Anda með Arnóri

Anda með Arnóri Hver einasti andardráttur er tækifæri! Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Eining milli hugar, líkama og sálar.

Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af huga, líkama og sál, þá finnst mér mikilvægt að sjálfsvinna haldi utanum alla þessa þætti. Í tímum hjá mér leiði ég fólk inn í slökunarástand með ýmsum aðferðum, en mikilvægast finnst mér að kenna fólki að nota þessar aðferðir sjálft, svo að þ

að öðlist vald yfir eigin taugakerfi og líkama. Ég leiði fólk í gegnum tregður og hindranir, hvort sem þær stafa af líkamlegum eða tilfinningalegum grunni. Frekar en að týnast í nákvæmum aðferðum, reglum og formúlum, þó þær hafi sinn tilgang, legg ég áherslu á að fólk læri grundvallaratriði. Sem dæmi kenni ég ekki eina ákveðna öndunaraðferð heldur almennt um öndun og hvernig við getum nýtt okkur hana á margvíslegan máta.

Þegar það kemur að minni sérþekkingu þá kem ég úr ýmsum áttum, en í gegnum árin hef ég sankað að mér lærdóm frá kennurum víðsvegar um heiminn. Eftir að ég hafði unnið á sjó í 11 ár ákvað ég að snúa blaðinu við og safna mér þekkingu sem við kemur heilsu. Ferðalagið hófst þegar ég lærði yoga í Taílandi og kynntist þar munki sem kendi mér hugleiðslu. Auk þess hef ég lært eftirfarandi: Öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, kviðar/líffæranudd, markþjálfun, kuldaþjálfun, vatnameðferðir, jóga og hugleiðslu.

Ég held úti reglulegum námskeiðum þar sem mikið af þessu er blandað saman. Ég er bæði með staka tíma og lengri námskeið. Ég býð líka upp á einkatíma þar sem meðferðin miðast út frá þörfum einstaklingsins hverju sinni, en mörgum finnst hjálplegt að koma reglulega yfir nokkurra mánaða skeið. Ég býð nýverið upp á vatnameferðir fyrir einstaklinga og pör. Nokkrum sinnum yfir árið held ég helgar retreat þar sem mörgum af þessum aðferðum og upplifunum er blandað saman.

Það er, eins og sést, erfitt fyrir mig að lýsa mér í nokkrum orðum, en í grunninn byggja þessar aðferðir á því að komast í tengingu við innra sjálfið. Meirihluti vestræna heimsins virðist vera í streitu, kvíða eða þunglyndi, og því brenn ég fyrir því að hjálpa fólki að fylgja og hlusta á hjartað


Nánar um aðferðirnar:

Öndun
Ég lærði grunninn að öndun í jógafræðinni, en ofan á það hef ég lokið kennaranámi hjá Wim Hof (Wim Hof Method), og einnig hef ég lokið Level 1 og 2 í Breathwork Masterclass hjá Kasper Van Der Meulen, sem er með fremstu öndunar þjálfurum í vestræna heiminum. Stoðkerfislausnir og líkamsrækt
Mikið af því sem ég hef lært um líkamsrækt og stoðkerfislausnir kemur úr jóga, en þegar ég byrjaði að vinna með Primal Iceland teyminu fór sú þekking á næsta stig. Í Primal er leitast við að finna rótar orsök vandans, og er unnið að því að styrkja, auka liðleika og hreyfigetu, auk þess að bæta hreyfiferla, til þess að koma í veg fyrir meiðsl. Stefnan er að hjálpa fólki að öðlast frelsi í eigin líkama. Ég lærði líka Rope yoga hjá Guðna Gunnarssyni, og öðlaðist kennsluréttindi hjá honum. Tónheilun
Ég komst í kynni við tíbeskar tónskálar þegar ég lærði hjá manni sem heitir Raúl, sem var þá að kenna mér nudd (ancient massage). Skálarnar vöktu forvitni mína og lét ég senda til mín sérvaldar skálar frá tíbet sem ég tvinnaði inn í tímana mína. Auk þess nota ég líka trommu og gong, til dæmis í öndunar leiðslum og slökun. Kviðar/Líffæranudd
Í taílandi lærði ég kínverskt líffæranudd sem nefnist Chi Nei Tsang. Mín reynsla er sú að mikið af tregðum og tilfinningalegri spennu leynist í kviðarholinu, meðal annars í bandvefnum. Ég hef séð góðan árangur hjá fólki sem kemur til mín í þetta nudd, og oft virðist losna um verki í baki og öxlum, þar sem bandvefurinn tengist þessu öllu saman. Markþjálfun
Ég lærði markþjálfun hjá Evolvia, en markþjálfun gengur út á það að hjálpa fólki að komast að því hvað það vill í lífinu. Með ákveðnum aðferðum er einstaklingurinn leiddur að því að komast sjálfur að svörum sinna eigin spurninga. Ég nota markþjálfun mikið í einkatímum og námskeiðum. Kuldaþjálfun - WHM kennaranám
Ég lærði kuldaþjálfun hjá Wim Hof (Wim Hof Method), en hún gengur út á það að öðlast þol fyrir kuldanum og nýta sér hann til heilsubótar. Kuldinn getur minnkað bólgur og unnið á bólgusjúkdóma, aukið orku, styrkt ónæmiskerfið, flýtt fyrir bata, bætt andlega líðan og margt fleira. Í raun er kuldinn “jákvætt stress” á líkamann, sem getur verið gott í stuttan tíma í senn. Vatnameðferðir
Ég lærði flotmeðferð (Þrep 1 og 2) hjá Flothettu teyminu. Meðferðin snýst um að ná djúpri slökun í þyngdarleysi vatnsins. Notast er við liðkandi hreyfingar, nudd og vefjalosun í vatninu, og fer fólk í djúpt viðgerðarástand. Ég lærði líka aðferð sem heitir Liquid cosmos, frá Marina Sans og kemur frá Portúgal. Hjá henni lærði ég öðruvísi nálgun á vatnameðferð, og blanda ég þessum aðferðum saman í einkameðferðum og á retreat-um. Jóga
Ég hef lært jóga í Taílandi, Indlandi og hjá Kristbjörgu Elínu Kristumdardóttir. Í raun flokkast allt sem ég geri í dag undir jóga, ef farið er út í spekina á bak við jóga. Jóga hefur verið grunnur að því sem ég kenni, því jóga þýðir einfaldlega eining.

