskeiðinu með okkur foreldrunum og staðið sig frábærlega.
Hann hefur sýnt miklar framfarir í að heilsa og kveðja, skiptast á og deila með sér, biðja vini um að koma að leika við sig, og að biðja fallega um aðstoð þegar þörf er á, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur eiginlega sýnt framför í næstum öllu sem hefur verið tekið fyrir á námskeiðinu.
Hann hefur tekið miklum framförum félagslega en einnig í málþroska í gegnum námskeiðið.
Sonur okkar hefur þurft að læra að vera skýrari í framburði þegar það kemur að því að tala við önnur börn; t.d. þegar hann biður önnur börn að leika við sig, skiptast á, o.s.fr.
Þetta námskeið er ekki bara fyrirlestur, eins og mörg önnur uppeldisnámskeið eru, heldur er þetta gagnvirkt námskeið, þar sem börn og foreldrar taka virkan þátt.
Þetta námskeið er nefnilega jafn mikið fyrir foreldrana til þess að bæta sig í sínu hlutverki jafnt og fyrir börnin að læra félagslega hegðun.
Foreldrar læra að skilja betur þarfir barnana, hvernig er best að útskýra leiðbeiningar skýrt en rólega, og einnig hvernig er best að nálgast barnið í mismunandi aðstæðum (eins og þegar barnið er reitt, eða pirrað).
Foreldrar fá aðgang að "mínum síðum" þar sem hægt er að nálgast glærurnar sem notaðar eru á námskeiðinu, hjálparspjöld, myndbönd og öll hjálpartæki með útskýringu efnis til að aðstoða við heimavinnu námskeiðsins.
Guðrún er líka frábær. Hún passar það að gefa öllum tíma til að til þess að tala um hvað sé að ganga vel og fá ráðleggingar um hvað betur mætti fara og hvernig væri best að fara að því í hverjum einasta tíma.
Við erum rosalega ánægð með námskeiðið.

Næstu PEERS staðarnámskeið fyrir börn og unglinga 9-15 ára og foreldra þeirra fer af stað 7. jan. 2026. Ennþá eru nokkur...
18/11/2025

Næstu PEERS staðarnámskeið fyrir börn og unglinga 9-15 ára og foreldra þeirra fer af stað 7. jan. 2026. Ennþá eru nokkur pláss laus. Nánari upplýsingar og skráning á

Börn 4-6 ára Námskeið Námskeið Námskeið Námskeið Hvað er PEERS PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, ásamt foreldrum þeirra eða ...

Frábært hjá HR...
14/11/2025

Frábært hjá HR...

Dr. Elizabeth Laugeson um einhverfu...
05/11/2025

Dr. Elizabeth Laugeson um einhverfu...

Dr. Elizabeth Laugeson, Director of the UCLA PEERS® Clinic & UCLA Tarjan Center, was quoted in a recent AFP article pushing back against fear-based rhetoric around autism.

🔗 Full article in stories!

https://www.facebook.com/share/p/1ZtL9zLnjb/
05/11/2025

https://www.facebook.com/share/p/1ZtL9zLnjb/

Dr. Elizabeth Laugeson, Director of the UCLA PEERS® Clinic & UCLA Tarjan Center, was quoted in a recent AFP article pushing back against fear-based rhetoric around autism.

🔗 Full article in stories!

Margt að varast á netinu...
28/10/2025

Margt að varast á netinu...

Saga íslenskrar stúlku af kynnum af alþjóðlega ofbeldishópnum 764 vakti athygli FBI. Hópurinn herjar á börn á aldrinum átta til sautján ára á netinu, nær þeim á sitt vald með útsmognum hætti og kúgar þau til ofbeldisverka.

Address

Grænahlíð Fjölskyldumiðstöð, Sundagörðum 2, 2. Hæð
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when PEERS félagsfærninámskeið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to PEERS félagsfærninámskeið:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram