Fjóla María

  • Home
  • Fjóla María

Fjóla María Hér deili ég með þér ýmsum fróðleik sem tengist líkama, huga og sál.

Þetta TÓKST 🌞🙏Söfnunin er komin í 106%! Takk takk TAKK fyrir að hjálpa mér að láta þetta hjartans verkefni verða að veru...
09/05/2024

Þetta TÓKST 🌞🙏

Söfnunin er komin í 106%! Takk takk TAKK fyrir að hjálpa mér að láta þetta hjartans verkefni verða að veruleika.

Næst á dagskrá: prentun í Kína 📚

Ef þú átt eftir að tryggja þér eintak af bókinni þá er best að drífa sig, þar sem söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld ❤️

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

08/05/2024

Jæja! Á morgun er seinasti dagur söfnunarinnar og ég er komin með 92% af fjármagninu sem þarf til að þetta takist. Tæpir 25 klukkutímar til stefnu 🙈

Ég þakka ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn, hvatninguna og fallegu orðin, fyrir að kaupa bók/bækur, styrkja verkefnið, deila verkefninu á samfélagsmiðlum og hjálpa þessu mikilvæga verkefni að verða að veruleika 🙏❤

Nú er bara að deila þessu eins og vindinum! Þín hjálp skiptir máli, og margt smátt gerir eitt stórt!

Takk 🌺
https://www.karolinafund.com/project/view/6203

Núna eru 3 dagar eftir af söfnuninni og ég er komin með 80% af fjármagninu sem þarf til að gefa út bókina Dýrmæta Anna. ...
07/05/2024

Núna eru 3 dagar eftir af söfnuninni og ég er komin með 80% af fjármagninu sem þarf til að gefa út bókina Dýrmæta Anna.

Þessi bók er ómetanleg fyrir krakka. Hún gefur þeim splunkunýtt sjónarhorn á þau atriði sem skipta mestu máli í tilfinningalífinu. Hún gefur krökkum öflug verkfæri sem geta hjálpað þeim að halda sér ofansjávar þegar þau lenda í miklum öldugangi í lífsins ólgusjó. Þetta er ein af þeim bókum sem kenna manni hluti sem geta gagnast út lífið.

Ef það er barn eða börn í þínu lífi þá hvet ég þig til að kaupa bók/bækur og gefa þeim. Á sama tíma ertu að hjálpa til við að koma þessari bók í prentun og í bókabúðir og í hendurnar á fleiri krökkum sem gætu virkilega þurft á þessari bók að halda.

Ég þakka innilega fyrir allan stuðning.

Fjóla María 🌺

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

Hvernig getur bókin Dýrmæta Anna hjálpað krökkum að fá jákvæðari sjálfsmynd?1. Með því að sýna þeim óbreytanlegt verðmæt...
03/05/2024

Hvernig getur bókin Dýrmæta Anna hjálpað krökkum að fá jákvæðari sjálfsmynd?

1. Með því að sýna þeim óbreytanlegt verðmæti þeirra. Líkt og demanturinn í fyrsta kafla sem er alltaf jafn verðmætur, sama hvernig hann er mótaður, hvernig hann er á litinn, hversu stór, sama hvort hann sé með sprungur eða brot, sama hvað hann hugsar, segir eða gerir. Ekkert getur breytt þeirri staðreynd að demantur er demantur. Á sama hátt getur ekkert breytt þeirri staðreynd að hvert einasta okkar er óendanlega dýrmætt.

2. Með því að sýna þeim hvernig hugsanir þeirra eru alls ekki endilega sannar, og oft eru þær ekkert annað en bull og vitleysa sem væri réttast að hlæja að. Í öðrum kafla kynnast krakkarnir lygapúkunum, en þeir eru myndlíking fyrir neikvæðar hugsanir og allar hugsanir sem láta þeim líða illa. Þar fáum við að sjá hvernig lygapúkarnir hvísla alls konar vitleysu að okkur og það birtist í formi hugsana. Þegar við trúum þessum neikvæðu ljótu hugsunum líður okkur illa - og það verða lygapúkarnir aldeilis kátir, fyllast af krafti og fá enn fleiri hugmyndir að illgjörnum lygum sem þeir segja okkur. Síðan kemur lausnin - hvernig maður losar sig við þessa blessuðu lygapúka. En það er með því að fara innávið, spyrja sig nokkrar spurningar og finna sannleikann. Síðan segir maður lygapúkunum sannleikann og það fælir það í burtu því sannleikurinn lætur manni líða svo vel og skína svo skært.