Anda Breathwork Er öndunarferðlag ásamt vandaðri handleiðslu sem mun hjálpa þér að komast úr framheilanum, tengjast  lík...
08/07/2025

Anda Breathwork

Er öndunarferðlag ásamt vandaðri handleiðslu sem mun hjálpa þér að komast úr framheilanum, tengjast líkamanum, losa streitu úr kerfinu og leiða þig í djúpt inn í þinn innsta kjarna. Tíbeskar tónskálarnar, gong og fleiri hlóðfæri aðstoða þig við að fara enn dýpra og upplifa víbring í hverri einustu frumu. Nærandi tónar ferðast eins og öldur í gegnum líkamann og hjálpa þér að ná djúpri tengingu við sjálfið, losa djúpliggjandi spennu á meðan líkaminn endurraðar orkunni og skapar samhljóm milli huga, líkama og sálar. Í þessu ástandi hefst úrvinnsla og endurheimt og getur þú jafnvel upplifað meiri slökun og endurnæringu en í venjulegu svefn ástandi.

Stakur tími: 4000kr
10x skipta klippikort: 28.900kr. Tilboð 23.900kr

Nánar: https://anda.is/anda-breathwork/

Slökum aðeins á - Dags retreat Hér er boðið upp á einstaka upplifun í grennd við höfuðborgar-svæðið. Þetta er tækifæri t...
30/06/2025

Slökum aðeins á - Dags retreat

Hér er boðið upp á einstaka upplifun í grennd við höfuðborgar-svæðið. Þetta er tækifæri til að slíta sig frá hinu daglega amstri og verja tíma í friðsælu umhverfi Mosfellssveitar.

Með aðstoð:
náttúrunnar
öndunar
tónheilunar
sánu
kælingu
sundi
kakói
varðeld
samveru

ætlum við að njóta kyrrðarinnar og að leika okkur, hafa gaman að lífinu og finna meira jafnvægi og dýpri tengingu við sjálfið

Dagsetningar:
6. júlí, 12. júlí, 27. júlí, 9. águst, 24, ágúst
Frá Kl 9-20

TILBOÐ: 19.900kr ef þú skráir þig fyrir 3. júlí
ALMENNT VERÐ: 23.900kr

Nánari upplýingar á anda.is

Náðu þér í núllstillingu og endurheimt út í náttúrunni 🌲☀️☘️🍃🐦‍⬛Verð alla miðvikudaga kl 20 í Tjaldinu í sumar ⛺️Skránin...
11/06/2025

Náðu þér í núllstillingu og endurheimt út í náttúrunni 🌲☀️☘️🍃🐦‍⬛
Verð alla miðvikudaga kl 20 í Tjaldinu í sumar ⛺️

Skráning hérna:
anda.is/innleg-djupslokun/

Innileg Djúpslökun & Nærandi Tónar verða í Tjaldinu næsta miðvikudag kl 20💚Tjaldið er staðsett í skóginum okkar í Heiðar...
20/05/2025

Innileg Djúpslökun & Nærandi Tónar verða í Tjaldinu næsta miðvikudag kl 20💚

Tjaldið er staðsett í skóginum okkar í Heiðarbrún sem er ekki svo langt frá Hafravatni.

