02/05/2024
Þegar ég var krakki var ég með félagskvíða og almennan kvíða af verstu sort. Ég g*t oft ekki horft almennilega í augun á fólki sem talaði við mig, og þegar ég reyndi að tjá mig eða svara fólki þá heyrðist bara lítið hvísl. Enda var oft sagt við mig ,,Ha, hvað sagðiru??, viltu segja þetta aftur?” Ég hataði það. Og ég hataði sjálfa mig meira en allt annað. Sálfsmyndin g*t ekki verið verri, hugurinn var fullur af ótrúlega vondum hugsunum og lífið var ólýsanlega erfitt.
En lífið er stundum erfitt, fyrir okkur öll. Mis erfitt kannski, en allir ganga í gegnum erfiða hluti þó að það sjáist ekki utan á öllum. Það er sérstaklega erfitt að vera krakki í dag og einstaklega margir krakkar og unglingar með slæma sjálfsmynd, kvíða, neikvæðar hugsanir og þunglyndi. Það gerir mig ótrúlega sorgmædda.
Það skiptir svo rosalega miklu máli að vera fær um að takast á við það sem lífið færir manni, öll verkefnin og erfiðleikana, grýttu vegina, hólana og stóru fjöllin. Að hafa rétta búnaðinn, gott nesti og vera með kort til að fara eftir, jafnvel Google Maps!
Bókin mín, Dýrmæta Anna, er eins og Google Maps fyrir stóru fjöllin í lífinu. Hún hjálpar krökkum að skilja sig og annað fólk, að þykja vænt um sig, hugsa vel um sig, að eiga falleg og nærandi samskipti og líða vel.
Þetta er bókin sem ég hefði svo mikið þurft á að halda þegar ég var lítil stelpa og hún er, að mínu mati, skyldueign fyrir krakka sem eru að fást við slæma sjálfsmynd, neikvæðar hugsanir, kvíða, erfið samskipti og almennan vanlíðan.
En hvaða krakkar eru svosem ekki að fást við eitthvað af þessu og myndu ekki njóta góðs af því að fá skilning og verkfæri í hendurnar sem munu gagnast þeim út lífið? Þessi bók er fyrir alla krakka, og ég hvet þig til að tryggja þér eintak núna strax áður en söfnunin endar.
Það er búið að safna 60% og 8 dagar eftir. Ef þú lendir í erfiðleikum með að greiðsluna á síðunni eða vilt frekar leggja inná minn reikning, þá getur þú lagt inná reiknisnúmerið 315-26-8534 og kt.230985-3409 og haft í útskýringu “bók” og þá set ég það í söfnunina.
Endilega taktu þátt í að koma þessari bók í verslanir og hendur barna. Og ég bið þig að deila þessu eins og vindinum!
Takk kærlega fyrir allan stuðninginn 🙏🙏❤️
Fjóla María 🌺
A book that helps kids be happier, have deeper self-love and better communication.