3. Með því að sýna þeim hvernig við erum öll ólík og einstök og hvernig manni líður best og blómstrar svo fallega þegar maður kann vel við sig og er 100% maður sjálfur (þó að það sé stundum dálítið erfitt). Blómin þrjú kenna þetta í þriðja kafla - sólblómið, gleym-mér-eyin og rósin. Við fáum að sjá hvað myndi gerast ef þessi þrjú ólíku blóm myndu bera sig saman við önnur blóm og hvernig það myndi hafa áhrif á þau.

4. Fjórði kafli kennir krökkum að vera kærleiksrík og gefandi í samskiptum og við vitum öll hvernig samskipti hafa áhrif á sjálfsmynd og líðan. Okkur líður vel og við færum góða sjálfsmynd þegar við erum kærleiksrík og gefandi manneskjur. Í fjórða kafla fá krakkarnir að sjá hvernig við erum öll með innra ljós sem verður stærra og bjartara þegar við sýnum öðrum kærleik og gjafmildi með ýmsum ólíkum leiðum.

5. Fimmti kafli sýnir hvernig við erum öll með innra batterí sem þarf að hlaða með ýmsum leiðum á hverjum degi til að okkur líði sem best. Þegar við erum með fullt batterí erum við okkar besta útgáfa og þVÍ oftar sem okkur tekst að vera í okkar besta andlega formi, því betur líður okkur með okkur sjálf. Því betri verður sjálfsmyndin. Einnig er skoðað hvernig sumar athafnir tæma batteríið extra hratt.

Í lok hvers kafla í bókinni er stutt samantekt og nokkur stutt og skemmtileg verkefni sem hjálpa krökkum að skilja efnið betur og festa það í minninu.

Nú er söfnunin komin í 64% og 7 dagar eftir. Tryggðu þér eintak strax áður en söfnuninni lýkur. Þetta er frábær bók til að gefa krökkunum í lífi þínu, gjöf sem getur haft djúpstæð áhrif til framtíðar.

Þúsund þakkir fyrir allan stuðninginn 🙏❤️

Fjóla María Bjarnadóttir

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

Þegar ég var krakki var ég með félagskvíða og almennan kvíða af verstu sort. Ég g*t oft ekki horft almennilega í augun á...
02/05/2024

Þegar ég var krakki var ég með félagskvíða og almennan kvíða af verstu sort. Ég g*t oft ekki horft almennilega í augun á fólki sem talaði við mig, og þegar ég reyndi að tjá mig eða svara fólki þá heyrðist bara lítið hvísl. Enda var oft sagt við mig ,,Ha, hvað sagðiru??, viltu segja þetta aftur?” Ég hataði það. Og ég hataði sjálfa mig meira en allt annað. Sálfsmyndin g*t ekki verið verri, hugurinn var fullur af ótrúlega vondum hugsunum og lífið var ólýsanlega erfitt.

En lífið er stundum erfitt, fyrir okkur öll. Mis erfitt kannski, en allir ganga í gegnum erfiða hluti þó að það sjáist ekki utan á öllum. Það er sérstaklega erfitt að vera krakki í dag og einstaklega margir krakkar og unglingar með slæma sjálfsmynd, kvíða, neikvæðar hugsanir og þunglyndi. Það gerir mig ótrúlega sorgmædda.

Það skiptir svo rosalega miklu máli að vera fær um að takast á við það sem lífið færir manni, öll verkefnin og erfiðleikana, grýttu vegina, hólana og stóru fjöllin. Að hafa rétta búnaðinn, gott nesti og vera með kort til að fara eftir, jafnvel Google Maps!
Bókin mín, Dýrmæta Anna, er eins og Google Maps fyrir stóru fjöllin í lífinu. Hún hjálpar krökkum að skilja sig og annað fólk, að þykja vænt um sig, hugsa vel um sig, að eiga falleg og nærandi samskipti og líða vel.

Þetta er bókin sem ég hefði svo mikið þurft á að halda þegar ég var lítil stelpa og hún er, að mínu mati, skyldueign fyrir krakka sem eru að fást við slæma sjálfsmynd, neikvæðar hugsanir, kvíða, erfið samskipti og almennan vanlíðan.
En hvaða krakkar eru svosem ekki að fást við eitthvað af þessu og myndu ekki njóta góðs af því að fá skilning og verkfæri í hendurnar sem munu gagnast þeim út lífið? Þessi bók er fyrir alla krakka, og ég hvet þig til að tryggja þér eintak núna strax áður en söfnunin endar.

