SÁÁ

SÁÁ SÁÁ hefur fært þúsundum karla og kvenna betra líf og bata frá fíknsjúkdómnum. SÁÁ - byggir upp fólk. Nánari upplýsingar eru á saa.is og í síma: 530 7600.

SÁÁ hefur fært þúsundum betra líf og bata frá vímuefnasjúkdómum. Samtökin reka Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, Reykjavík. Þar eru 60 rúm fyrir afeitrun og meðferð sjúklinga. Meðferðarstöðvar samtakanna á Vík á Kjalarnesi (konur) og Staðarfelli í Dölum (karlar) annast meðferð eftir að dvöl á Vogi lýkur og stendur sú meðferð venjulega í um fjórar vikur. Göngudeildir samtakanna eru í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík og í Hofsbót 4, Akureyri. Þar eru veitt fjölþætt þjónusta við sjúklinga og aðstandendur þeirra með fyrirlestrum, einstaklingsviðtölum og stuðningshópum.

24/09/2025

✍️SÁÁ og Íþróttafræðideild HR skrifa undir samstarfssamning.

Anna Hildur og Ingunn frá SÁÁ heimsóttu Íþróttafræðideild HR – undirrituðu samstarf og fengu að kynnast starfinu 🤝

👉 Nánari upplýsingar á

Við erum stolt af því að hafa skrifað undir samstarfssamning við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík 🤝Samstarfið fel...
22/09/2025

Við erum stolt af því að hafa skrifað undir samstarfssamning við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík 🤝
Samstarfið felur í sér að nemendur fá tækifæri til að kynnast starfi SÁÁ í verki og við fáum að njóta þekkingar þeirra og nýsköpunar á sviði íþrótta og heilsu.
Við hlökkum til að sjá þetta samstarf blómstra til hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar og samfélagið allt 💪

Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar, fyrir hönd Háskólans í Reykjavík og Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, hafa undirritað samstarfssamning.

Samningurinn snýst um að meistaranemar í íþróttavísindum við íþróttafræðideild HR kanni hvernig skipulögð hreyfing geti haft áhrif á skipulagða meðferð fólks með fíknisjúkdóm.

///

Hafrún Kristjánsdóttir, Head of the Department of Sport Science, on behalf of Reykjavik University, and Anna Hildur Guðmundsdóttir, Chair of SÁÁ, have signed a collaboration agreement.

The agreement involves graduate students in Sport Sciences at RU researching how structured physical activity can influence the treatment of individuals with addiction disorders.

Fræðslukvöld fyrir foreldraAð tala við börn um fíknivandann í fjölskyldunni getur verið erfitt – en þú þarft ekki að sta...
17/09/2025

Fræðslukvöld fyrir foreldra
Að tala við börn um fíknivandann í fjölskyldunni getur verið erfitt – en þú þarft ekki að standa ein/n í því.

📅 Mánudagur 13. október kl. 16:30–18:30
📍 Von, Efstaleiti 7, Reykjavík
Sálfræðingur fer yfir hvernig best er að ræða við börn um fíknivandann, leiðir umræðu og svarar spurningum. Þátttakendur fá einnig gagnlegt efni með heim.
👉 Nánari upplýsingar inná saa.is

15/09/2025

Á Vík vinnur þverfaglegt teymi sem hjálpar fólki í átt að bata og betri líðan 🧡

12/09/2025

Það var virkilega gaman að fá kynningu frá Flow og prófa sýndarveruleikagleraugun þeirra. Þetta er klárlega eitthvað sem við erum spennt að skoða betur fyrir okkar starf ✨

10/09/2025

Við erum öll gul í dag 💛

05/09/2025

Nánari upplýsingar um námskeiðið Full af lífi! er að finna á heimsíðu saa.is 👉 Ekki missa af þessu!

Frábærar fréttir! 🎉 Að hætta með spilakassa á öldurhúsum er stórt skref í baráttunni gegn spilavanda.Eins og Gylfi orðar...
05/09/2025

Frábærar fréttir! 🎉 Að hætta með spilakassa á öldurhúsum er stórt skref í baráttunni gegn spilavanda.

Eins og Gylfi orðar það svo vel: „Stundum verður maður bara að gera það sem manni finnst rétt – að láta hjartað ráða.“ ❤️

Eigendur Ölvers í Glæsibæ hafa ákveðið að hætta með spilakassa á staðnum. Þeir segja ákvörðunina tekna með hjartanu en eftir mikla umhugsun tekið þetta stóra skref.

03/09/2025

🤔 Hvernig er að vera á Vík?

Rakel aðstoðarfagstjóri á Vík fer yfir það 🧡

Address

Efstaleiti 7
Reykjavík
103

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when SÁÁ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to SÁÁ:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

SÁÁ hefur á 40 árum byggt upp heildstæða þjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm; einstaklinga, börn þeirra og fjölskyldur. Samtökin hafa lagt áherslu á að taka á þeim vanda sem fíknsjúkdómurinn veldur með fjölbreyttum úrræðum fyrir ólíka hópa og hefur þjónustan ætíð verið fagleg og byggð á nýjustu þekkingu.

Samtökin reka Sjúkrahúsið Vog þar sem boðið er upp á afeitrun og greiningu. Á Vogi hefst einnig sálfélagsleg meðferð og þar er gerð einstaklingsbundin áætlun um framhaldið. Eftirmeðferðarstöð samtakanna, Vík á Kjalarnesi, annast inniliggjandi meðferð eftir að dvöl á Vogi lýkur og stendur sú meðferð venjulega í um fjórar vikur. Göngudeildir samtakanna eru í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík og í Hofsbót 4, Akureyri. Þar er veitt fjölþætt þjónusta við sjúklinga og aðstandendur þeirra með fyrirlestrum, einstaklingsviðtölum og stuðningshópum. Nánari upplýsingar eru á saa.is og í síma: 530 7600.