Komdu og njóttu þín í náttúruinni og endurstilltu taugakerfið þitt😌

Skráning:
https://anda.is/innleg-djupslokun/

Þér er boðið upp á ferðalag inn á við í gegnum allan líkamann. Við notum áhrifamikla öndun sem leiðir okkur djúpt inn á ...
06/05/2025

Þér er boðið upp á ferðalag inn á við í gegnum allan líkamann. Við notum áhrifamikla öndun sem leiðir okkur djúpt inn á kjarnann okkar. Tíbesku tónskálarnar aðstoða okkur við að fara enn dýpra og upplifa víbring í hverri einustu frumu. Nærandi tónar frá skálum og gongi fara eins og öldur í gegnum líkamann og hjálpa okkur að ná djúpri tengingu við sjálfið, losa djúpliggjandi spennu á meðan líkaminn endurraðar orkunni og skapar samhljóm milli huga, líkama og sálar. Í þessu ástandi getur þú jafnvel upplifað meiri slökun og endurnæringu en í venjulegu svefn ástandi.

Miðvikudagar kl 20 @ Eden Yoga

Verð:
- 4.000 kr. stakur tími

- 28.900 kr. 10 skipta kort

Skránig og nánari upplýingar:
https://anda.is/innleg-djupslokun/

Slökunarhelgi í Birkihofi 16.-18. maíVertu velkomin/nn í nærandi helgi í Birkihofi. Við ætlum að bjóða upp á andlega og ...
05/05/2025

Slökunarhelgi í Birkihofi 16.-18. maí

Vertu velkomin/nn í nærandi helgi í Birkihofi. Við ætlum að bjóða upp á andlega og líkamlega næringu í dásamlegu og friðsælu umhverfi þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri. Nærumst í samveru og fræðumst um hvernig við getum hugað betur að heilsunni, með því að kynnast hringrásum innra og yrta. Í kyrrð náttúrunnar finnum við jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með frumöflunum.

FLOTMEÐFERÐIR
TÓNHEILUN Í VATNI
STREITULOSUN & SLÖKUN
ÖNDUNARÆFINGAR
KAKÓ ATHÖFN
HUGLEIÐSLUR
NÆRANDI MATUR
FRÆÐSLA
SÁNA
SUNDLAUG
HEITUR POTTUR
NÁTTÚRUFERÐ
LÆKNINGAJURTIR
NÆRANDI SAMVERA
2 NÆTUR

Skráning og nánari upplýsingar hér:
https://anda.is/retreat/

Tek vel á móti ykkur í kvöld og alla miðvikudaga✨Öndun, djupslökun og algjör endurheimt 💯😌Skráning og nánari upplýsingar...
23/04/2025

Tek vel á móti ykkur í kvöld og alla miðvikudaga✨

Öndun, djupslökun og algjör endurheimt 💯😌

Skráning og nánari upplýsingar hér:
anda.is/innleg-djupslokun/

Ég er svo mega peppaður fyrir þessum viðburði! Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að skapa...leiða öndun með l...
10/03/2025

Ég er svo mega peppaður fyrir þessum viðburði! Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að skapa...leiða öndun með lifandi tónlist. Daniel Þorsteinsson er rosalegur tónlistamaður. Það er magnað að upplifa hann spila á djembe og didgeridoo á sama tíma, hann er líka algjör meistari á handpan. Þetta verður alvöru öndunarferðalag og gefst tækifæri til að fara í öflugri öndun en vanalega. Boðið er upp á alvöru kakó áður en ferðalagið hefst og svo endað á djúpri slökun til að ná kerfinu aftur niður í algjört slökunarástand.

Þessi tími er fyrir þá sem vilja:
-Breyta gömlum hegðunarmynstrum
-Komast í tengingu við undirmeðvitundina
-Upplifa umbreytingar kraft öndunar og lifandi tónlistar
-Leysa úr tregðum og tilfinningum

Verð: 7.500kr

15. mars @ Eden Yoga kl 17:00-19:30

Skráning hér:
https://www.edenyoga.is/service-page/andartaktur-%C3%B6ndun-lifandi-t%C3%B3nlist

Innilegt öndunarferðalag og víbrandi tónar taka á móti þér kvöld @ Eden Yoga  kl 20Þú átt skilið að slaka vel á og núlls...
29/01/2025

Innilegt öndunarferðalag og víbrandi tónar taka á móti þér kvöld @ Eden Yoga kl 20

Þú átt skilið að slaka vel á og núllstilla kerfið 😌

Hoppa um borð hér:
https://anda.is/innleg-djupslokun/

Hlakka til að geta boðið upp á slökun fyrir alla allstaðar! Slökum aðeins á er einfalt & árangursríkt netnámskeið þar se...
12/01/2025

Hlakka til að geta boðið upp á slökun fyrir alla allstaðar!
Slökum aðeins á er einfalt & árangursríkt netnámskeið þar sem við fáum fræðslu, æfingar & leidd öndunar/slökunar ferðalög.