Það er búið að safna 60% og 8 dagar eftir. Ef þú lendir í erfiðleikum með að greiðsluna á síðunni eða vilt frekar leggja inná minn reikning, þá getur þú lagt inná reiknisnúmerið 315-26-8534 og kt.230985-3409 og haft í útskýringu “bók” og þá set ég það í söfnunina.

Endilega taktu þátt í að koma þessari bók í verslanir og hendur barna. Og ég bið þig að deila þessu eins og vindinum!

Takk kærlega fyrir allan stuðninginn 🙏🙏❤️

Fjóla María 🌺

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

Bækur geta gefið manni svo mikið. Fyrir utan góðan lesskilning, betri orðaforða og stafsetningu, þá geta þær gefið manni...
30/04/2024

Bækur geta gefið manni svo mikið. Fyrir utan góðan lesskilning, betri orðaforða og stafsetningu, þá geta þær gefið manni víðsýni, hjálpað manni að skilja önnur sjónarhorn og setja sig í spor annarra. Í bókum getur maður kynnst allskonar fólki sem býr við öðruvísi aðstæður og lifir allt öðruvísi lífi en maður sjálfur. Bækur geta fyllt mann af gleði og sorg og öllu þar á milli. Þær geta líka gefið manni smá pásu frá lífinu sem er stundum erfitt, og hjálpað manni að róa taugakerfið og núllstilla sig. Bækur geta kennt manni óendanlega margt og mótað mann sem manneskju.

Eitt af því sem var heilög rútína þegar Yrja dóttir mín var lítil var lestrarstund fyrir svefninn. Við misstum varla úr dag í mörg ár og þetta var ómetanleg samverustund fyrir okkur báðar. Ég varði miklum tíma í að skoða allar barnabækur sem til voru, bæði gamlar og nýjar, og sá til þess að hún fengi bækur sem hentuðu henni og myndu vekja áhuga. Núna er Yrja 11 ára og er hún að lesa eina þykka bók á 2-3 daga fresti, stundum á ensku, og þar að auki hlustar hún á a.m.k. jafn mikið af bókum á Storytel samhliða bókalestrinum. Hún er með frábæran orðaforða, mikla víðsýni og einstaka samkennd, og ég veit að bókalesturinn á mikinn heiður af því. Lestur er einfaldlega bestur og góðar bækur gera gott heimili enn betra.

Fyrsta bókin mín, Dýrmæta Anna, er ein af þeim bókum sem ég myndi vilja sjá á hverju einasta barnaheimili. Ég veit að þessi bók getur haft ofsalega góð áhrif á tilfinningalíf barna og stuðlað að betri sjálfsþekkingu, samskiptum og venjum. Ég veit líka að þessi bók hefði hjálpað mér ólýsanlega mikið þegar ég var krakki. Þetta er bók sem kennir hluti sem munu gagnast börnum út lífið. Mamma, pabbi og aðrir fullorðnir geta meira að segja haft heilmikið gagn af bókinni líka!;)

Núna er söfnunin komin í 55% og það eru einungis 10 dagar eftir af söfnuninni. Ég bið ykkur um að hjálpa mér að að láta þessa bók verða að veruleika með því að kaupa bók eða deila þessari færslu.

Takk kærlega fyrir allan stuðning ❤️

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlg0qMér var boðið í viðtal hjá Mannlega þættinum á Rás 1 í d...
02/04/2024

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlg0q
Mér var boðið í viðtal hjá Mannlega þættinum á Rás 1 í dag til að spjalla um bókina Dýrmæta Anna og það gékk bara mjög vel, allavega miðað við að þetta var mitt fyrsta viðtal í útvarpi:)
Söfnunin er núna komin í 35% og ég er ofsalega þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið🙏🥰
Það væri frábært ef þið gætuð deilt þessu hérna á FB, það munar svo rosalega miklu þegar margir deila. Takk takk takk ❤️

https://www.karolinafund.com/project/view/6203

Það eru því miður mjög margir búnir að eiga í erfiðleikum með greiðsluferlið á Karolina fund og hafa nokkrir þess vegna ...
25/03/2024

