Our Story
SÁÁ hefur á 40 árum byggt upp heildstæða þjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm; einstaklinga, börn þeirra og fjölskyldur. Samtökin hafa lagt áherslu á að taka á þeim vanda sem fíknsjúkdómurinn veldur með fjölbreyttum úrræðum fyrir ólíka hópa og hefur þjónustan ætíð verið fagleg og byggð á nýjustu þekkingu.
Samtökin reka Sjúkrahúsið Vog þar sem boðið er upp á afeitrun og greiningu. Á Vogi hefst einnig sálfélagsleg meðferð og þar er gerð einstaklingsbundin áætlun um framhaldið. Eftirmeðferðarstöð samtakanna, Vík á Kjalarnesi, annast inniliggjandi meðferð eftir að dvöl á Vogi lýkur og stendur sú meðferð venjulega í um fjórar vikur. Göngudeildir samtakanna eru í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík og í Hofsbót 4, Akureyri. Þar er veitt fjölþætt þjónusta við sjúklinga og aðstandendur þeirra með fyrirlestrum, einstaklingsviðtölum og stuðningshópum.
Nánari upplýsingar eru á saa.is og í síma: 530 7600.