Námskeiðið kemur út 7. febrúar og er hægt að kaupa námskeiðið í forsölu.

Forsöluverð: 11.900kr

Almennt verð: 18.900

Kíkið inn á anda.is og kynnið ykkur þetta þetta frábæra námskeið.

Gefðu NærAndi jólagjöf 🌟😌✨Hafðu samband á anda@anda.is og við græjum gjafabréf  hvort sem það er fyrir slökun, námskeið ...
19/12/2024

Gefðu NærAndi jólagjöf 🌟😌✨

Hafðu samband á anda@anda.is
og við græjum gjafabréf hvort sem það er fyrir slökun, námskeið eða einkatíma 🎅🏻

Margir sem koma til mín eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum, og því er gott að vera með mörg tól til að bjóða upp á. Þar sem við erum öll blanda af

Jólin þurfa ekki að vera uppfull af spennu og streitu? Í Desemer býður Arnór upp slökun í formi jóladagatals. Á hverjum ...
01/12/2024

Jólin þurfa ekki að vera uppfull af spennu og streitu? Í Desemer býður Arnór upp slökun í formi jóladagatals. Á hverjum degi færð þú sent myndband eða annarskonar fræðsluefni með leiddri öndun, slökun, hugleiðslu, teyjum eða öðrum fróðleik.

Í gegnum árin hef ég sankað að sér ýmissi þekkingu og tækni sem stuðlar að sterkari, stöðugri og almennt rólegra taugakerfi. Það þýðir ekki að segja einhverjum að “slaka á”, við þurfum að kunna það. Með þessu dagatali getur þú fengið að dýfa tánni í öll þau tól sem Arnór kennir í sínum tímum, sem þú getur svo nýtt þér það sem eftir er.

Efnið verður allt inná lokuðu svæði inná anda.is. Daglega bætist við efni og þú getur gert æfingarnar hvar og hvenær sem þér hentar, hvort sem það er um leið og þú vaknar, í vinnunni eða á kvöldin.

Á sunnudags aðventunum verður lengri leiðsla, sem fer með þig í dýpra slökunarástand. Þá er fínt að koma sér svolítið vel fyrir með teppi, púða og góð heyrnartól.

Megi desember færa þér innri ró og velsæld.

Verðið er í hátíðar anda á 6000 kr (afsláttarverð)

Hefst í dag!

https://anda.is/courses/

Hver einasti andardráttur er tækifæri NÁMSKEIÐ HÓPTÍMAR EINKATÍMAR RETREAT Facebook Instagram Envelope Á döfinni Hér má sjá þá viðburði sem eru á dagskrá á næstunni Miðvikudagarkl 20 EdenYoga Innileg Djúpslökun & Nærandi Tónar Skrá mig Laugardagur23. novkl 16-19 EdenYoga B...

Address

Faxafeni 12
Reykjavík
108

Telephone

+3547789052

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Anda með Arnóri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Our Story

Ég hef kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013, árið sem ég lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur. Ég hef ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Varði dýrmætum tíma með munk í fjöllum norður Tælands þar sem ég fór í djúpa innri vinnu og hugleiðslur sem er undirstaðan í minni nálgun og leiðbeiningum. Ég legg mikla áherslu á öndun og hef meðal annars sótt námskeið hjá "Ísmanninum" Wim Hof og er nú í kennarnámi í þeirri aðferð og hef innleitt þá þekkingu hana í mína kennslu.

Kenndi Jóga í Álftanesskóla í 2 ár og hef góða reynslu sem krakkajóga kennari. Sumarið 2016 fluttist ég að út í sveit og skapaði endurnæringar setur ásamt góðu fólki. Þar bauð ég upp á Endurnæringa-helgar og leiddi þáttakendur inn á við með Jóga, hugleiðslum, samfloti, öndun og stórum skömmtum af íslenskri náttúru. Ári seinna fluttist ég aftur í bæinn og nú leiði ég flest alla timana mína Rope Yoga Setrinu hjá Guðna Gunnarssyni þar sem ég byrðjaður í námi og er sannarlega þakklátur fyrir að vera undir leiðsögn hjá einum fróðasta og reynslumesta kennara sem ég hef hitt. Þar býð ég upp margþætt námskeið. Meðal annars byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið, hugleiðslunámskeið, öndunarnámskeið og einkatíma.

Einnig vinn ég með við kakó. Ég fór til Guatemala og lærði að nýta þessa mögnuðu plöntu(eins og Mayanir gerðu og gera) til þess að ferðast dýpra inn sjálfann sig og tengjast uppruna sínum.