Það eru því miður mjög margir búnir að eiga í erfiðleikum með greiðsluferlið á Karolina fund og hafa nokkrir þess vegna lagt peninginn frekar inn á minn reikning sem ég set síðan inn á söfnunina. Þar sem þetta er að gerast svona rosalega oft ætla ég að hafa það sem valmöguleika að gera þetta svona (leggja frekar inn á minn reikning) til að minnka flækjustigið og læt reiknisnúmerið mitt fylgja hérna fyrir neðan. Það þarf bara að senda á mig línu og láta mig vita, allt annað er eins, og þú færð að sjálfsögðu endurgreitt ef söfnunin næst ekki (þó ég sé sannfærð um að hún muni nást;)) ❤️

Söfnunin er komin í 22% á síðunni (en í rauninni aðeins meira því ég á eftir að leggja inn frá öðrum) og ég þakka innilega fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið. Þið hjálpið mikið bæði með því að styrkja verkefnið og svo deila þessu á samfélagsmiðlunum.
Takk elsku þið öll 🙏

Reiknisnúmer 315-26-8534
kt. 230985-3409

Kær kveðja,
Fjóla María

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

https://www.karolinafund.com/project/view/6203Fremsti markþjálfi í heiminum og sá sem fann upp orðið ,,life coach” er ei...
22/03/2024

https://www.karolinafund.com/project/view/6203
Fremsti markþjálfi í heiminum og sá sem fann upp orðið ,,life coach” er einstakur maður að nafni Tony Robbins. Ég var með hann á heilanum í nokkur ár og drakk í mig allt sem ég g*t lært af honum úr bókum, viðtölum, hlaðvörpum og námskeiðum, en einnig lærði ég markþjálfun í skóla á hans vegum og fór á 4 daga viðburð sem var alveg magnað.

Eitt af því sem hann kennir og leggur mikla áherslu á er GJAFMILDI. Að ekkert gerir okkur eins hamingjusöm og gjafmildi. Hann sagði að hann hefði unnið markvisst í því að gera börnin sín gjafmildi, því það leiðir af sér hamingju (+ að fólki líkar alltaf betur við gjafmildi einstaklinga, frekar en nískupúka) og nefndi eitt dæmi þar sem barnið hans hafði fengið margar blöðrur í gjöf. Hann spurði barnið ,,ertu ekki glöð/glaður að hafa fengið svona fallega gjöf!?” og barnið játaði því. Það sagði Tony ,,veistu hvað myndi gera þig ENNÞÁ glaðari?! Ef þú myndir gefa ### blöðrurnar (eða helminginn af blöðrunum, ég man það ekki). Þegar ég heyrði þetta var dóttir mín mjög lítil, kannski 3 ára, og eftir þetta vann ég markvisst í að gera hana að gjafmildum einstaklingi.
Í dag er hún 11 ára og ein gjafmildasta manneskja sem ég þekki. Hún ELSKAR að gefa og það færir henni mikla hamingju að gleðja aðra. Ég get þakkað Tony Robbins fyrir það!

Mér fannst þetta svo magnað að ég tileinkaði einni senu í bókinni minni eins atburði - þegar Anna gefur bestu vinkonu sinni helminginn af blöðrunum sínum:)
Skemmtilegt hvernig ein lítil frásögn getur haft svona rosalega stór og langvarandi áhrif á líf manns, og líf annarra 🥰

Nú er söfnun bókarinnar komin í 16% og ég er ofsalega þakklát fyrir það. Ég mæli heilshugar með bókinni fyrir börnin í lífi þínu, en það eru einmitt þónokkrar setningar í henni sem gætu haft stór og langvarandi áhrif á líf þeirra krakka sem lesa hana 🌞

https://www.karolinafund.com/project/view/6203

https://www.karolinafund.com/project/view/6203Á einum sólarhring hefur safnast 9% af fjármagninu sem þarf til að prenta ...
20/03/2024

https://www.karolinafund.com/project/view/6203

Á einum sólarhring hefur safnast 9% af fjármagninu sem þarf til að prenta bókina Dýrmæta Anna. Ef það eru einhver 6-12 ára börn í þínu lífi sem gæti liðið betur með sig, jafnvel miklu betur, þá gæti þessi bók komið að miklu gagni. Ég hef gríðarlega mikla trú á henni og vil dreifa henni sem víðast. Sérstaklega óska ég þess að bókin komist í hendurnar á þeim börnum sem þurfa mest á henni að halda 💙🩷🙏

A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.

https://www.karolinafund.com/project/view/6203 (English version below)Í dag er risastór dagur. Ég er búin að vera að vin...
19/03/2024

https://www.karolinafund.com/project/view/6203
(English version below)
Í dag er risastór dagur. Ég er búin að vera að vinna í þessari bók í langan tíma og núna loksins er hún tilbúin. Þetta er bókin sem ég þurfti svo rosalega mikið á að halda þegar ég var krakki og hefði getað hjálpað mér mikið. Þetta er bók sem mér finnst að allir krakkar ættu að lesa. Hún kennir hluti sem skipta óendanlega miklu máli fyrir alla krakka og stuðlar að meiri hamingju, sjálfs-ást og betri samskiptum. Partur af hjartanu mínu er í þessari bók.

Ég er búin að hefja söfnun á Karolina fund og þarf að ná söfnunarmarkmiðinu innan tímarammans til að geta prentað bókina og sent til Íslands. Ég leita til ykkar allra og bið um hjálp við að ná þessu markmiði. Það er hægt að kaupa bókina fyrirfram og heita á verkefnið með ýmsum hætti, bæði litlar og stærri upphæðir. Hægt er að lesa um bókina og sjá myndir á síðunni.
Ég vil líka biðja ykkur um að deila þessum pósti og framtíðar póstum sem munu koma á söfnunartímabilinu til að hjálpa mér að dreifa þessu sem víðast. Innilegar þakkir.

……….………………………………………..

Today is a big day. I have been working on this book for a long time and it´s finally finished. This is the book that I desperately needed when I was a kid and I am certain it would have helped me a lot. This is a book that I think every kid should read. It teaches things that are so very important and promotes more happiness, deeper self-love and better communication. A piece of my heart is in this book.

I have started a fund raising campaign on Karolina fund and I need to reach the funding goal within the set timeline to be able to print the book and send it to Iceland. I reach out to all of you and ask you to help me reach this goal. You can read about the book, see pictures and buy the english version + help fund the project in a number of ways in the page linked (choose the english version). I kindly ask you to share this post to help me reach as many people as possible. Thank you so much.

https://www.karolinafund.com/project/view/6203

Vilt þú vera með í MASTERMIND hóp?Ef þú veist ekki hvað það er þá mun stutt gúgl útskýra það vandlega fyrir þér, en þett...
09/03/2024

Vilt þú vera með í MASTERMIND hóp?
Ef þú veist ekki hvað það er þá mun stutt gúgl útskýra það vandlega fyrir þér, en þetta snýst í stuttu máli um að vera í hóp með fólki sem vill stöðugt vera að vaxa, bæta sig og ná markmiðum og vill hafa bæði aðhald og stuðning.

Mastermind hefur þá merkingu að þegar margir hugar koma saman þá verður til mastermind - einn ofurhugi sem nýtist öllum í hópnum. Hver og einn hefur ákveðna þekkingu, hæfileika, reynslu og tengsl sem getur komið hinum í hópnum að gagni. Á hverjum fundi er tímanum skipt niður á milli meðlima hópsins (skiptumst á að vera tímavörður). Hver aðili talar í x langan tíma og í framhaldinu geta hinir meðlimirnir gefið feedback, ráð eða lagt eitthvað til málanna sem gæti komið að gagni.

Það eru komnir 3 fyrir utan mig og það er pláss fyrir 4 í viðbót. Þetta kostar ekkert, en skilyrði fyrir inngöngu í hópinn er að þú skuldbindur þig til að vera með allt árið (að sumrinu undanskyldu), mæta á alla fundi ef þú mögulega getur og taka virkan þátt. Fundir verða mánaðarlega eða á 2 vikna fresti. Það verður ákveðið eftir stofnun hópsins. Einnig er skilyrði að þú sért með metnað, growth mindset og leggir þig fram við að vera góð manneskja. Þú getur prufað að koma á 2 fundi og ákveðið í framhaldinu hvort þú viljir skuldbinda þig út árið.Kyn og aldur skiptir ekki máli.

Þetta er eitthvað sem er gríðarlega vinsælt erlendis fyrir fólk sem vill ná miklum árangri í lífinu og eru þeir metnaðarfyllstu stundum í fleiri en einum mastermind hóp. Ég er spennt að ná saman góðum hópi og hvet þig til að sækja um strax ef þú uppfyllir skilyrðin og hefur áhuga þar sem það eru einungis 4 laus pláss eftir.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega sendu mér póst.

Kveðja,
Fjóla María

Address


Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjóla María posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Fjóla María:

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Practice
  • Claim ownership or report listing
  • Want your practice to be the top-listed Clinic?

Share